Baldur - 31.07.1957, Side 2
2
B A L D U R
r,~- ■ —^
ju’ih 70 áium....
i>tt«»i«iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii:iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii
s Útgefendur: Sósíalistafélögin á Vestfjörðum. |
- Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Halldór Ólafsson. 1
5 S
;; Árgangurinn kostar kr. 20.00. Gjalddagi 1. júIL |
g Lausasöluverð 1.00 króna. g
s =
M m
Niiiaiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiuaiiiiiaiiliiaiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiaiiiiiiiiaiiaiiaiiaiiiiiaiiiiiaiiiiiiiiiiianaiiiiiaiiaiiaiiiiiaiiaiiaii
Vinur vestræns lýðræðis
S. L. FÖSTUDAG gerðist sá at-
burður í einu ríki Mið-Ameríku,
Guatemala, að forseti landsins,
Castillo Armas, var myrtur í for-
setahöllinni af einum lífvarða
sinna. Mbrðinginn stytti sér aldur,
undireins og hann hafði framið
ódæðið.
ÚT AF FYRIR SIG er þessi
morðsaga 'ekki umtalsverðari en
aðrar slíkar. En ástæðan til þess,
að hennar er getið hér, eru þau
ummæli, sem höfð voru eftir Eis-
enhower forseta Bandaríkjanna,
að hinn myrti maður hafi verið
sérstakur vinur og stuðningsmað-
ur vestræns lýðræðis, og því sé að
honum mikil eftirsjón.
ÞAÐ MÆTTI HALDA, að mað-
ur, sem fær slík eftirmæli frá
æðsta manni jafn víðkunnrar lýð-
ræðisþjóðar og Bandaríkjamanna,
hafi haft meira en lítið til síns
ágætis, að þar hafi veriö um að
ræða sannan framkvæmanda lýð-
ræðis og mannréttinda. Þessi lof-
legu ummæli forsetans gefa því til-
efni til að rifja upp hvernig þessi
lýðræðisvinur framkvæmdi hug-
sjónir vestræns lýðræðis.
ÁRIÐ 1954 sat að völdum í
Guatemala frjálslynd og umbóta-
sinnuð lýðræðisstjórn. Hún hafði
m. a. tekið land af auðugum stór-
jarðeigendum og skipt því milli
jarðnæðislausra bænda. Þessi ráð-
stöfun kom sérstaklega illa við
bandaríska auðhringinn United
Fruit, sem átti þarna stór land-
flæmi og var einskonar Bogesen,
sem öllu réði.
Þessi auðhringur fékk nágranna-
ríki Guatemala, Honduras, til að
gera innrás í landið. Sú innrás
hófst 20. júní 1954, og henni lauk
eftir fárra daga harða viðureign,
með algerðum ósigri lýðræðis-
stjórnar Guatemala. Forseti þeirr-
ar stjórnar, Jacob Arbenz, flúði
land og innrásarherinn, undir
stjóm Castillo Armas, réði þar
lögum og lofum.
HÓFST ÞÁ í landinu blóðidrif-
in hvít ógnaröld, fjöldahandtökur
og fjöldamorð. Þingið var leyst
upp, þeim, sem voru í vitorði með
innrásarhemum, þ. e. a. s. föður-
landssvikurum, gefnar upp sakir,
en lýðræðissinnar hundeltir, hand-
teknir og myrtir hvar sem til
þeirra náðist. Jarðir, sem lýðræðis-
stjói’nin hafði afhent bændum,
voru fengnar fyrri eigendum.
Saga þeirra átaka, sem fram
fóru í Guatemala þessa júnídaga,
verður ekki sögð hér. Þjóðin varð-
ist innrásinni af mikilli hreysti, og
það var ekki fyrr en herforingjar
landsins frömdu stjórnlagarof og
stofnuðu stjórn, sem brátt féll þó
fyrir innrásarhernum, að fullur
sigur vannst á lýðræðisstjórninni.
Það voru svik innan frá sem úr-
slitum réðu.
