Baldur - 17.06.1953, Qupperneq 4
BALPUR
Eggert Lárusson, Bolungarvík:
Erindi, sem aldrei var flutt.
Andlát.
Gunnar Þorsteinsson, klæðskera-
meistari, andaðist á heimili tengda
foreldra sinna í Reykjavík 4. þ.m.
Jarðarför hans fór fram frá tsa-
fjarðarkirkju í gær, 16. þ.m., að
viðstöddu fjölmenni. Séra Ingólf-
ur Ástmarsson, sóknarprestur að
Mosfelli í Grímsnesi, flutti hús-
kveðju og mælti blessunarorð yf-
ir hinum látna, áður en hann var
borinn til grafar, en sóknarprestur
séra Sigurður Kristjánsson flutti
líkræðu og jarðsöng.
Þessa mæta manns verður nánar
getið síðar hér í blaðinu.
Jón Auðunn Jónsson, fyrv. al-
þingismaður, andaðist í Reykja-
vík 6. júní s.l. tæpra 75 ára að
aldri.
-- t
Húsmæðraskólanum ósk var
sagt upp 10. þ.m. Skólinn var,
eins og venjulega, fullskipaður í
vetur. Nokkru fyrir skólaslit var
opin fyrir almenning sýning á
munum þeim, sem námsmeyjar
höfðu gert í vetur.
Skólastjórinn, fröken Þorbjörg
Bjarnadóttir, sleit skólanum með
ágætri ræðu og ein af námsmeyj-
um þakkaði skólastjóra og kennur-
um fyrir hönd nemenda og afhenti
skólanum útvarpstæki að gjöf frá
þeim.
Við þetta tækifæri afhenti frú
Elín Jónsdóttir, ljósmóðir, ^skólan-
um að gjöf mynd af fyrsta skóla-
stjóra skólans, frú Fjólu Stefáns-
dóttur Fjelsted. Gjöfin var frá
námsmeyjum á fyrsta námskeiði
skólans, en þær voru 12, eru allar
á lífi og áttu á þessu ári 40 ára
námsafmæli.
Af gestum tóku til máls frú
Hólmfríður Jónsdóttirí magister,
Ásberg Sigurðsson, form. skóla-
nefndar, og frú Sigríður Jónsdótt-
ir, kaupmaður.
--------O---------
GUÐNÝ BJÖRNSDÓTTIR.
Framhald af 3. síðu.
Við húskveðjuna var litla dótt-
irin skírð hjá kistu móður sinnar
og hlaut nafn hennar^ Guðný
Margrét.
Lík Guðnýjar var flutt til Reykjav.
til greftrunar og jarðsungið frá
Fossvogskirkju 12. þ.m. að við-
stöddu fjölmenni. Þeirri athöfn
var útvarpað.
Minning Guðnýjar Björnsdóttur
er hugljúf öllum, sem þekktu
hana. Henni fylgdi ekkert annað
en gleði og gæði hvar sem hún
fór. Við andlát hennar er þungur
harmur kveðinn af ættingjum
hennar og vinum, en sárust er
sorg eiginmannsins, sem misst
GÓÐIR FÉLAGAR!
Það var engin tilviljun að frí-
dagur verkamanna var valinn á
þeim árstíma, sem öll náttúran á
norðurhveli hnattar vors er að
losna úr spennitreyju vetrarins og
búast til þjónustu lífsins og ljóss-
ins. Það var hliðstætt verkalýð
ýmsra landa, sem byrjaður var að
losa sig úr spennitreyju auðvalds-
ins.
í hvaða tilgangi var dagurinn
valinn? — Sá tilgangur var marg
þættur.
hefur ástríkan lífsförunaut
eftir gleðiríka en alltof stutta sam
búð og litlu stúlkunnar, sem ekki
auðnaðist að njóta kærleika og um-
hyggju móður sinnar, og við, sem
Guðnýju þekktum, vitum hve mik-
ið það barn hefur misst.
Vonandi verður þessi litla stúlka
í fyrsta lagi átti hann sam-
kvæmt kjörorðinu, „öreigar allra
landa sameinist“ að vera samein-
ingartákn og áminning til fólksins
um að gjöra það að veruleika. í
öðru lagi eiga menn að koma sam-
an, líta yfir farin veg og búa sig
undir það, sem framundan er. 1
þriðja lagi lyfta sér upp frá önn
hversdagslífsins með sameiginleg-
um gleðskap.
Nú langar mig til að fara örfá-
um orðum um annan lið þessarar
upptalningar.
föður sínum til gleði og ánægju og
ásamt minningunni um ástríka
móður hennar sólargeisla hans á
lífsleiðinni.
Ég þakka Guðnýju Bjömsdóttur
ánægjulegar samverustundir.
Blessuð sé minning hennar.
Halldór ólafsson.
Er þá íyrst að harma það ó-
gæfuspor, sem stígið var, þegar
verkafólk hér á landi afhenti auð-
valdinu völdin í aðalsamtökum
sínum og í mörgum félögum innan
þeirra. Og það er kaldhæðni ör-
laganna að Alþýðuflokksmenn áttu
alla sök á því óhappi og afleiðing-
um þess, sem nú eru öllum Ijósar
og enn ekki séð fyrir endan á.
