Baldur - 23.12.1952, Síða 5
BALDUR
5
\
|
leiðis danskur og ókvæntur, en hafði íslenzka
ráðskonu. Voru þessir menn, „assistentinn"
og beykirinn einmitt feður hálf-dönsku bam-
anna tveggja, sem fæddust hr í kaupstaðnum
árið eftir, eins og áður er getið. Þá hafði
verzlunin einn vinnumann, íslenzkan, sem bar
hið óvenjulega nafn Jeljón og var Jónsson.
Var hann ekkjnmaður og ungur sonur hans
á vegum hans. Auk þessa var svo ein þjón-
ustustúlka og einn „púlsmaður“, bæði íslenzk.
Er þá talin fyrsta fjölskyldan. — Neðsta-
kaupstaðarverzlunin var elzta verzlunin í ísa-
fjarðarkaupstað og lengstum einna umfangs-
mest. Þó mun hagur hennar oft hafa staðið
með meiri blóma, en um þetta leiti, bæði fyrr
og síðar. Eigendur hennar voru danskir allt
til ársins 1883 og starfsmenn að jafnaði
danskir.
Næst er að nefna verzlun þá, er síðar gekk
jafnan undir nafninu Hæstakaupstaðarverzl-
un. Eigandi hennar fram til 1815 var ólafur
Þórðarson Thorlacius, kaupmaður á Bíldudal
og frá 1807 einnig kaupmaður í Stykkishólmi.
Eftir lát hans (1815) eiga erfingjar hans
verzlunina til ársins 1827, en þá er hún seld
Jens Jakob Benedictsen, syni Boga Bene-
diktssonar, verzlunarstjóra við Thorlaciusar-
verzlun í Stykkishólmi og reyndar fjárhalds-
manns erfingja Ólafs Thorlaciusar og yfir-
manns allra verzlana hans, á Isafirði, Bíldu-
dal og i Stykkishólmi. Verzlunarstjórinn hér
á Isafirði var Jón Jónsson frá Reykhólum og
hafði verið allt frá því Ólafur Thorlacius eign-
aðist verzlunina um aldamótin og til dánar-
dægurs, 1827. Verzlunarstjórinn var kvæntur
og átti, árið 1816, einn son. „Undir-assistent“
var Jón ólafsson, frá Tungu í Skutulsfirði,
ekkjumaður. Auk þess voru þarna á heimil-
inu tvær íslenzkar konur, önnur dóttir „undir-
assistentsins“, Guðrún að nafni. Er nú talin
sú fjölskyldan. Eigendur og starfsmenn þess-
arar verzlunar eru á þessum tíma íslenzkir.
Hús verzlunarinnar voru við Aðalstræti yzt og
mun nú ekkert þeirra standa uppi lengur,
nema íbúðarhúsið (Aðalstræti 42).
Þriðja verzlunin var þar sem síðar var kall-
að Miðkaupstaður (Miðhöndlunarstaður), eða
nánar tiltekið, þar sem nú er Aðalstræti 12.
Var hún nefnd „Det Söndenborgske Etablisse-
ment“. Hún var reist þetta sama ár (1816) og
voru eigendur hennar Jörgen Mindelberg og
félagar hans, danskir menn. „Assistent“ og
krambúðardrengur voru og danskir, en ráðs-
kona þessara manna var íslenzk ekkja, „yfir-
gefin af manni sínum“, og var hjá henni sex
ára gamall sonur hennar. Þessi verzlun stóð
ekki lengi.
Við höfum nú virt fyrir okkur ísafjarðar-
kaupstað eins og hann birtist okkur í mann-
talinu 1816. Hann var ekkert annað en verzl-
anirnar þrjár. En við skulum veita því at-
hygli, að tvær verzlananna eru danskar, en ein
alíslenzk, sem sé Hæstakaupstaðarverzlunin.
í ævisögu Sigurðar Breiðfjörðs eftir Gísla
Konráðsson er svo að orði komizt: „Var
honum (þ.e. Sigurði) því til utanfarar komið,
að hann þótti ófullkominn til starfa, en hort-
ugur, eðlisvitur og ókærinn". Og í æviágripi
Sveinbjarnar segir, að „Bogi Benediktsson,
frændi hans, er þá var verzlunarstjóri í
Stykkishólmi styrkti hann til fararinnar".