ÞETTA ER í stuttu máli saga
þessa „vinar vestræns lýðræðis“,
sem forseti Bandaríkjanna kallaði
svo. Á þennan hátt álítur einn
kunnasti forustumaður lýðræðis-
þjóðar að framkvæma eigi hugsjón
þess lýðræöis, sem vestrænar þjóð-
ir státa nú mest af, og telur þann
mann, er það gerir, sérstaklega
lofsverðan. Sjálfsagt er bandaríski
auðhringurinn United Fruit og
aðrir af sama sauðahúsi honum
sammála. I eyrum flestra annara
hljóma þessi lofsyrði forsetans um
valdaræningja og einræðisherra
Guatemala sem örgustu öfugmæli,
og ekki geta þau talist komplement
fyrir vestrænt lýðræði.
—0O0—
I boði F. I.
Framhald af 1. síðu.
þessum stað. Félagið nýtur þarna
vaxandi trausts og álits, flugvélar
þess eru mjög eftirsóttar, einkum
nýju Vxscount-vélarnar, og það er
íullkomlega samkeppnisfært við
önnur liliðstæð flugfélög.
Eftir stundardvöl á skrifstof-
unni, var farið til eins bezta
greiðasölustaðar í borginni, Hótel
Vivax, og sest þar að veizluborði.
Meðan setið var undir borðum,
voru nokkrar ræður fluttar, en að
máltíð lokinni var farið í Tívolí,
þessi fagri skemmtistaður Kaup-
mannahafnarb'úa skoðaður og
horft á ýms skemmtiatriði, sem
þar voru á boðstólum. Að því búnu
var gengið heim í gistihúsið, lá þá
leiðin u i. Strikið, eina fjölfömustu
götu Kaupmannahafnar, þar sem
margir landar hafa átt leið um
bæði fyrr og síðar. Þegar til gisti-
hússins kom, fór hver til síns her-
bergis og tók á sig náðir, eftir við-
burðaríkan og skemmtilegan dag
Framhald.
Júní 1887.
VEÐURBLIÐA 1 DAGSTÆÐAR
ÞRJÁR VIKUR: — I bréfi frá
Djúpinu dagsettu 18. mánaðarins,
en birt í Þjóðviljanum þann 27.,
segir frá veðurblíðu í dagstæðar
þrjár vikur, góðu útliti með gras-
vöxt og betri fiskafla á vorvertíð
en elztu menn muna.
SKIPVERJAR YFIRGÁFU SKIP-
IÐ: — Seint í mánuðinum lenti há-
karlaskipið Guðrún, eign L. A.
Snorrasonar og Hjálmars Jónsson-
ar, í hafís; skipverjar óttuðust að
skipið mundi liöast í sundur, yfir-
gáfu það á skipsbátnum og hittu
litlu síðar franska fiskiskútu, sem
kom með þá til ísafjarðar þann
25. Sögðu skipverjar á Guðrúnu
gífurlegar sögur af hættunni, sem
þeir töldu sig hafa verið stadda í,
skipið var, að sögn þeirra, rétt að
sökkva, stór skemmt af ísnum,
kolblár sjór féll inn í það o. s. frv.
AMTRÁÐSFUNDUR fyrir vest-
uramtið var haldinn að Bæ í
Hrútafirði 20.—22. dag mánaðar-
ins. Þar var m. a. samþykkt:
Að veita búnaðarskólanum í
ólafsdal 4080 kr. styrk og að mæla
með 1000 ~kr. styrk úr landssjóði
til forstöðumanns hans, Torfa
Bjarnasonar, til að bæta húsakynni
skólans.
Sýslunefnd ísafjarðarsýslu veitt
leyfti til að taka 6000 kr. lán til
kaupa á gufubáti.
Leyft að stofna lögferjur við
Arnarfjörð, Dýrafjörð, önundar-
fjörð, Skutulsfjörð og Jökulfirði.
Mýrahreppur í Dýrafirði gerður
að sérstöku yfirsetukonuhéraði og
nýtt yfirsetukonuhérað ákveðið frá
Hælavíkurófæru í Sléttuhreppi yf-
ir Strandir að Geirhólmi.
Mælt með að Barðastrandarsýslu
verði skipt ’í tvö sýslufélög.
