Baldur - 23.12.1952, Qupperneq 9
BALDUR
9
í Norðurfara, þá hafi þeir svarað óvininn af
höndum sér, svo að hann geti minnst þeirra
sem uppbyggilegra máttarstólpa félagsins, en
ekki eins og rotna trésins, sem engan ávöxt
bar“.
tlr Vestur-fsafjarðarsýslu 31/7 1880.
„ ... Vöruverð er hér hið versta í saman-
burði við undanfarin ár; kaupmenn bjóða enn-
þá ekki nema 45 kr. fyrir saltfisk, 34 kr. í
hákarlslýsi og 75—70 aura í ull, 32 kr. smá-
fisk, 24 kr. Ýsu. Verð á útlendri vöru er hér-
umbil sama og hjá ykkur nyrðra. Margir vona
að þeir muni bæta sig og fiskurinn komist í
50 kr. og ullin stígi að mun. Isfirðingar þurfa
jafnan langan tíma til að ákveða prísana, og
stendur grautargerðin oftast yfir fram í ágúst.
Kaupmenn, sem ekki eru búsettir á ísafirði,
Ijúka ekki upp sínum munni fyrr en herrarn-
ir í höfuðstaðnum hafa fullsoðið prísana, því
að það væri synd að segja að verzlunarkeppni
væri hér vestra.
Fundur sá, er ég minntist á í bréfi mínu af
27. maí, var því miður ekki fjölsóttur, þó var
þar tekið til umræðu eftir óskum ísfirðinga,
að reyna að koma á alþýðuskóla, sem átti að
standa á Rafnseyri í minningu Jóns sál. Sig-
urðssonar, og var öllum það áhugamál, sem
sjá má af því, að þegar komu samskot úr ein-
um hreppi hér um bil 900 kr., og má þó full-
yrða, að úr þeim sama bætist töluvert við.
Samskotum úr sýslunni á að vera lokið fyrir
18. sept., því að þá verður haldinn almennur
sýslufundur til að taka einhverja ályktun i
þessu mikilsvarðandi málefni, Vér erum sann-
færðir um, að vér með engu getum betur
heiðrað minningu hins ástkæra alþingismanns
vors, en ef vér getum komið alþýðuskóla á
stofn í minningu hans, því hann sýndi bæði
í ræðu og riti, hve mjög alþýðumenntun lá
honum á hjarta, og þetta ætti ekki að vera
oss ofvaxið fyrirtæki, ef vér höfum eindreginn
vilja, því jafnframt og vér reisum skóla í
minningu hins látna þjóðskörungs vors, þá
mun sjálfum oss og niðjum vorum ekkert
verða fremur til blessunar, því að það er viður-
kennt um allan hinn menntaða heim, að al-
þýðumenntunin sé hið nauðsynlegasta skil-
yrði fyrir hvert þjóðfélag, til þess að geta
náð sem mestum þroska og framförum í öllum
greinum, því skyldi oss þá ekki vera það lífs-
nauðsyn að afla oss sem mestrar þekkingar
í öllu vísindalegu og verklegu, sem oss er
frekast unnt, oss, sem búum á þessum út-
kjálka landsins, og enga stofnun höfum,
hvorki fyrir unga né gamla, að fráteknum
einum barnaskóla. Kæru sýslubræður! verum
ótrauðir, höfum samheldni, leggi hver af
mörkum, sem honum er mögulegt, það mun
oss ekki yðra, að koma skóla þessum á stofn,
það mun verða oss og niðjum vorum affarar
sælla heldur en vér offrum vorum versta af-
guði, vínfjandanum, svo hundruðum króna
skiptir á ári“.
Úr lsafjarðarsýslu 30/3 1881.