Komi til þess að núverandi stjórn
haldi völdum eftir kosningar er
víst, að herskylda verður lögleidd,
það er leyft í stjórnarskránni. En
sá her verður aldrei notaður til
annars en að halda verkafólki
nægilega nálægt sultarstiginu,
svo að. það verði nægilega auð-
sveipt til að mala gull fyrir þá
háu herra, sem njóta ávaxtanna af
vinnu þess.
Það er ein leið til að veita þess-
ari stjórn hvíld frá störfum og
hún er mjög auðfarin. Leiðin er
sú, að allir vinnandi menn og kon-
ur á landinu taki höndum saman
og kjósi til þingsetu þá menn
eina, sem öruggt er að vinni að
hagsmunum þeirra. Og það merki-
lega hefur skeð, að hér á íslandi er
starfandi einn stjórnmálaflokkur,
Sameiningarflokkur alþýðu — Sós-
íalistaflokkurinn, sem aldrei hefur
brugðist verkafólki í baráttu þess
við auðvaldið.
Um þennan flokk þarf verkalýð-
urinn að fylkja sér og gera hlut
hans sem mestan.
--------0--------
17. j úní.
Eins og að undanförnu verður
Þjóðhátíðardagurinn 17. júní hald-
inn hátíðlegur hér á Isafirði.
Það er bæjarstjórnin sem sér
um hátíðahöldin og allan undirbún-
ing þeirra. Til skemmtunar verð-
ur: Ræður, söngur, hópganga
skáta og íþróttamanna, íþrótta-
keppni, s.s. handknattleikur, knatt-
spyrna o.fl.
Að lokum verða svo dansleikir
í samkomuhúsum bæjarins. Allur
ágóði af deginum rennur til bygg-
ingar Elliheimilis.
------7-0--------
Framboðsfundir á ísafirði.
Framboðsfundir á Isafirði hafa
verið ákveðnir fimmtudaginn 18.
júní og mánudaginn 22. júní.
Fundirnir verða í Alþýðuhúsinu
og mun þeim verða útvarpað.
--------O--------
GJAFIR
til björgunarsjóðs Vestfjarða:
Frá N.N. kr. 100,00; frá ó-
néfndri konu kr. 1000,00; minn-
ingargjöf um Kristján Þorsteins-
son, ísaf, frá Guðm. Guðmunds-
syni, skipstjóri, kr. 100,00; frá
ónefndri konu kr. 100,00; frá ó-
nefndum gömlum sjómanni kr. 50,
00. Samtals kr. 1350,00.
Kærar þakkir. — Kr. Kristjáns-
son, Sólgötu 2, Isafirði.
Bændúr gegn bandarískum her
1 maímánuði s.l. gerðust þau tíðindi að bandaríski her-
inn rændi löndum bænda á Vatnsleysuströnd með sam-
þykki Guðmundar I. Guðmundssonar, hernámsstjóra og
frambjóðanda Alþýðuflokksins í Gullbringu- og Kjósar-
sýslu, hóf þar skotæfingar og aðra eyðileggingaraðgerðir.
Bændur undu þessu ráni illa, sem von var, og sendu
Bjarna Benediktssyni og Guðmundi hernámsstjóra, efir-
farandi mótmæli.
, Við undirritaðir landeigendur í Vatnsleysustrandar-
hreppi bönnum hér með stranglega allar hernaðaraðgerð-
ir, þar með taldar skotæfingar og umferð erlendra herja
um lönd okkar.
Við mótmælum þeim aðgerðum sem þar hafa fram farið
og þeirri ósvífni að leyfa slíkt að oss forspurðum.
Við krefjumst fullra skaðabóta fyrir öll spjöll, óþægindi
og tjón sem við höfum orðið fvrir og kunnum að verða af
völdum skotæfinga og að þeir menn sem leyft hafa þessar
aðgerðir í heimildarleysi voru verði látnir sæta þeirri
þyngstu refsingu sem lög leyfa að beitt sé gegn land-
ræningjum.
Vatnsleysustrandarhreppi, Gullbringusýslu, 25. maí 1953“.
Mótmæli þessi voru undirrituð af 14 bændum eða þeim
öllum, sem orðið höfðu fyrir ásælni hins erlenda hers.
Árangurinn varð líka sá, að skotæfingarnar hættu og
bændur fengu aftur fullt umráð yfir jörðum sínum.
Þessi einarðlegu og ákveðnu mótmæli Vatnsleysustrand-
arbænda og sá árangur, sem með þeim náðist, er stærsti
sigurinn í baráttunni gegn her í landi. Með því er sýnt að
jafnvel hinn erlendi her og innlendir skósveinar hans láta
undan einhuga samtökum almennings.
Islendingar geta, ef þeir eru nægilega einhuga og sam-
taka um það, hrakið erlenda herinn af höndum sér.