HVALVEIÐIFÉLAGIÐ á Lang-
eyri hafði fengið 17 hvali um mán-
aðamótin júní og júlí, eða nær
helmingi fleiri en um sama leyti
árið áður. Félagið hafði tvo gufu-
báta til hvalveiða, Isafold og
Reykjavík.
Júlí 1887.
TÍÐARFAR: — Mestan hluta
mánaðarins hélst sama veðurblíð-
an og í júní, en undir mánaðarlok-
inn brá til kuldatíðar og fennti í
fjöll. Þann 28. breytti þó aftur til
batnaðar. Hafís var mjög nærri
landi seinni hluta mánaðarins og
teppti nær því siglingar fyrir Horn.
ÚR ÖNUNDARFIRÐI var skrif-
að 2. dag mánaðarins: „Gras-
spretta með bezta móti. Fiskafli
einnig talsverður. Áhugi manna á
þjóðmálum sáralítill síðan félag
vor önfirðinga leið undir lok. Hér
er mest talað um niðursetningu
'J
þurfamanna, náungakrit 0. fl.
þesskonar. Ekki entumst vér Ön-
firðingar til að senda þingi bæna-
skrá um aukalækni, og er þó marg-
sannað, að hans er bráð þörf. Al-
menna fundi sækjum vér enda mið-
ur en kirkjuna. Ef eitthvað er til-
rætt um stjórnmálaefni, láta ýmsir
málsmetandi menn í ljós, að Island
eigi helzt að vera lýðveldi; að al-
ríkiseiningunni verður mörgum að
brosa, er þeir líta á hugsmuni þá,
er ísland hefur af henni. Um verzl-
unarprísa heyrist enn lítið; von-
andi að vöruverð verði tiltölulega
skárra en í fyrra.“
SKIPAKOMUR. Laura kom til
ísaf jarðar frá Reykjavík aðafara-
nótt þess 4. Meðal farþega: Þor-
valdur kennari Thoroddsen, sem
ferðaðist þetta sumar um Isafjarð-
arsýslu til náttúrufræðirannsókna,
og séra Matthías Jochumsson á
leið til Akureyrar með fjölskyldu
sína. Gufuskipið Camoens kom frá
Rvík þann 9. og fór aftur samdæg-
urs með yfir 100 vesturfara. Sama
skip kom hér aftur þann 26., ætl-
aði þá til Sauðárkróks að sækja
vesturfara, en varð að snúa aftur
og leita hingað. Skipið hélt áfram
norður þann 28. Thyra kom að
norðan að kvöldi hins 25. Hafði
getað smogið fram hjá Horni, en
lenti þó þrisvar í ís.
HÁKARLASKIPIÐ GUÐRÚN,
sem getið er hér að framan, kom
aftur við sögu í þessum mánuði.
Selveiðiskipið Mjölnir fann hana í
ísnum og kom með hana til ísa-
fjarðar þann 17. Var hún þá þétt
og alveg ósködduð, enginn sjó-
dropi hafði komið í skipið og það
hafði ekki hreyfst meira en svo,
að kaffibollar stóðu fullir á káetu-
borðinu.
Um þetta atvik sagði Þjóðvilj-
inn: „Það er hætt við að sumir
fari að gamna sér yfir hugrekki og
sjómennsku ísfirðinga, ef svona
tekst oft til; í fyrra kom alveg
sama fyrir með skipið „Ane
Sophe“. Skipstjórar voru í hvoru-
tveggja skiptið ólærðir sjómenn,
og hefUr ótrúleg hræðsla gripið þá,
er þeir sáu ísjakana. Á Guðrúnu
var kostur fyrirliggjandi til fleiri
vikna.“
HÁKARLASKIPIN höfðu fyrri-
hluta mánaðarins lagt á land 1200
tunnur lifrar, þar af á Flateyri 885
tn., á ísafirði 195 tn. og á Dýra-
firði 120 tn. Afli þessi var feng-
inn á 11 skip, voru tvö þau afla-
hæstu með 180 tunnur hvort. Til
þriggja hafði ekki spurst síðan á
sumarmálum, og var óttast um að
þau væru farin eða að einhverju
leyti hindruð. -
VÖRUVERÐ á ísafirði, var í lok
mánaðarins sem hér segir: