Baldur - 23.12.1954, Síða 7

Baldur - 23.12.1954, Síða 7
BALDUR 7 ÞIÐ EGNIÐ GUÐ TIL HEFNDA . . . Framhald af síðu 4. allt það, er fyrir féll, og fékk prófastur ekki við ráðið. Það var hið síðasta vor, sem hann lifði, 1865, að veður var gott einn sunnudag, og létu kaupmenn, þegar að morgni, breiða saltfisk nær því þurrann, svo mikinn sem mest mátti og komið varð á reitana, og vann að því fjölmenni allt að miðjum degi. Messudagur var á Eyri og gat prófastur sungið messu með meðhjálp- ara sínum og þremur mönnum öðrum, en allur fjöldi fólks var við fiskvinnu. Þegar embætti var lokið, gengur prófastur úr kirkju í hempu sinni þvert á móti því, sem leið hans lá upp til bæjar á Eyri, en nú gengur hann beina leið niður að fiskreitum, þar sem kaupmenn stóðu og sögðu mönnum fyrirverkum. Þegar þangað kom, nemur pró- fastur staðar og mælti: „Þið egnið guð til hefnda en mig til ó- bæna“ — að því búnu snýr hann heim til bæjar að Eyri og gekk hvatlega. — En allt í einu kom úr heiðbjörtu veðri, sú hellirigning ofan yfir allan fiskinn upp í loft, að hvert mannsbarn, sem úti var, hljóp í hús inn, og þó ekki sumir fyr en þeir voru hold votir, og stóð rigningin allt til kvölds, látlaust, en mikið af fiskinum varð ónýtt til verzlunarvöru. Sá, er þetta ritar, var þá á ferð á Isafiröi og í kirkju þar þennan dag, sá til ferða Ilálfdáns prófasts og man vel eftir regninu enn, 52 árum síðar þegar þetta er ritað.“ Sighvatur Grímsson Borgfirðingur. (Prestaævir) á meðvitundinni, að þessi stund nálgast, þrátt fyrir alla andstöðu og ofsóknir. Og boðskapur frelsisins mun verða fluttur öllum mönnum. Og þegar núverandi minnihluti verður hinn sigri hrósandi meirihluti með valdið á bak við sig, mun hann með við- höfn gera þá irestu byltingu, sem sagan getur um, bæði í félagslegu og efnalegu til- liti. Þá skal öll veröldin verða samræmd vinnandi heild, þar sem ein þjóð hjálpar annari. Ég sé bjarma fyrir nýjum degi öllu mann- kyni til handa. Þjóðirnar eru að vakna. Á sínum tíma verða þær sér meðvitandi um rétt sinn. Þegar sjómaðurinn siglir um hitabeltis- höfin og leitar tilbreytingar í hinni erfiðu varðstöðu sinni, beinir hann sjónum sínum að suðurkrossinum, sem slær daufum bjarma á stormúfið hafið. Eftir því sem líður á nótt- ina, færist stjörnumerkið til á himinhvelf- ingunni, og við snúning jarðar breytist svip- mynd hennar. Með stirndum fingri sínum, markar guð tímann á hina miklu skífu him- inhvolfsins, og þó að engin klukkuslög telji tírriann, veit sá, sem er á verði, að líður á nóttina, að vaktaskipti og hvíld eru í nánd. Hin mikla von gagntekur þjóðirnar unn- vörpum, því að stjarna frelsisins gefur þeim til kynna, að dimmasta svartnættið er liðið hjá og gleðin kemur með rísandi degi. Nú er ég reiðubúinn að hlýða dómi mínum og ganga örlögunum á vald. Hugleiðing um horfið barn. Hún fór að heiman björt með bros á vör. En börnin þurfa jafnan margt að skoða, og af því hafa sum ei fljóta för og farið geta þau sér líka að voða. Hvort tafðist hún um skeið í ljúfum leik við lítil börn og hoppaði af kæti, en varð svo hljóð og eins og eitthvað smeik áttavillt á dularfullu stræti? Hvar er mamma? kvað hún máske lágt, en kringumstæður vörðust