„Það hörmulega slys vildi til 10. f.m., að
áttæringi hvolfdi á uppsiglingu úr hákarla-
legu, skipið var frá Hólum í Dýrafirði. Skips-
höfnin öll, að einum undanskildum, komst á
kjöl, svo vildi heppilega til, að hinn mikli
afla- og dugnaðarmaður Andrés Pétursson var
á uppsiglingu og gat hann bjargað 6 af mönn-
unum, en tveir voru famir af kilinum, þegar
hann kom að. Formaðurinn, Stefán Guðmunds
son, og tveir aðrir, druknuðu, allir voru þeir
ungir og efnilegir menn. Dagana 30. og 31.
dundi ofsa veður yfir Vestfirði, alls staðar,
sem til hefur spurzt. Þá tók upp af sléttum
velli nýja, og að öllu vandaða, timburkirkju
að Núpi í Dýrafirði, sem óðalsbóndi herra
Guðmundur Bjamason lét byggja fyrir fjór-
um ámm, í henni vom ýmsir munir, sem að
öllu em tapaðir. Kirkjan má heita öll svo
mulin í sundur, að það litla, sem af henni hef-
ur fundist, er að litlu nýtt. Kirkjan skuldaði
fjárhaldsmanni sínum nálægt 1000 kr., sem
engin von er til að endurgjaldist, því sóknin
er fámenn og tíundir lágar, svo ekki er ætíð
hagur fyrir einstaka menn, að hafa umráð
yfir fé kirkna Túnið á Núpi hefur fengið stór-
skemmdir af möl og grjóti, sem vindurinn
hefur borið yfir það, svo það kemst ekki í
samt lag, sem það áður var, nema með ærn-
um kostnaði, eins stórkostleg eyðilegging
hefur ekki dunið yfir Núp, síðan hann byggð-
ist. 1 sama veðri tók upp áttæring og sex-
æring hjá herra Gísla Oddsyni á Loðskinnu-
hömmm og 12 tylftir af borðum, allt brotið
í mjöl, skaðinn mun nema um 1000 krónum.
Víða hefur frézt að brotnað hafi skip og
skemmdir á jörðum meiri og minni. Veður
þetta mun lengi minnisstætt hér vestra og
yfirhöfuð þessi vetur“.
í öðmm fréttabréfum frá þessum tíma, er
veðurs þessa einnig getið, t.d. segir í einu:
„Þá tók upp áttæring með stórviðum á, á bæ
einum á Rauðasandi, lyfti veðrið horium upp
yfir hús eða hey og braut hann í spón, er
hann kom niður hinsvegar. Annað skip (eða
bát) tók veðrið upp á bæ einum á Suðurfjörð-
um (við Amarfjörð) og sást eigi eftir af hon-
um annað en kjölurinn“.
Bréf úr Dýrafirði 1. jan. 1881.
.....Lítið heyrist nú minnst á skólann,
sem þeir hafa verið að tala um að stofna á
Rafnseyri til minningar um Jón heitinn Sig-
urðsson, og er það mál líklega sofnað svefnin-
um langa, sem hefur engan draum...“
(Bréfakaflar þessir eru úr blaðinu Norður-
fari, sem kom út á Akureyri 1860—1885).
Á tímabilinu, sem bréfin ná til, kom ekkert
blað út hér vestanlands. Þau eru því allmerki-
leg heimild í sögu Vestfjarða á þessum árum).
'■■liiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiii
HÁTIÐ AMESSUR:
| Isafjörður: |
Aðfangadagskvöld kl. 8.
Jóladag kl. 2 e.h. Á Sjúkrahús- |
inu kl. 3 e.h.
Sunnudaginn milli jóla og ný- 1
| árs: Barnamessa kl. 11 f.h. . |
| Gamlárskvöld kl. 8 e.h.
| Nýársdag kl. 2 e.h. |
| Sunnudaginn eftir nýár: Elli- |
heimilinu kl. 2 e.h.
Hnífsdalur:
Aðfangadagskvöld kl. 6 e.h.
Annan jóladag kl. 2 e.h. 1
| Gamlárskvöld kl. 10 e.h. |
llllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll
'JIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIillllllllllliUIHIIHIH, llllllil, lilllUI,111(1,11,1!,Il„l„l„l„
Jólabækur Vestfirðinga
Úr blámóðu aldanna
15 sagnaþættir skráðir af
Guðmundi Gíslasyni Hagalín.
Göngur og réttir IV. bindi
Birtir meðal annars fróðlegar og skemmtilegar
frásagnir af fjárleitum á Vestfjörðum.
NORÐRI
lill„l„l„l„l„l„■„l„l„■„l„l„llll„l„l„l„l„llll„■„■„l„■„l„l„l„l„■lll„l„l„l„■„l„l„l„llll„l„l„l„lll■„l„l„l„l„l„l„l„l„l„l„■„l„l„l„lml„llll„l„llll„l„l„l„l„ll'