Baldur - 23.12.1950, Blaðsíða 4

Baldur - 23.12.1950, Blaðsíða 4
4 B A L D U R Úr 150 ára verzlunarbréfum frá Isafiröi. Um aldamótin 1800 voru tvær verzlanir hér á Isafiröi, önnur í Neöstakaupstaönum, en hin i Hæslakaupslaönum. Neöstakaup- staðarverzlunin var eins konar áframhald konungsverzlunarinnar og einokunarverzl- unarinnar og var starfrækt i sömu húsa- kynnunum. Hæstakaupstaöarverzlunin var þá fárra ára gömul. Eigandi hennar var ís- lenzkur maöur, Ólafur Thorlacius, og átti hann einnig verzlanir á Bildudal og Stykkis- hólmi. Eigendur Neðstakaupstaðarverzlunar- innar voru tveir danskir menn, Jens Larsen Busch og Henrich Chrislian Paus. Busch haföi lengi fengizt viö verzlun hérlendis. Þegar konungsverzlunin var lögö niöur 1787 var Busch forstööumaöur hennar hér á Isa- firöi og haföi þá veriö viö íslenzku verzlun- ina i 23 ár, þar af 6 ár sem kaupmaöur og reikningshaldari. Og alla tíö síöan stundaöi hann verzlun hér á landi, allt til œviloka (1823). Hann var maöur stórríkur og stóö fé hans viöa fótum hér og i Danmörku. M.a. mun hann i rauninni hafa átt verzlanir á Berufiröi og á Skagaströnd og fé átti hann hjá ýmsum, er ráku verzlun hérlendis. Hann mun hafa veriö alls ráöandi um verzlunar- reksturinn hér á Isafiröi meöan þeir Paus voru sameigendur. Henrich Chrisiian Paus var miklu yngri maöur en Busch (f. um 1768). Hann haföi ungur byrjaö verzlunarstörf hér á landi, t.d. var hann á Berufiröi áöur en hann kom hingaö 179), er þeir Busch keyptu Neösta- kaupstaöarverzlunina. Hann dvaldi aö jafn- aöi hér sumar og vetur fram til ársins 1806, en þá varö verzlunarstjóri þeirra félaga hér Peter Frederik Busch (sem þó var ekki œtt- ingi Jens L. Busch. Paus varö síöar einn eigandi Neöstakaupstaöarverzlunarinnar. En timarnir eftir Napoleonsstyrjaldirnar reynd- ust mörgum kaupmanninum víösjálir, sumir uröu þá aö vísu stórauöugir, en mörgum varö hált á svellinu. Meöal þeirra var Paus. Hann varö gjaldþrota og komst verzlunin þá i hendur ekkju Busch, en henni skuldaöi Paus mikiö fé. Hún seldi hana 182) Matthias Wilhelm Sass og i eigu hans og erfingja hans var verzlunin til 1883. Er Sass keypti verzl- unina varö Paus verzlunarstjóri hjá honum og var þaö fram um 1835. Varöveitzt hefir gömul bréfabók þessarar verzlunar. Hefst hún meö árinu 1801. Mörg bréfanna eru greinargóö og segir i þeim margt almennra tiöinda. Lesendum Baldurs til skemmtunar og fróöleiks veröa hér birtir i Iislenzkri þýöingu — þvi aö auövitaö eru bréfin skrifuö á dönsku — fáeinir kaflar úr elztu bréfunum. Bréfin, sem þessir kaflar eru teknir úr, skrifar Paus hér á Isafiröi Busch verzlunarfélaga sínum í Kaupmannahöfn.. .. 