Baldur - 17.06.1953, Side 2

Baldur - 17.06.1953, Side 2
BALDÍIR Ritstjóri og ábyrgðarm.: Halldór ólafsson frá Gjögri. Árgangurinn kostar 20 krónur. Lausasöluverð 75 aurar. Afgreiðsla Pólgötu 8. Til baráttu fyrir endurheimtu sjálfstæði. Sautjandi júní er af tveimur á- stæðum þjóðhátíðardagur Islend- inga. Hann er stofndagur lýðveld- is á íslandi 1944, og hann er fæð- ingardagur Jóns Sigurðssonar, þess manns, sem hæst ber í frelsis- baráttu þjóðarinnar. Það var bjart yfir hugum íslend- inga 17. júní 1944, aldrei hefur þessi sundurþykka þjóð verið eins sammála og samhent og þá. Að vísu heyrðust nokkrar hjáróma raddir, þar á meðal frá núverandi formanni Alþýðuflokksins, en sem betur fór gætti þeirra ekkert. Þann dag hefði engum Islendingi dottið í hug, að 9 árum síðar yrði hér í landi erlendur her samkvæmt ósk sumra þeirra þingmanna, sem þá samþykktu lýðveldisstofnun á Þingvelli. Þó er það staðreynd í dag. Og það hefur fleira gerst. ís- lendingar stjórna ekki lengur fjármálum sínum og atvinnumál- um. Sú þjóð, sem lýst hefur yfir ævarandi hlutleysi í ófriði og ekki borið vopn í aldir, hefur verið vél- uð til þátttöku I hernaðarbanda- lagi og stjórnendur hennar boða stofnun innlends hers. Af þessu er ljóst, að íslendingar standa nú í jafn harðri sjálfstæð- isbaráttu og fyrir 17. júní 1944. Allt sem þá ávannst hefur verið frá þeim tekið. Nú er svo komið að íslenzkir bændur verða að bind- ast samtökum um að hrynda er- lendum yfirgangseggjum af hönd- um sér, samanber mótmæli bænda á Vatnsleysuströnd gegn hernámi á jörðum þeirra. Á slíkum tímum er gott og nauð- sýnlegt að minnast manna eins og Jóns Sigurðssonar og samherja hans, og rifja upp það sem þeir hafa sagt og gert. Jón Sigurðsson þreyttist aldrei á að brýna fyrir löndum sínum þjóðfræðilegan og sögulegan rétt þeirra til sjálfforræðis. Hann barð- ist fyrir frjálsri innlendri verzlun og hvatti þá til að taka verzlunar- og atvinnumál í eigin hendur. Hann eggjaði til framkvæmda og nýbreyttni í landbúnaði og fisk- veiðum og fékk í lið með sér ýmsa víðsýnustu og athafnasömustu samtíðarmenn sína. Vér höfum um áratugi búið við innlenda verzlun og hér hafa orðið Skammtað úr miklar framfarir í atvinnumálum. En verzlunin er ekki frjáls á Is- landi í dag. Hún er einokuð af auð- hringum, erlendum og innlendum, og bankavaldi, sem ræna miljón- um króna úr vösum framleiðenda, sérstaklega sjómanna og útvegs- manna, vegna þess að á þeim hvíl- ir útflutningsfarmleiðslan ein- göngu. Þannig verður þjóðin, einnig á þessu sviði, að taka upp merki Jóns Sigurðssonar og samherja hans og berjast fyrir frjálsri út- flutningsverzlun á íslandi. En nú vaknar spurningin: Hver verður leiðtogi í þeirri baráttu? Til þess er enginn einstaklingur líklegur. Það hlýtur því að falla í hlut stjórnmálaflokkanna, eins eða fleiri. Er hugsanlegt að það verði Sjálf- stæðisflokkurinn, Framsóknar- flokkurinn eða Alþýðuflokkurinn? Áreiðanlega ekki. Allir þessir flokkar bera ábyrgð á því sem gerst hefur. Allir samþykktu þeir Kfrflavíkursamninginn, Marshall- samninginn, þátttöku í Atlants- hafsbandalagi og báðu um erlend- an her. Allir liggja þeir hundflatir fyrir hinu bandaríska valdi. Nýju flokkana tvo, Lýðveldisflokkinn og Þj'óðvarnarflokkinn, er óþarft að nefna í þessu sambandi. Þá er einn flokkur eftir, Sam- einingarflokkur alþýðu — Sósíal- istaflokkurinn. Hann einn hefur verið og er leiðtogi þjóðarinnar í þessari baráttu og hann einn er fær um að gegna því hlutverki. Liðsmenn Jóns Sigurðssonar í baráttu hans voru íslenzkir bænd- ur, sem þá voru fjölmennasta at- vinnustéttin, og ýmsir embættis- og menntamenn. Liðsmenn Sósíal- istaflokksins eru íslenzkt verka- fólk og sjómenn, sem nú skipa fjölmennustu atvinnustéttirnar, íslenzkir bændur og smáatvinnu- rekendur munu heldur ekki láta sinn hlut eftir liggja. Allar þessar stéttir eiga tilveru sína undir því, að Sósíalistaflokkurinn auki fylgi sitt í höndfarandi kosningum .en hernámsflokkarnir tapi. Nú þegar er ástandið þannig, að bandaríski herinn sogar til sín vinnuafl úr öllum byggðum landsins, svo að skip og önnur framleiðslutæki standa óhreyfð vegna mannaleysis og útflutningsframleiðslan stöðv- ast. Vinni hernámsflokkarnir á í þessum kosningum verður ástand- ið í þessu efni margfallt verra. Herinn mun þá taka til sín marg- falt meira vinnuafl en nú, til þess að framkvæma þau verkefni, sem hann hefur fyrirhugað og samið um við hernámsflokkana. Þá verð- ur stofnaður