Baldur - 07.04.1952, Blaðsíða 4

Baldur - 07.04.1952, Blaðsíða 4
Miklar umbætur á símstöð og símakerfi bæjarins. Aflafréttir. Áyfirstandandi vetrarvertíð hafa gengið héðan á veiðar 5 bátar frá Samvinnufélagi ísfirðinga og 3 frá h.f. Nirði. Afli Samvinnufélagsbátanna er sem hér segir til marzloka: Ásbjörn 229.022 kg. í 52 legum Gunnbjöm 81.557 kg. í 25 leg- um(vélabilun). Sæbjöm 165.275 kg. í 45 legum. Vébjöm 131.786 kg. í 35 legum. Finnbjörn 68.095 kg. (Togveið- ar). Allir þessir bátar lögðu afla sinn hér á land. Finnbjörn hefur verið á togveiðum frá 1. marz s.l. Afli Njarðarbátanna er til marz- loka sem hér segir: Bryndís frá 10/2 80.645 kg. Hafdís frá 9/2 177.062 kg. Auk þess ca. 20 tonn keila. Freydís frá 5/1 239.085 kg. Auk þess ca. 17 tonn keila. Bryndís lagði allan sinn afla hér á land, en Freydís og Hafdís, sem báðar stunduðu útilegur, fóm í kringum 20. febr. s.l. á veiðar við Faxaflóa og lögðu afla sinn þar á land. Þann 2. þ.m. lögðu þær hér á land afla, sem þær fengu út af Vestfjörðum, Freydís 21.890 kg. og Hafdís 17.830 kg. Um afla annara báta, sem héð- an hafa gengið, er Baldri ekki kunnugt. Fyrir og um s.l. mánaðarmót leit út fyrir að afli væri heldur að glæðast hér útaf. Fékkst þá talsvert af loðnu og einnig varð vart við smásíld í Djúpinu, en ekki tókst að veiða hana, þrátt fyrir til- raunir til þess. Nú hefur tíðarfar spillst og er ekki veiðiveður, verð- ur því ekki sagt hve lengi þessi aflahrota verður. Hjúskapur. Þann 8. marz s.l. voru gefin sam- an í hjónaband af sóknarpresti, séra Sigurði Kristjánssyni, ungfrú Sigríður Aðalsteinsdóttir, ísafirði og Jón Kristján Jónsson, Guð- mundssonar, Króksbæ, stýrimað- ur, Vestmannaeyjum. Andlátsfregn. Agnes V. Jónsdóttir, Mánagötu 5, andaðist 2. þ.m. Hún var fædd í Vatnsfirði í Norður-ísafjarðar- sýslu 16. júlí 1876. Frú Elín Jónsdóttir, Ijósmóðir, átti 65 ára afmæli 1. þ.m. Nýr borgari. ólafur, fæddur 15/3 1952, skírð- ur 1/4 1952. Foreldrar Þóra S. Þórðardóttir og Haraldur Stein- þórsson, kennari, Isafirði. Kosning 15. júní. Auglýst hefir verið, að kosning Laugardaginn 22. f.m. bauð Sigurður J. Dahlmann, símstjóri, fréttamönnum blaða og útvarps að skoða þær breytingar og umbætur, sem gerðar hafa verið á landsíma- stöðinni hér. Breytingar þær og umbætur, sem gerðar hafa verið, eru aðal- lega þessar: Afgreiðsla bæjar- og landsímans hefur verið flutt á efri hæð sím- stöðvar- og pósthúss. Hafa þar verið sett upp ný skiptiborð og af- greiðsla landsíma og bæjarsíma á daginn aðskilin. Við skiptiborðið, sem afgreiðir innanbæjarsímtöl, er hægt að tengja 540 númer, en þau eru nú aðeins 300 í notkun, og við það geta þrjár stúlkur unnið sam- tímis. Segja má að með þessari breytingu séu skiptiborð nú f jögur. en áður voru þau ekki nema tvö og landsímasamtöl afgreidd frá öðru þeirra. Á neðri hæð hússins er ritsími og loftskeytastöð auk pósthússins. Loftskeytastöðin hefur nú til um- ráða 4 senditæki og 7 viðtæki. Fer loftskeytaþjónustan fram allan sólarhringinn og getur sami mað- ur annast næturvörzlu á bæjar- alþingismanns fyrir Isafjörð í stað Finns sál. Jónssonar, fari fram 15. júní n.k. Kosið verður til loka yfir- standandi kjörtímabils. Samkvæmt lögum eiga framboð að vera kom- in fram 4 vikum og 3 dögum fyrir kjördag. Söngskemmtim. Ungfrú Ingibjörg Steingríms- dóttir hélt söngskemmtun í Al- þýðuhúsinu þriðjudagskvöldið 1. þ.m. á vegum Tónlistarfélags Isa- fjarðar. Á söngskránni voru 17 lög, 4 eft- ir íslenzka höfunda og 13 eftir er- lenda höfunda. Ingibjörg hefir dvalið í Dan- mörku um 4 ára skeið og numið þar söng, söngkennslu og píanó- leik. Hún er því fjölmenntuð í sönglistinni. Ingibjörg Steingríms- dóttir hefir þróttmikla rödd og kann vel að beita henni. Áheyr- endur tóku söng hennar líka vel og klöppuðu henni óspart lof í lófa og komst hún ekki undan því að endurtaka mörg lög og syngja aukalög. Áheyrendur voru alltof fáir og er síður en svo að það sé örfandi fyrir listamenn að sækja hingað eða fyrir Tónlistarfélag Isafjarðar að leggja í mikinn kostnað til að bjóða Isfirðingum góða tónlist, síma, landsíma og