allra frétta. Hvar er mamma? hrópaði liún svo hátt og hljóp á braut. — En staðreyndin varð þetta: Hún komst ei heim, en villtist fram á fjöll. Þið finnið um það grein í svörtum ramma. Á mosasæng varð ævi hennar öll og aldrei framar spyr hún: Hvar er mamma? Ég horfi út í himins bláan geim og hugleiði þá spurning, drottinn góður: Hví leiddir þú ei litla barnið heim og lézt það aftur finna sína móður? Ó, mikli guð, er sorgin hljóð þitt svar? Hún svífur hér um gáttir loft og þil og inn með sér þá bitru hugraun bar, fyrst barnið dó, að þú sért ekki til. Afi og amma. Afi minn og amma gamla alþjóð kveðja senn. 1 lága bænum, bak við fjallið basla þau samt enn. Þótt gamla fólkið gerist margt á geðsmununum stirt og því finnist, er þrekið dvín, að það sé lítilsvirt, er afi gamli ætíð kátur enda þótt hann sé afgamall og yfirkominn undir krossins tré. Og amma, sem var fögur forðum fölnuð er og hrjáð. Hún eldar graut og yrkir ljóð, sem aldrei verða skráð. Þau hafa bæði strítt í ströngu staðið um það vörð að komast af sem kallað er þótt kjörin væru hörð. Og afi minn og amma gamla alþjóð kveðja senn þreytt, en sæl í sinni trú og sátt við guð og menn. Har. Stígsson. Sonur gefur foreldra sína saman í hjónaband. Framhald af 5. síðu. Þau hjón skorti 15 vikur til að hafa verið 55 ár í hjónabandi. Sighvatur Borgfirðingur, sem var sveitungi séra Jóns í Kald- rananeshreppi og skrifaði ævisögu hans eftir hans fyrirsögn, lýsir honum á þessa leið: Séra Jón var ágætlega lærður maður, einkum í tungumálum, latínu og grísku. Hann talaði Frakknesku svo vel, að Frakkar sjálfir sögðust ekki geta gert mismun á honum og innfæddum mönnum í Frakklandi. Hafði hann við þá mikil kynni meðan hann var í Dýrafirði og hafði af því oft heiður og hagnað. Hann þótti bera mjög af öðrum að kenna ungum mönnum, og var svo hið Síðasta æviár hans, að hinn blindi háaldraði maður fékk nýtt fjör, þegar hann fékk færi á að fræða aðra og útlistaði þá hvert fram- andi orð svo undrum gegndi, enda hélt hann óskertu minni og sál- arkröftum til dauðadags og lá aðeins fáa daga banalegu sína. Hann var meðalmaður á hæð og gildvaxinn, með dökkt hár og skegg, sem varð hvítt fyrir hær- um. Daði fróði segir að hann væri lipur gáfumaður og vel lærð- ur, en mesti fríþeinkjari." Þá getur Sighvatur þess, að séra Jón hafi veitt frönskum sjó- mönnum margskonar fyrirgreiðslu og aðstoð, og hafi fengið senda peninga að launum með herskipi að Söndum. Einnig hafi franski vísindamaðurinn Páll Gaimard, sem ferðaðist hér um land 1838 og Jónas Hallgrímsson orti til kvæðið ,,Þú stóðst á tindi Heklu hám“,. sent Jóni „byssu með öllu tilheyrandi, og var hún hinn kostuglegasti gripur“. Þó sá Páll Gaimard séra Jón aldrei, en hafði spurnir af lærdómi hans og við- skiptum við franska sjómenn. HÁTÍÐAMESSUR. lsaf jörður: Aðfangadagskvöld kl. 8 e.h. Jóládag kl. 2 e.h. í kirkjunni, á sjúkrahúsinu kl. 3 e.h. Gamlársdag kl. 8 e.h. Nýársdag kl. 2 e.h. 1. sunnudag eftir þrettánda kl. 2 á elliheimilinu. Hníf sdalur: Aðfangadag kl. 6 e.h. Jóladag kl. 5 e.h. Súðavík: Annan jóladag kl. 2 e.h. Skutulsfjörður: sunnudag 2. janúar kl. 2 e.h.

x

Baldur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.