Baldur - 07.04.1952, Side 1

Baldur - 07.04.1952, Side 1
xvm. ÁRG. SAUðJDIl Isafjörður, 7. apríl 1952. 6. tölublað. Baráttan gegn dýrtíðinni. Árni J. Auðuns, skattstjóri. Fæddur 19. júní 1906 — Dáinn 26. marz 1952. NOKKUR MINNINGARORÐ. Árni J. Auðuns. Ég hygg að fátt hafi hryggt fólk hér í bæ jafn almennt og andláts- fregn Árna J. Auðuns, skattstjóra, er andaðist í Reykjavík 26. marz s.l. eftir stutta legu en miklar þjáningar. Að vísu kom þessi sorg- arfregn ekki með öllu óvænt, því að nokkrum dögum áður var hann fluttur helsjúkur með flugvél til Reykjavíkur og engin von talin að umskipti gætu orðið nema á einn veg, en þegar þess er minnst, að skömmu áður gekk hann til starfa í fullu fjöri, verður ekki annað sagt en að veikindi hans og dauða hafi borið mjög sviplega að. Það, sem einkum aflaði Árna J. Auðuns þeirra miklu og almennu vinsælda, sem hann ætíð naut, voru frábærir mannkostir hans, og vegna þeirra er hans svo almennt saknað. Hann var allra manna dag- farsprúðastur, einstaklega orðvar og umtalsfrómur um aðra menn, kurteis og alúðlegur í allri fram- komu, manna skemmtilegastur í vinahóp og kunningja, enda prýði- lega gáfaður og víðlesinn og gat því tekið þátt í umræðum um hvaða efni sem var. Þá var ekki síður ánægjulegt að spjalla einn við hann, og einmitt í slíkum við- ræðum komu mannkostir hans bezt í ljós. Því fór fjarri, að vinsældir Árna byggðust á því, að hann talaði eins og hver vildi heyra, þvert á móti hélt hann skoðunum sínum á mönnum og málefnum hiklaust fram, ef því var að skipta, en hon- um var mjög f jarri skapi allt þjark og þras um slíka hluti að óþörfu, og vinfengi gat hann bundið jafnt við málefnalega andstæðinga sem samherja. Árni J. Auðuns var fæddur á ísafirði 16. júní 1906, sonur merk- ishjónanna Margrétar Jónsdóttur og Jóns Auðuns Jónssonar, fyrver- andi alþingismanns. Hann var því af góðu bergi brotinn, þar sem for- eldrar hans voru af dugmiklu og gáfuðu fólki komin. í foreldra- húsum naut hann ágætasta upp- eldis og prýðilegustu menntunar, bæði heima og heiman. Þegar hann var orðin fulltíða, vann hann um margra ára skeið á skrifstofu hjá föður sínum, sem gegndi hér í bæ ýmsum ábyrgðarstörfum, eins og kunnugt er. Meðal þessara starfa má nefna embætti skattstjóra, sem Jón Auðunn gegndi síðustu árin, sem hann bjó hér. En er hann lét af því starfi og flutti með konu sinni til Reykjavíkur 1947, var Árni settur til að gegna embætt- inu. Nokkru síðar var honum veitt það og hélt því óslitið til dauða- dags. Þann 1. júlí 1950 kvæntist Ámi eftirlifandi konu sinni, Sigrúnu Ragnarsdóttur, Thorarensen. Vegna áðurgreindra mannkosta var Árni J. Auðuns einn þairra mapna, sem allir, er kynntust hon- um, sakna, og því méir sem þau Undir eins og Bretum barst á- kvörðun íslendinga um stækkun landhelginnar, gerðu þeir hefndar- ráðstafanir á þann hátt, að íslenzk fiskiskip voru látin sitja á hakan- um með löndun í Bretlandi, en er- lend skip, þar á meðal þýzk, látin ganga fyrir. 1 síðasta ófriði, þegar Bretar áttu í höggi við Þjóðverja, lögðu íslendingar sjómenn sína og skip í hættu til að flytja brezku þjóð- inni matvæli. Á þeim ferðum lét fjöldi íslenzkra sjómanna lífið fyr- ir morðtólum Þjóðverja og mörg- um íslenzkum skipum var sökkt. Eitt íslenzkt skip, vélskipið Helgi í Vestmannaeyjum, fór á þessum árum 60 ferðir með mat- væli til Bretlands. Fyrir það af- Fyrir nokkru byrjuðu að birtast í Þjóðviljanum smáletursgreinar undir fyrirsögninni: Hagtíðindi Þjóðviljans. Eins og yfirskriftin bendir til er í greinaflokki þessum drepið á ýms hagfræðileg mál, bæði erlend og innlend og mikinn fróðleik þar að finna. í Þjóðviljan- um 30. marz s.l. er í þessum grein- arflokki tekið til