Sjálfur segist Sigurður hafa farið utan frá
Stykkishólmi á skipinu „Bíldal“. Það skip var
þá lengi búið að vera í eigu Thorlaciusarverzl-
ana, sem Bogi Benediktsson var nú fyrir.Bogi
og Sigurður voru náfrændur. Móðir Sigurðar,
Ingibjörg Bjarnadóttir, og Bogi voru bræðra-
börn, og þeir Sigurður því skyldir að öðrum
og þriðja. Af þessu virðist mega álykta, að
það er helzt og fremst Bogi Benediktsson, sem
fyrir frændsemissakir kemur Sigurði til iðn-
aðamáms í Kaupmannahöfn. Hann hefir
gjarnan viljað stuðla að því, að þessi ungi
frændi hans, sem á gelgjuskeiðinu virðist hafa
verið hálfgildings vandræðapiltur þótt vel
væri hann gefinn, eftir því sem Gísla Kon-
ráðssyni segist frá, yrði að manni. Ekki er
ólíklegt að Bogi, eða trúnaðarmenn Thorlac-
iusarverzlana í Kaupmannahöfn, hafi haft
hönd í bagga með Sigurði í útivistinni. Enn
sýnir það náin samskipti þessara frænda,
að Boga er skipuð varðveizla föðurarfs Sig-
urðar; hefir ef til vill verið umboðsmaður
hans við skipti dánarbús föður hans.
Ólafur kaupmaður Thorlacius var valmenni,
að vitnisburði samtímamanna. Geta mætti sér
til, að hann hafi einnig lagt Sigurði liðsinn:
sitt bæði um utanferð og í Kaupmannahafnar-
veru hans, látið hann njóta frændseminnar við
Boga, því Bogi var lengi starfsmaður Ólafs,
(Kafli sá, er hér birtist, er úr bók, sem liöf-
undur hefur í smíðum, og nefnist Ævisaga
Ljósvíkingsins. Fjallar hún ' um Magnús Hj.
Magnússon, alþýðuskáld og fræðimann á Vest-
fjörðum. Þegar Halldór K. Laxness ritaði liina
kunnu skáldsögu um islenzka alþýðuskáldið,
Ólaf Kárason Ljósvíking, hafði hann M. Hj. M.
til fyrirmyndar og til hliðsjónar í skáldverkinu,
svo sem kunnugt er. Margar aðrar sögupersón-
ur Laxness í þeirri bók eru einnig runnar úr
vestfirzkum jarðvegi. I bók G. M. M. er sögð
hin raunverulega saga og mun fróðlegt þykja
að bera saman ritin. En bók Gunnars mun
koma út á næsta ári, þá eru liðin 80 ár frá
fæðinga M. Hj. M.).
í baðstofunni í Efrihúsum gerðust margir
merkisatburðir. Drengurinn var ekki gamall,
þegar hann tók að gera sér grein fyrir um-
hverfinu. Hann var látinn sofa til fóta hjá
fóstru sinni, og lá þá oft andvaka, þegar aðrir
sváfu. Það var eitthvað óvenjulegt, sem sótti
að honum og hélt fyrir honum vöku. Stundum
var það ótti, stundum forVitni, eða þá að ein-
hverjar aðsvífandi hugsanir komu tilefnislaust
og héldu honum örum og heitum.
Baðstofan var í þremur stafgólfum og bjór-
refti að auki, þó eigi nema í öðrum endanum.
1 henni voru sjö rúm, þrjú undir hvorri hlið
og eitt undir bjórreftinu. Tvö stafgólfin voru
undir skarsúð, eitt undir langböndum og
árefti.
Hann óttaðist suma á heimilinu og fannst
snemma sem yfir sér vofði einhver hefnd, af
því að hann væri sífellt að gera forboðna hluti.
En þegar aðrir sváfu, var engin hætta á ferð-
um. Þá var hugurinn opinn fyrir undrinu
mikla, hinu margbreytilega lífi, sýnilegu og
ósýnilegu. Og með skapandi ímyndunaraflinu
hreifst hann burtu frá umhverfinu í veröld,
sem hann átti einn.