loftskeytastöð. Ennfremur geta skeytasendingar farið fram loftleiðis, verði bilanir á símalínum til annara staða og ganga þær skeytasendingar fljótar en með talsíma. Hefur loftskeyta- stöðin fengið til þess sjálfvirkt móttökutæki (ölduritara), sem getur sent og tekið á móti sam- tímis 100 orðum á mínútu, en áður gekk mjög misjafnlega að senda skeyti í loftlínu. Þá kvaðst símstjórinn vona, að ekki liði á löngu, þar til hægt yrði að senda skeyti á stuttbylgjum. Þá gat hann þess að uppsetningu 3 rasa fjölsíma milli Isaf. og Rvíkur, milli Isafjarðar og Reykjavíkur, verður þa hægt að afgreiða 3 sím- töl í einu í stað þess að nú er að- eins einn fjölsími með beinu sam- bandi við Reykjavík. Þegar þesssi nýju tæki eru komin í notkun, ættu hraðsamtöl milli Isafjarðar og Reykjavíkur að hverfa að mestu eða öllu leyti. Að endingu skýrði símstjórinn frá því, að á komandi sumri væru ráðgerðar miklar viðgerðir á jarð- sti’engjum í innanbæjarkerfi sím- ans á Isafirði. þegar aðsókn er ekki meiri en hún var á þriðjudaginn. — Undirleik annaðist ungfrú Elísabet Krist- jánsdóttir. ATVINNULEYSIS- SKRÁNING. Við atvinnuleysisskráningu, sem fram fór hér í bæ í febrúar- mánuði s.l., mættu alls til skráningar 37 manns. Þar af voru 22 fjölskyldufeður með 60 manns á framfæri og krónur 49.424,72 í samanlagðar tekjur s.I. þrjá mánuði, 14 einhleypir og ein stúlka með kr. 13.199,00 í samanlagðar tekjur á sama tíma. -------0------- „Gleymt er bá gleypt er“. Framhald af 1. síðu. sjómílur. óskandi yður góðra ferða. Alfred Wilkinson J.P. borgarstjóri“. I þessu skjali kveður við allt annan tón en nú kemur fram hjá brezkum fiskikaupmönnum og út- gerðarmönnum, sem láta höfuð- óvininn frá síðustu heimstyrjöld sitja fyrir íslendingum um við- skipti og hafa jafnvel við orð að loka brezkum höfnum fyrir ís- lenzkum skipum. Kristján Guðmunds- son, verksmiðjustjóri Hann andaðist í Reykjavík 26. marz s.l. Kristján var fæddur á Tannanesi í önundarfirði 26. júní árið 1900, sonur Guðmundar Sveinssonar bónda þar og konu hans Kristínar Friðriksdóttur. Hann lauk prófi í Verzlunarskóla íslands 1921, gerðist sama ár kaupmaður hér á ísafirði og rak hér verzlun til 1923, en á því ári stofnaði hann fyrstu fiskimjöls- verksmiðjuna hér á landi fyrir hertan fiskúrgang og starrækti þá verksmiðju til 1928. Eftir það kynnti hann sér framleiðslu stein- steypuvara á Norðurlöndum og Þýzkalandi, fluttist þá til Reykja- víkur, varð 1930 forstjóri h.f. Pípuverksmiðjan og gegndi því starfi til dauðadags. Kristján kvæntist 30. nóv. 1930 Sigríði Kristinsdóttur, Gunnars- sonar. Lifir hún mann sinn ásamt ungum syni þeirra. Kristján var að verulegu leyti alin upp hér á ísafirði og hér byrj- aði hann verzlunar- og verksmiðju- rekstur sinn. Þó að liðin séu full 20 ár síðan hann fluttist héðan, á hann hér enn margt vina og kunn- ingja, og móðir hans, háöldruð, og bróðir, Helgi bakari, eru bæði bú- sett hér. Allir þeir, sem Kristjáni kynntust, harma að hann er svo skyndilega burt kallaður á bezta aldri, enda er með honum til mold- ar genginn drengur góður og at- hafnasamur dugnaðarmaður. Ástæðan fyrir þessari framkomu Breta við þjóð, sem hefur lagt sig fram til að hjálpa þeim á þreng- ingatímum, er sú ein, að Islend- ingar hafa á algerlega löglegan hátt ákveðið að stækka landhelgi sína lítið eitt frá því, sem hún var ákveðin með samningi, er annað ríki gerði að þeim forspurðum og þeir hafa síðan orðið að hlíta í hálfa öld. Á þessu tímabili hafa Bretar rænt íslenzk grunnmið af óstjórn- legri frekju og yfirgangi, og þeir virðast nú meta þann ránsfeng meira en líf þeirra þegna sinna, er Þjóðverjar drápu í síðustu heim- styrjöld, og verðmætin, sem þeir eyðilögðu þá. Hins vegar vanþakka þeir nú á dólgslegast hátt aðstoð þá, sem íslendingar veittu þeim á þessum tíma, og sýna þar með, að á þeim sannast máltækið „gleymt er þá gleypt er“. -.... O-------- PÁSKAMESSUK: ísafjörður: Skírdag: Barnamessa kl. 11 f.h. Föstudaginn langa: Alm.messa kl. 2 e.h. Páskadag: Alm. messa kl. 2 e.h. Hnífsdalur: Páskadagur: Messað kl. 5 e.h.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.