umræðu mál, sem snertir hvert mannsbarn á Islandi, en það er hin geigvænlega og stöð- ugt vaxandi dýrtíð á landi hér. Fer sú grein orðrétt hér á eftir: „Það er stefna ríkisstjómarinn- ar að vinna að því af alefli að stöðva hækkun dýrtíðar og fram- leiðslukostnaðar og athuga mögu- leika á lækkun hennar“. Ofanrituð klausa er tekin úr stefnuyfirlýsingu stjórnar Stefáns Jóhanns Stefánssonar — „fyrstu stjórnar Alþýðuflokksins á Is- landi“ — er tók við völdum í febr- úar 1947. Það var ekki verið að klípa af kynni voru nánari. En þyngst er þó sorg ungrar eiginkonu hans, aldraðra foreldra og syskina, sem nú .verða að sjá honum á bak í blóma lífsins, þegar framtíðin brosti við björt og fögur. En þeim má vera það huggun í sorg þeirra, að vinir hans þakka honum af al- hug ánægjulegar samverustundir og þeim kemur hann ætíð í hug, er þeir heyra góðs manns getið. Halldór Ólafsson. henti borgarstjórinn í. Fleetwood skipstjóranum á Helga, Hallgrími Júlíussyni, heiðurskjal. Skjal þetta er birt í Minningarriti, sem gefið er út í tilefni af afhjúpun minnis- merkis druknaðra við Vestmanna- eyjar og hljóðar svo í íslenzkri þýðingu: „Ráðhúsið, Fleetwood, Lanchasire, England. 25. april 1946. Til skipstjóra H. Júlíussonar. Borgarstjóri Fleetwood-borgar færir yður beztu þakkir og viður- kenningu fyrir framkvæmd yðar við matvælafluttninga yðar til brezku þjóðarinnar á 6 s.l. stríðs- árum, en á þeim tíma hafið þér siglt hingað 60 ferðir, eða 150 000 Framhald á 4. síðu. loforðunum: Af alefli skyldi unnið að því að stöðva hækkun dýrtíðar- innar og jafnframt skyldi athugað- ir möguleikar á lækkun hennar. Loforð hinna síðari Marshall- stjóma, Ólafs Thors og Steingríms Steinþórssonar var í svipuðum dúr. öll þjóðin veit að þessi loforð hafa verið svikin, enda aldrei mein ingin að þau yrðu efnd. Verðhækk- anirnar á þeim fimm árum, sem stjórnir Marshallflokkanna hafa setið að völdum, hafa verið bæði margar og miklar. Hér fer á eftir listi yfir verð- breytingamar á helztu neyzluvör- um almennings á þessu tímabili: Marzmánuður 1947 1952 kg. á kr. Kindakjöt ............ 10,85 15,25 Nautakjöt, steik ..... 15,00 21,53 Nautakjöt, súpukj...... 9,50 13,35 Kálfskjöt ............. 8,00 13,00 Saltkjöt .............. 8,00 13,00 Dilkaslátur, hvert .... 12,00 25,75 Ýsa, ný ............... 1,15 2,05 Þorskur, nýr .......... 1,10 1,85 Stórlúða, ný .......... 7,00 12,00 Koli .................. 2,90 4,50 Fiskfars .............. 4,00 7,80 Fiskbollur ............ 4,60 8,17 Nýmjólk (ífl.l.) ...... 1,98 3,05 Ný mjólk (í 1. máli 1.) 1,83 2,90 Rjómi, líter ......... 13,00 21,85 Skyr .................. 3,30 5,15 Smjör, ísl............ 30,00 38,10 Smjörlíki ............. 7,00 11,60 Niðurgr. smjörl.kostn. 5,00 Lýsi, i/2 fl........... 2,25 7,10 Mjólkurostur 40% .... 16,00 23,10 Egg .................. 16,80 26,75 Rúgmjöl ............... 1,44 2,97 Hveiti ................ 1,49 3,24 Hafragrjón ............ 1,67 4,45 Hrísgrjón ............. 2,05 5,51 Rúgbrauð (1500 gr.) 2,45 4,20 Normalbrauð (1250) 2,35 4,20 Fransbr. (500 gr.) 1,40 2,55 Kartöflur ............. 0,80 2,20 Sveskjur .............. 5,20 11,30 Rúsínur ............... 6,75 15,60 Strásykur ............. 1,99 5,34 Hvítasykur ............ 2,35 6,14 Kaffi, br. og malað .... 8,40 44,00 Kaffibætir ............ 7,20 13,21 Te, % lbs.............. 1,32 3,56 Kol, tonn .......... 238,00 658,00 Steinolía, líter ...... 0,53 1,20 Krystalsápa ........... 5,00 10,00 Þvottaefni, pr. pk.. 1,95 5,00 Það hefur sýnilega komið við pýngju manna að Marshallflokk- arnir hafa haft svo sterka aðstöðu á Alþingi sem raun ber vitni um. „Gleymt er þá gleypt er“

x

Baldur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.