Baldur - 07.11.1950, Blaðsíða 1

Baldur - 07.11.1950, Blaðsíða 1
Björn Sigfússon: Minning Jóns Arasonar og sona hans. r—■—------------------------ „Þeim, sem ævinnar magn fyrir móðurlunds gegn, hafa mestum af trúnaði þreytt. Hljómar alþjóðar lof yfir aldanna rof. Því þeir óbornum veg hafa greitt“. Steingr. Th. a*i£sf£v._' . 'v -----------------------1 Þessir feðgar, þér hafið spurt, Þeir stýrðu lsaláði I með herradómi, he'iðri og kurt og helzta góðu ráði, — með hreinni hjartans dyggð, — svo yfirgang skyldi enginn mann Islands veita byggð, háldur mætti hver sem kann lialdast vel í tryggð. Fór nú enn sem áður fyr afreksmönnum góðum: Þeim, sem veittu virðum styr og vörðu lönd sín þjóðum, öfundin falsið fær. Svíkja gerði sveitin aum seggja dróttir þær, sem sátu oft með gleði og glaum görpum harla nær. / Hólakirkju hvílist nú herrann prýddur dáðum, sæll og sterkur í sinni trú með sínum örfum báðum, allir í einum stað. .. Síðan fór á ringulrey réttur á Isdlandi, aldrei veit, nær Óðins mey^ öll er drifin í sandi, svo hverfi góss og gras lýðnum, fyéir sín lymskuverk, lygar og orðamas. Trauðlega finnst ein tungan merk, tryggðin er eins og glas. . .sjálfs hans fðjkið svíkja vann. Svo vill bókin skýra: Það harðar hefndir hlaut... Herranna er nú hugsun mest að haga svo sínu valdi, að komast megi undir kónginn flest með klögum og sektargjaldi eða kosta kroppsins pín, — að útarma svo sitt eigið land, ætlun er það mín, að eigi hafi það eftir grand af. öllam peningum sín. Sannur faðir með syninum nú og sínum héilaga anda láti oss halda helga trú, hvað sem í mót vill standa... Kæran ekki kallsi mig, þó kvæðið sé ekki frótt, því valda fjúkin feiknarlig og frostin um bjarnar nótt. Þetta er útdráttur úr kvæði ólafs Tóm- assonar um Jón biskup. Ólafur var einn af liðsmönnum biskups í Sauðafellsbar- daga 2. október 1550, 18 vetra sveinn. Hann varðist í höggorustu fyrir kirkju- dyrunum, þar sem biskupsmenn leituðu skjóls. Þar féll ólafur óvígur með and- litið höggvið svo, að niður féll önnur kinnin. Þó varð hann græddur og bjó á Björn Sigfússon. Hafgrímsstöðum í Skagafirði. Bersögli hans og einurð í kvæðinu siðar sýna góð- an dreng og þjóðrækinn, og beizkjan sómir betur þeim, sem örin fékk á and- litið, en hinum, sem á flótta særðust eða voru hneyktir með háðung bardagalaust. Á 4. alda dánarafmæli Jóns Arasonar og þeirra feðga verður svo margt um þá ritað, að ekki þarf að segja hér söguþráð og rekja alkunn efni. Nota má kvæðið til að rifja hið helzta upp fyrir sér. En í greinarlok skal rætt um baráttumarkmið biskups og vonir hans um bjarta framtíð lands, í stað þeirrar „bjarnar nætur“, híð- bjarnarvetrar, sem skáldið veit að leggst yfir landið eftir ósigurinn. Þeir feðgar réðu Islandi nokkur ár. Með því er ekki aðeins átt við formlegt vald yfir hirðstjórn og kirkjumálum sameiginlega, heldur einkum það, að vin- sældir biskups og Ara lögmanns nægðu til þess norðan lands, að allir vildu sitja og standa eins og þeir vildu, og í öðrum landshlutum nutu þeir, er á reyndi, vax- andi trausts og virðingar flestra manna. Því meiri varð svo ótti og óvild fjand- manna þeirra. Þeir vildu ekki l)íða þess dags, að Björn Jónsson yrði Slcálholts- biskup, heldur láta til skarar skríða. Ólafur Tómasson segir, að öfund hafi, eins og vant sé, skapað þeim, sem vörðu Island „þjóðum“ (erlendum), fals og svik að launum. Þess vegna fórust „seggja dróttir“, sem haldið höfðu upp gleði frjálsra manna kringum sig, hjá þeim alþýðumönnum, sem skáldið kallar i vísunni garpa, er þeir voru í vígreifum liðsflokki biskups. Umskiptin komu þjóðinni óvænt eins og reiðarslag. Við það huggast skáldið, að þrátt fyrir ósigur hvílist nú biskup „sæll og sterkur í sinni trú“. Einkennileg, en algeng miðaldahugsun er það, að sandfok landsins sé afleiðing af misgerðum og svikum þjóðarinnar. Óðins mey, þ.e. Jörð, táknar hér ísland og er hin kunna f j allkonuímynd á frumstigi. — Vissa er það, hve fólkið „harðar hefnd- ir hlaut“. Vísan um „hugsun herranna" bendir sérstaklega til Stóradóms, en nokkuð til innlendra stórbokka, sem settu allt sitt traust á konungsnáð og vildu koma sem mestu af eignum keppinauta sinna í kon- ungseign og taka þær j arðir siðan að léni af konunginum. Höfuðstóll landsins „út af landi flýgur og fer, fátæktin þar tekst á móti“. Þegar Ólafur minnist á helga trú, sem staðið sé gegn með valdi, kemur fram, að hann hefur alla ævi verið kaþólskur í hjarta sínu. Trúmál og þjóðmál urðu síður aðgreind þá en nú. Bæn Ólafs til þrenningarinnar er því raunar eggjun um leið til að standast erlendu kúgunar- áhrifin, þótt þau birtist lúterskum í Guðs nafni. Vörnin gegn Kristjáni III. varð að nokkru trúarleg. Kvæðið er „ekki frótt“, sýnir engum inn í framtíðina. Þó mætti lesa grun milli línanna. Einkennilega hugljúf er hin frostharða mynd, sem skáldið gefur sið- ajst af vetrinum, þj óðarvetrinum, sem þjáði menn nú, og hann kallar hann bj arnar nótt. Þegar bj örn leggst í vetrar- svefn þolir hann við til vors, og það er öruggt, að með hækkandi sól rís hann aftur á legg og bjargar sér. Felst ekki í þessari kenningu, að eftir bjarnar vetur rísi þjóð af dvala? Höfum eitt til marks, viðreisn hinnar líflátnu ættar. Munaðarlaus og niður- brotin börn voru algeng sjón á Islandi á þessum tímum. Á þau lagðist veturinn þyngst. Rúmlega hálffertugur maður var drepinn og dó með þessa hæn á vörum: „Æ, æ, börnin mín, bæði ung og mörg“. Framhald á 2. síðu.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.