Baldur - 23.12.1952, Qupperneq 10

Baldur - 23.12.1952, Qupperneq 10
10 BALDUR Tílkynníng frá Bókaverzlun Jónasar Tómassonar, Isafirði. Það tilkynnist hér með að frá 1. janúar 1953 hefi | ég selt Gunnlaugi Jónassyni verzlun mína á ísafirði og tekur hann frá þeim tíma við öllum skuldum | hennar og innstæðum, | ll_llll!lllllllllll]lllllllll!lllllllllllll|[|llll]llllll|llllllMIIIII]lll||||ll||l||l|l||||||||||||III|||||||||||||||l|||ll]l||||||||1|||l|1||||„ll1ll||l|nait Frá bankaútibúunum Frá þeim tíma tekur hann einnig við umboði því, sem ég hefi haft fyrir Bóksalafélag Islands og Happdrætti Háskóla Islands. Jafnframt því að tilkynna þetta, vil ég nota tæki- færið og þakka öllum viðskiptavinum mínum nær og f jær áratuga greið viðskipti og góð skil. Vona ég að Gunnlaugur, sonur minn, njóti í framtíðinni slíkra vinsemda, sem ég hefi notið hjá viðskipta- mönnum mínum. Isafirði, 15. desember 1952 JÓNAS TÓMASSON. Eins og sjá má á ofanritaðri auglýsingu hefi ég keypt Bókaverzlun Jónasar Tómassonar frá 1. jan- úar n.k., og mun frá þeim tíma reka hana á eigin ábyrgð en undir sama nafni og áður. Vona ég að verzlunin njóti áfram sama trausts og vinsælda sem ávalt hingað til og mun ég leitast við að hafa á boðstólum öll venjuleg ritföng og skólavörur, auk innlendra og erlendra bóka og blaða. Engin afgreiðsla í almennum sparisjóðsbókum eftir lokun miðvikudaginn 24. desember n.k., þar til 2. janúar 1953. ■■ — i — | | CTVEGSBANKI ÍSLANDS H.F. I I útibúið á Isafirði. LANDSBANKI ISLANDS útibúið á lsafirði. GLEÐILEGT NÝTT ÁR! ísafirði, 15. desember 1952 GUNNLAUGUR JÓNASSON. (iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiBii <iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiIiiiíiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii(iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiijiiiiiiiiiiiiiii Iðgjöld til Sjúkrasamlags Eyrarhrepps hækka í | | kr. 25,00 á mánuði, frá 1. janúar 1953. | Þeir sjúkrasamlagsmeðlimir sem ætla að skipta | | um heimilislækni þurfa að tilkynna gjaldkera það | | fyrir 10. janúar 1953. Einnig þurfa þeir, sem ekki | | hafa vaiið sér heimilislækni áður, að gera það fyrir | | sama tíma. | | Stjórnin. | III llllllllllllllllllllllllllllllllllllll lllllllllllllll llllllllll lllilllllllllll lllillllllllll ■lllllllllllllllllllllllllllll llllllllllllllllllllllllllllMIIIII ERLENDUR SÝSLUMAÐUR. Framh. af 7. síðu. endanna, Erlends og Mörtu, í fjör- unni í Vigur morguninn 29. des- ember 1857, hlökkun þeirra til bráðra endurfunda og væntanlegr- ar sameiningar í hjónaband, og svo hinsvegar þá köldu sæng, sem bóndaefninu var búin í skauti Isa- fjarðardjúps þennan sama dag, kemur mér í hug þetta stef eftir Matthías: Svo örstutt er bil milli blíðu og hels, svo brugðizt getur lánið frá morgni til kvelds. Marta Kristjánsdóttir í Vigur giftist tvívegis. Hið fyrra sinnið Sumarliða Sumarliðasyni, gull- smið, sem síðar var kenndur við Æðey, og bjuggu þau í Vigur. Eignuðust þau einn son og var hann skírður Erlendur. Þau Sum- arliði og Marta skildu. 1 annað sinn giftist hún Jóni Árnasyni, ættuðum úr Breiðafirði. Áttu þau heimili í svonefndum Fótartröð- um í Folafæti. Þeim varð barna auðið. Marta andaðist hér. á ísafirði 15. maí 1900. Hennar lífssaga varð harmsaga, en ekki verður hún sögð að sinni. óli Ketilsson. Sigurður Breiðfjörð Framhald af 5. síðu. auk þess var í umsjá og undir stjórn ná- frænda hans, er hafði styrkt hann til beykis- námsins, og var í eigu vinar hans og velgerð- armanns, Áma ólafssonar Thorlaciusar, er hann síðar dvaldi löngum hjá í Stykkishólmi? Er ósennilegt að gizka á, að þeir Ámi og Bogi hafi reynt að sjá Sigurði fyrir vinnu að beyk- isnáminu loknu? Þótt ekki væri öðru til að dreifa en þessum nánu tengslum Sigurðar við yfirmann og eigendur Thorlaciusarverzlan- anna, sem að framan getur, mundi hiklaust mega álykta, að Sigurður hefði orðið starfs- maður Hæstakaupstaðarverzlunarinnar frem- ur en nokkurrar annarrar verzlunar á Isafirði. En það, sem tekur af öll tvímæli um þetta, eru orð Gísla Konráðssonar í ævisögu Sig- urðar. Hann segir svo: „En út kom hann (þ.e. Sig. Breiðfjörð) á verzlunarskipi í ísa- fjörð til Jóns gamla faktors Jónssonar frá Reykjahólum, er þá var í þjónustu Thorlacius- ar stórkaupmanns". Þarf þá ekki frekar vitn- anna við. Hér er skýmm og ótvíræðum orð- um sagt til hverra Sigurður Breiðfjörð fór til starfa, er hann kom hingað árið 1818, sem sé til Hæstakaupstaðarverzlunarinnar. Sigurður Breiðfjörð hefir því ekki verið „kóngshöndlunarbeykir" við Neðstakaupstað- arverzlun á Isafirði. Því er engin leið, að benda nú á þau hús, sem hann vann og bjó í. Segja má, að það sé reyndar ekkert megin- atriði í sögu Sigurðar Breiðfjörð hvort hann vann heldur við þessa verzlunina eða hina, þegar hann var hér á ísafirði. En skylt er að hafa það sem réttast er í hverri grein. Og óþarft er að nota nafn Sigurðar Breiðfjörð að ófyrirsynju til þess að varpa ljóma á gömlu verzlunarhúsin í Neðstakaupstaðnum. Þeim er nægileg sú virðing, sem aldur þeirra skapar þeim. óli Ketilsson.

x

Baldur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.