13. april 1801. Veturinn hefir verið mjög harður hér. Fisk- veiði sáralítil og allverulegur hluti búfjár hefir fallið úr hor. Ibúarnir voru illa birgir af heyj- um fyrir fé sitt þar eð heyskapurinn gekk illa siðastliðið haust sökum langvarandi votviðra. En ég vona, að fiskafli verði góður þegar kem- ur fram á vorið. Ef hinni hörðu og umhleyp- ingasömu veðráttu, sem enn stendur, bregður brátt til hins betra, getur allt farið vel, en guð veit, að mörgum íbúanna er þess full þörf, til þess að þeir geti að einhverju leyti grynnt á skuidum sínum við verzlunina, en þær eru ekki óverulegar. Ekki er enn komin fyrirskipun frá amtinu til Johnsoniusar sýslumanns um að aflienda okkur húseignir og innanstokksmuni saltgerð- arinnar í Reykjanesi, sem var slegin okkur sem hæstbjóðendum við opinbert uppboð haustið 1799. Samþykki sölunefndarinnar á kaupunum skortir enn. Við því hafði verið búizt, að það bærist með póstskipinu, sem ekki er enn komið til lslands. Þess er með óþreyju vænzt dag hvern og er ætlað, að það hafi snúið við í fyrra- haust og haft vetrarlegu í Noregi. Með seinustu kaupskipunum í fyrrahaust bárust þau ótíðindi, að dregið hefði til sundurþykkis með Dan- mörku og Englandi, og þess vegna þrá menn hér mjög að frétta, hvort við eigum í ófriði eða njótum friðar. Hinn 13. apríl þ.á. sendi bréf til Suðurlands- ins og var það svar við bréfum yðar dags. 20. júli og 12. ágúst f.á. Fyrra bréfið fékk ég 12. desember f.á., en það síðara 12. febrúar þ.á. Frá þeim tíma hefi ég fengið alls sex bréf frá yður, en öll í ótíma. Bréf yðar dags. 27. sept- ember 1800 félck ég ekki fyrr en 17. ágúst 1801. Ekki get ég skýrt yður frá því í þetta sinn hvernig íbúunum geðjast rúgmjölið, sem bland- að er að einum þriðja hluta með byggmjöli, þar sem tími hefir verið allt of naumur til þess að afla sér vitneskju um það. Þann skamma tíma, sem skipin hafa legið hér til affermingar og hleðslu, hefir ekkert sem neinu nemur verið selt af nokkru tagi. Einkum er mjöl lítið keypt. Ætlun íbúanna með því er að knýja okkur til að lækka mjölverðið, en það nær ekki nokkurri átt á þessum erfiðu tímum. Þegar þeir fara að venjast verðinu, munu þeir áreiðanlega kaupa mjöl eins og áður, en máske gætilegar. Rúg- mjölstunna kostar hér i verzluninni 10 ríkis- daii, sem sannarlega er hátt verð, en liver getur seit það lægra verði, ef hann á ekki að biða skaða af? Henkel, kaupmaður á Dýrafirði, sel- ur nú samt sitt mjöl á 8 ríkisdali tunnuna. Hann hlýtur að hafa keypt það ódýrar en við, annars skil ég það ekki. Dag hvern láta Isfirð- ingarnir klingja í eyrum okkar hve harðir og ósanngjarnir við séum í kaupum og sölum bor- ið saman við hann. Mjölið er sæmilega gott og, að ég held, betra en það, sem herra Thorlacius hefir fengið í ár. Ýmsir ibúanna, sem keypt liafa mjöl hjá honum, kvarta um, að það sé illa malað, gamalt og með myglulykt og bragði. Brennivinið frá Danzig er nógu sterkt, en rammt og óþægilegt á bragðið. — Enska tóbak- ið virðist vera sæmilegt. Það er selt hér á 54 skildinga pundið. Við komu kaupskipanna hingað í vor, var ekki á neinni Vesturlandshafnanna ein einasta korntunna til söiu, ekkert brennivín og ekkert tóbak. Hér á lsafirði entumst við lengst. Höfð- um við tekið frá nokkrar tunnur af matvöru til eigin nota og eins lofað kaupmönnunum á ná- grannahöfnunum nokkurri úrlausn, sem þeir svo létu flytja til sín á klakki, því að þeir héldu, eins og við, að sökum ófriðarins yrði engin sigling þetta árið. Sama sinnis voru og margir landsmanna