innlendur her og stærstu auðlyndir íslands, fossam- ir, leigðir bandarískum auðhring- um til virkjunar, en það er hlið- stætt því, að íslendingar hefðu leigt Bretum hluta af landhelgi sinni 1901. Með aðstoð fossa sinna ómakleg árás. Nokkru eftir að Sósíalistaflokk- urinn opnaði kosningaskrifstofu sína hér í bæ, var límd þar utan á gluggann svohljóðandi vísa: Gríms er undir gengin sól, gamall fölnar heiður. Kominn er í bjarnar ból Bakkaköttur leiður. Hér mun vera átt við Grím Kristgeirsson, rakara, sem í mörg ár hafði rakarastofu í sama húsi og kosningaskrifstofa sósíalista er nú, en hann er, eins og ísfirðingar vita, nýlega fluttur alfarinn til Reykjavíkur. Þó að Grímur sé fluttur héðan, er þar með ekki sagt að sól hans sé gengin undir, eins og höfundur vís- unnar segir, og vonandi verður þess langt að bíða. Þá er það mjög Fréttatilkynning frá LANDSBANKA ISLANDS um BÆTUR Á SPARIFÉ. Samkv. lögum um gengisskrán- ingu, stóreignaskatt o.fl., nr. 22, 1950, 13. gr., svo og bráðabirgða- lögum 20. apríl 1953, á að verja 10 milljónum króna af skatti þeim, sem innheimtist samkv. lögunum til þess að bæta verðfall, sem orðið hefur á sparifé einstaklinga. Landsbanka Islands er með fyrr- greindum lögum falin framkvæmd þessa máls. Samkv. augl. bankans í Lögbirtingablaðinu og öðrum blöðum landsins, verður byrjað að taka á móti umsóknum hinn 25. júní n.k. Hér á eftir er gerð stutt grein fyrir reglum þeim, er gilda um greiðslu bóta á sparifé. Skilyrði bótaréttar. 1) Bótarétt hafa aðeins einstak- lingar, sem áttu sparifé í spari- fjárreikningum innlánsstofnana eða í verzlunarreikningum fyrir- tækja á tíinabilinu 31. des. 1941 til 30. júní 1946. Innstæður á spari- sjóðsávísanabókum eru bótaskyld- ar, en hins vegar greiðast ekki bætur á innstæður í hlaupareikn- ingum og hliðstæðum reikningum. geta Islendingar framleitt marg- fallt meiri auðæfi en fiskimið þeirra gefa. Á kjördegi 28. júní n.k. er það í hendi hvers einstaklings, sem kosningarétt hefur, að sporna við því, að þetta gerist, og leiðin til þess er að greiða frambjóðendum Sósíalistaflokksins atkvæði. lsfirðingar! Látið ykkar hlut ekki eftir liggja. Kjósið frambjóð- anda Sósíalistaflokksins — Hauk Helgason. ómaklegt þegar sagt er, að heiður þessa sómamanns sé gamall og fölnaður. Grímur var einn af nýt- ustu borgurum þessa bæjar með- an hann bjó hér og verður það á- reiðanlega hvar sem er. E£ þetta „skáld“ vill endilega koma á framfæri svívirðingum um Grím Kristgeirsson, vill Baldur mælast til að hann birti þær ann- ars staðar en í glugganum á því húsi, sem Grímur starfaði í um tugi ára. Aftur á móti lætur Sósíalista- flokkurinn sér vel líka að honum sé líkt við Bakkaköttinn. Hann át nefnilega allt kattarskrattinn. Þessi samlíking verður því að á- lítast spá um mikinn kosningasig- ur flokksins, að hann, í stuttu máli sagt, gleipi öll atkvæði. 2) Bætur greiðast á heildar- sparifjáreign livers aðila í árslok 1941, svo framarlega sem heildar- sparifjáreign hans 30. júní 1946 er að minnsta kosti jafnhá heildar- upphæðinni á fyrri tímamörkun- um. En sé heildarspariféð lægra 30. júní 1946 en það var í árslok 1941, þá eru bæturnar miðaðar við lægri upphæðina. 3) Ekki eru greiddar bætur á heildarsparif járeign, sem var lægri en kr. 200,00 á öðru hvoru tíma- markinu eða þeim báðum. 4) Skilyrði bóta er, að spariféð hafi verið talið fram til skatts á tímabilinu, sem hér um ræðir. Þetta skilyrði nær þó ekki til sparifjáreiganda, sem voru yngri en 16 ára í lok júnímánaðar 1946. 5) Bótarétt liefur aðeins spari- fjáreigandi sjálfur á hinu um- rædda tímabili eða, ef hann er lát- inn, lögerfingi hans. 6) Bótakröfu skal lýst fyrir 25. október 1953, að viðlögðum kröfu- missi, til þeirrar innlánsstofnunar (verzlunarfyrirtækis), þar sem innstæða var á tímamörkunum, 31. des. 1941 og (eða) 30. júní 1946. Umsóknareyðublöð fást í öll- um sparisjóðsdeildum bankana, sparisjóðum og innlánsdeildum samvinnufélaga eftir 25. júní n.k. Sérstök athygli skal vakin á því, að hver umsækjandi skal útfylla eitt umsóknareyðublað fyrir hverja innlánsstofnun (verzlunarfyrir- tæki), þar sem hann átti innstæðu eða innstæður, sem hann óskar eftir að komi til greina við úthlut- un bóta. Að öðru leyti vísast til leiðbeininganna á umsóknareyðu- blaðinu. Heimilt er að greiða bætur þess- ar í ríkisskuldabréfum. Eftir lok kröfulýsingarfrestsins verður tilkynnt, hvenær bóta-

x

Baldur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.