Þannig var það til dæmis með bænirnar og
versin, sem hann las á kvöldin, þegar hann
var háttaður fyrir ofan fóstru sína.
Versin urðu veruleiki, og þau svifu út úi
baðstofunni, út um hagann, upp í hlíðina, inn
yfir holtin. Hvert vers breiddi sig yfir visst
svæði og lá þar, eitt upp við Stórurétt, annað
fram við Litlurétt, þriðja fram á Gjáhrygg.
Og drengurinn var þar líka.
eða sjálfur veitt gáfum Sigurðar athygli. En
Ólafs naut ekki við nema skamma hríð, eftir
að Sigurður sigldi. Hann andaðist 1815, eins
og áður segir. En hvað sem nú er um þetta,
þá er það þó víst, að jafnan var hin bezta vin-
átta með þeim Áma, syni Ólafs Thorláciusar,
og Sigurði, og varð Ámi mikill styrktarmaður
Sigurðar síðar á lífsleið þeirra. Honum til-
einkar Sigurður Núma rímur, er hann orti á
Grænlandi, með þessum orðum meðal annarra:
„Þakklátan sýna þanka vil
þér, sem varst mér svo ör að gæðum....“
Hvort mundi nú vera líklegra, að Sigurður
Breiðfjörð yrði, þegar hann kemur úr sigling-
unni, starfsmaður við aldanska verzlun, sem
að jafnaði hafði danska menn í þjónustu sinni
nema þá til hinna óæðri verka, svo sem vinnu-
menn og „púlsmenn“ íslenzka, eða hjá al-
íslenzkri verzlun, sem að því er bezt verður
séð hafði helzt íslenzka menn við störf, og
Framhald á 10. síðu.
Þá tók hann að skynja, að hann var „fullur
af andagift“ og hugurinn „var þrunginn af
ýmislega löguðum hljómöldum“, en alla þessa
fyllingu fannst honum vanta birtu. Og hann
var annars hugar og oft viðutan.
Hann var bráðungur, þegar hann fór sér-
stklega að leggja hlustir við vísum, og vísurn-
ar smugu yndislega inn í huga hans. Og hann
mundi þær síðan.
Við þessa kynningu af vísum og rímuðu
máli létti og birti yfir huga hans. Og hann
tók að mæla í hendingum, svo að tal hans
sótti mjög í þann farveg. Þetta varð svo leik-
ur hans við mörg tækifæri, og um það, sem
fyrir augu bar, eins og þessi hending um
stúlkuna:
Lokka í eyrum hefur hún.
Þá var það, þegar hann lá vakandi í rúminu,
að hendur hans tóku að iða, og svo krotaði
hann með fingrunum á það, sem næst var á
sængina, á fætur fóstru sinnar, á vegginn.
Þetta var ekki skrift, en það var þörfin til
að skrifa, sem þarna var að brjótast fram.
Jana, það var Kristjana, dóttir fóstru hans,
hóf að kenna honum stafina í gömlu stafrófs-
kveri. Það var ræfilslegt og vantaði titilblaðið
á. En þetta gamla og ósjálega kver opnaði
honum leyndardóm hins ritaða og prentaða
orðs. Og skrefið frá þessu kveri var stórt, því
að næsta lærdómsbókin í lestri var Nýja-
testamentið.
Jana lét hann lesa og þurfti að útskýra
margt, því að margar torráðnar gátur urðu
á vegi drengsins. Þegar hann var að stafa
orðið djöfull, hélt hann að þar væri átt við
ull af sauðfé, og furðaði sig á því, að hvorki
var nefnd vorull né haustull, aðeins djöfull.
Upp frá þessu urðu bækur vinir hans, og
hann hvarf til þeirra, þegar hann mátti, — og
oftar en hann mátti.
Hann fann snemma, að enginn hugþekkur
bókmenntaandi var innan veggja í Efrihús-
um, þessvegna fannst honum jafnan, sem
hann færi með stolinn hlut, þegar hann var
með bók milli handa.
Þó sótti hann með áleitni í hverja skruddu,
Framhald á 8. síðu.
GUNNAR M. MAGNUSS:
I TVEIMUR HEIMUM