og þess vegna keyptu þeir og fengu lánað það af nauðsynjavöru í verzluninni, sem þeir þurftu. Sumir ályktuðu réttilega, að þótt skipin kæmu í ár, mundu matvörur sízt verða seldar ódýrara verði. Harðindin í vetur hafa svipt flesta íbúana skepnum sínum og þær fáu, sem tórðu, voru svo horaðar og langsoltnar, að þær gerðu ekkert gagn fyrr en komið var langt fram á sumar. Þessvegna er smjörpundið komið upp í 16 skildinga og þrevetur sauður kostar 3 ríkisdali spesíuverðs og samt er þetta lítt fáanlegt. Það er því orðið sæmilega dýrt að lifa á Islandi, einkum á Suður- og Vesturlandi. Bróðir stift- amtmannsins á Islandi á nokkuð af nautpen- ingi, sem hann mildilegast lætur fátækum lönd- um sínum falan fyrir 25 ríkisdali i seðlum hvern grip, en hafi þeir silfur að greiða með, leyfir samvizkan honum ekki að taka meira en 20 ríkisdali, en það er mjög náðarsamlegt, af svo háttsettum manni. Verði næsti vetur jafn harður þeim síðasta er það víst, að margir fá- tæklingar falla úr sulti og eymd, því að varla geta þeir dregið fram lifið á eintómum fiski og vatni, en mjöl, tólg og smjör hafa þeir ekki efni á að kaupa. Litilsháttar tólg, sem ég hafði keypt í fyrra haust eftir burtför kaupskipanna, varð ég að láta af hendi til verkamanna í fiskvinnunni, þar eð ekki einn einasti þeirra gat fætt sig sjálfur, hvorki á harðfiski né feit- meti. 1 sumar hefir enginn látið verzluninn tólg fala, þar sem landsmenn borga hana hærra verð sín á milli, en við getum gefið fyrir hana. Þetta er ástæðan til þess, að engin tólg verður send heim í ár. „Plett“-vörurnar, sem komu hingað 17Í8, ætla ég að láta kyrrar vera enn um eins árs skeið, en úr því sendi ég þær heim, þar sem ég hefi ekki getað selt eitt einasta stykki af þeim í þrjú ár. Hefðu þær verið úr hreinu silfri, tel ég víst, að ég hefði að minnsta kosti getað selt suma af bikurunum. En vörur sem þessar eru ekki að geðþótta Islendinga. Annaðhvort vilja þeir vöru úr hreinu og óblönduðu efni, eða þá alls enga. Þeir vilja að hver hlutur sé nefndur sínu rétta nafni og að þegar þeir spyrja, þá geti maður svarað þeim skorinort: Þetta er gull, silfur, eir eða tin. 26. apríl 1802. Líklega fáið þér ekki þetta bréf fyrr en ein- hvern tíma í sumar. Ekki er það þó mér að kenna. Ég hefi með eftirvæntingu beðið komu póstsins frá Suðurlandi, en hann kom nú ekki hingað fyrr en í dag og færði m.a. þær fréttir, að póstskipið ætti ekki að bíða endurkomu vesturamtspóstsins, heldur halda til Kaup- mannahafnar jafn skjótt og veður leyfði. Ástæð- an til þess, að pósturinn kom svo seint hingað, er sögð vera vetrarharkan og ófærð á fjallveg- um. Bréf þetta mun því verða sent til Kaup- mannahafnar með einhverju Suðurlandsskip- anna, sem fyrst snýr heim í sumar. Af Suðurlandi berast þær fréttir, að veturinn hafi þar verið ákaflega harður og að i Borgar- fjarðarsýslu einni, auk annarra sýslna á Suður- landi, hafi horfallið um 150 hestar, 50 kýr og fjöldi fjár. Allar nauðsynjavörur hafa komizt þar í geipiverð, t.d. tveggja til þrevetur sauður

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.