Baldur - 23.12.1950, Blaðsíða 10

Baldur - 23.12.1950, Blaðsíða 10
10 B A L D U R Góð og falleg jólabók. Sigurður Guðmundsson, málari, var einn af vormönnum lslands á árunum 1850—1874. Hann var list- málari, víst hinn fyrsti með þjóð vorri. En hann var líka margt fleira. Hann var sjáandi og hug- sjónamaður, gæddur brautryðjand- ans eldmóði; bar ást og rækt til alls fagurs í sögu lands vors og þjóðlifs, en hataðist við hverskonar yfirdrotnun og rangsleitni. Ýmsum fyrirmönnum landsins þótti hann óhæfilega „rauður“ á sínum tíma. Auk málaralistarinnar fékkst Sig- urður við söfnun og varðveizlu forngripa og lagði í það gífurlega fyrirhöfn. Má hann teljast faðir forngripasafnsins, sem nú heitir Þjóðminjasafn, þótt ýmsir aðrir leggðu þar holla hönd að verki. Eins og nærri má geta var lífs- starf Sigurðar ekki til þess fallið að fylla pyngju hans, skapa honum viðunandi lífskjör, i jafn umkomu- lausu þjóðlífi og þá var hér. Skilningsskortur á þjóðminjasöfn un Sigurðar var svo megn að hann Klausturbroðirinn. Framhald af 7. síðu. hverfi og hverfa út á vettvang lifs- ins, þar sem ekkert varir og ekkert glatast. Hann vildi sjá hvernig sá heimur er, þar sem Guð, dómarinn og veitandinn allrar umbunar, er aðeins þjónn, sem leysir af hendi skildustörf sin. skrifar vini sínum línur: „Fjöldi af mönnum hefir hingað til hæðzt að mér fyrir það fyrirtæki“.------- Ofan á þetta bættist brjóstveiki, sem lagði Sigurð að velli, rúmlega fertugan að aldri. Um Sigurð málara hefir verið skrifað nokkuð áður. Páll Briem, síðar amtmaður, reit æviágrip hans í Andvara, og Lárus Sigurbjörns- son, rithöfundur, skrifaði sitt af hvoru um hann í Skírni fyrir skemmstu. Nú hefir bókaforlagið Leiftur lát- ið prenta myndir af öllum verkum Sigurðar, sem náðzt hefir til, og gefið út í mjög smekklegri bók, sem send var á markaðinn fyrir stuttu. Eru myndirnar alls 55. Prentunin hefir tekizt vel, og er að öllu vel vandað til útgáfunnar. Flest eru þetta mannamyndir af ýmsum konum og körlum. Séra Jón Auðuns hefir séð um útgáfu bókarinnar. Hann hefir líka samið mjög skilmerkilega ævisögu Sigurðar málara, sem prentuð er framan við myndirnar. Skrifar séra Jón Auðuns af miklum hlýhug um listamanninn, áhugaefni hans, lífs- viðhorf, störf og kröpp kjör. Að öllu samantöldu, er þetta mjög eiguleg bók, tilvalin jólagjöf ungra sem eldri. Þess má líka geta að verði bókarinnar er mjög í hóf stillt, kostar hún aðeins kr. 65,00. Kr. J. 5 a Aðalfundur Ishúsfélags Isfirðinga h.fverður haldinn á skrif- | 1 stofu félagsins, fimmtudaginn 28. des. 1950 kl. 5 e.h. | Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. | | ísafirði, 5. des. 1950. Stjórnin. | Auglýsing um lögtak lllllllllllllllllllllllllllUlllllllUllllllllilllllllllllllllllllUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIBUIIIIIIlUlllllllllllllUllllllllllllllllllllllllllllllllllllIllllt 5 Innilegar þakU/ir fyrir allan hlýhug og uinsemd á | | afmæli mínu 7. nóuember síðastliðinn. | S E Lára Eðvarðsdóttir. E E = ;iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii«iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii«iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii E E Auglýsing nr. 22/1950. | E ( Frá skömmtunarstjóra j S Ákveðið hefir verið, að „Skammtur 19“, (fjólublár litur), af nú- | | gildandi „Fjórða skömmtunarseðli 1950“, skuli vera lögleg inn- § | kaupaheimild fyrir 500 gr. af sykri, frá deginum í dag og til loka | | þessa árs. | Jafnframt hefir verið ákveðið, að „Skammtur 18“, (fjólublár = S | litur), af núgildandi „Fjórða skömmtunarseðli 1950“, skuli vera | | lögleg innkaupaheimild fyrir 250 gr. af smjöri, frá deginum í dag | | og til febrúarloka 1951. | Þessir nýju skammtar eru því: hálft kíló sykur út á skammt 19, | | og kvart kíló smjör út á skammt 18. Verzlanir eru alvarlega áminntar um, að láta aðeins eina teg- | = und skömmtunarreita í hvert umslag, og blanda ekki þessum nýju | = , reitum saman við eldri reiti, og skrifa síðan á þau nákvæmlega 1 | vörutegund og magn. | Reykjavik, 6, desember 1950. i Skömmtunarstjóri. § Sliiliiliiliiliilliliiliililliiiilliilillllliiliiliiliililliiliiliiliiliiliiliiliiliiliiliililliiliilliliiliiliiliiliiliiliilllliiliiliiliiliiliiliililllli | I Nr. 50/1950. 1 Tilkynning i I m | Fjárhagsráð hefur ákveðið eftirfarandi hámarksverð| |á brauðum: Án söluskatts Með söluskatti | Franskbrauð 500 gr................kr. 2,18 kr. 2,25 | Heilhveitibrauð 500 gr............ — 2,18 — 2,25 | Vínarbrauð pr. stk................ — 0,58 — 0,60 § Kringlur pr. kg...................... — 5,58 — 5,75 | Tvíbökur pr. kg.........................— 9,70 — 10,00 | 1 Séu nefnd brauð bökuð með annarri þyngd en að ofanl Igreinir, skulu þau verðlögð í hlutfalli við ofangreint| fverð. | Á þeim stöðum, sem brauðgerðir eru ekki starfandi,| |má bæta sannanlegum flutningskostnaði við hámarks-| |verðið. | Ef kringlur eru seldar í stykkjatali, er óheimilt að| iselja þær hærra verði en sem svarar 6,00 kr. pr. kg. | Reykjavík, 30. nóv. 1950. Verðlagsskrifstofan. E “ llllll■ll■ll■ll■ll■ll■llllllllllllll■lllll■ll■lllll■lllll■ll■lllll■ll■llllllll■ll■ll■ll■ll■lllll■ll■ll■ll■lllll■ll■ll■ll■ll■ll■illlllll■ll■ll■ll■ll■lI■ll■ll■l^■ Lögtak hefur verlð úrskurðað fyrir ógreiddum útsvörum og fasteignagjöldum til bæjarsjóðs Isafjarðar fyrir árið 1950. Samkvæmt úrskúrðijnum má hefja lögtökin að átta dögum liðnum frá fyrstu birtingu þessarar auglýsingar. Það er mjög e'^ndregið skorað á þá gjaldendur, sem enn hafa ekkj lokið til fulls greiðslu á gjöldum sínum til bæjarins, að ljúka greiðslum, eða semja um skuldir sínar nú um næstu mán- aðarmót, svo ekki þurfi að koma til lögtaks. Isafirði, 22. nóvember 1950. Skrifstofa bæjarstjóra. Lögtak Lögtaksúrskurður hefir verið kveðijnn upp af bæjarfógeta fyr- ir öllum ógreiddum gjöldum tiji Hafnarsjóðs Isafjarðar, og verða þau tekin löktaki 8 dögum eftir fyrstu birtingu auglýsingar þess- arar. Isafirði, 22. nóvember 1950. HAFNARGJALDKERINN.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.