Baldur - 31.07.1957, Page 3
B A L D U R
3
F. I. 20 ára.
Framhald af 1. síðu.
sem áður eru nefndir, er nú flogið
til Stokkhólms og Hamborgar. F.
í. getur nú boðið upp á fleiri og
skjótari ferðir milli Islands og út-
landa en nokkru sinni áður. T. d.
hafa í sumar verið farnar 9 ferð-
ir á viku milli íslands og 5 staða
erlendis.
Þá má nefna flugferðir F. í. til
Grænlands, en þær hófust í júlí-
mánuði 1950. Síðan hefur verið
flogið þangað meira en 300 sinn-
um, og auk þess fjölmargar ferð-
ir milli Danmerkur og Grænlands
með viðkomu í Reykjavík.
Merkasti og umfangsmesti þátt-
urinn í starfsemi félagsins frá
upphafi eru flugsamgöngurnar
innanlands. Á því sviði hefur þró-
unin verið þessi: Árið 1938 770
farþegar, 1945 7080 farþegar, 1947
13376 farþegar, 1948 23980 far-
þegar og s.l. ár 54850 farþegar.
Flogið er að jafnaði til 20 staða
á landinu samkvæmt áætlun að
sumri til. Umboðsmenn eða skrif-
stofur félagsins eru á fjölmörgum
stöðum utan Reykjavíkur og í
þjónustu þess vinna nú um 220
manns.
F. I. hefur einnig skrifstofur í
Glasgow, Hamborg, Kaupmanna-
höfn, Lundúnum og Osló. Eru
skrifstofur þessar oft og tíðum
nokkurskonar „sendiráð" íslend-
inga, sem staddir eru erlendis,
enda veita þær hina margvísleg-
ustu fyrirgreiðslu.
Frá upphafi vega hafa flugvélar
F. í. flutt samtals 445000 farþega.
Auk þeirrar starfsemi, sem að
framan getur, hafa flugvélar F. 1.
verið leigðar til síldarleitar, land-
helgisgæzlu, sjúkraflutninga og
myndatöku úr lofti í sambandi við
landmælingar.
Fyrsti framkvæmdastjóri fé-
lagsins og jafnframt fyrsti flug-
maður var Agnar Kofoed-Hansen,
núverandi flugmálastjóri, en fram-
kvæmdastjóri þess síðan í júní
1939 er Örn Ó. Johnson.
Síaða varahafnsðgmanns
fyrir Isafjarðarkaupstað (jafnframt vélamaður á hafnsögubát)
er hér með auglýst til umsóknar.
Umsóknarfrestur er til 15. ágúst n. k. Umsóknir ber að senda
hafnarnefnd Isafjarðar. Upplýsingar fást á bæjarskrifstofunni.
Isafirði, 23. júlí 1957.
Bæjarstjóri.
Húseign tll sðln
Verkfærahús bæjarins við Hafnarstræti er til sölu til niður-
rifs og brottflutnings af staðnum. •— Tilboða er óskað. —
Tilboð sendist í lokuðum umslögum, merktum: „Tilboð í verk-
færahús". — Tilboðsfrestur er til 15. ágúst n. k. að kvöldi.
Húsið verður því aðeins selt á þennan hátt að viðunandi til-
boð fáist.
ísafirði, 25. júlí 1957.
Bæjarstjöri.
Innlendar vörur. Málfiskur 38
kr. skpd. (S. H. Bjarnarson borg-
aði 40 kr.) Langa 34 kr. skpd.
Smáfiskur 32 kr. skpd. Ýsa 28 kr.
skpd. Ull 50—60 aurar pundið.
Helztu útlendar vörur: Rúgur
16 kr. 200 pd. Mél 18 kr. 200 pd.
Bankabygg 25 kr. 200 pd. Kaffi
85 aura pd. Kandíssykur 35 aurar
pd. Hvítasykur 30 aurar pd. Kaffi-
rót 30—40 aurar pd. Púðursykur
30 aurar pd.
Ný Jeppasláttuvél
til sölu. — Upplýsingar gefur
Friðrik Guðjónsson
Vogum
Reykjafjarðarhreppi
SLÁTTUR byrjað um miðjan
mánuðinn. Tún voru fremur vel
sprottin, en sumstaðar brennd
vegna sífelldra þurrka og hita.
Prentstofan ISRÚN h.f., Isafirði
L in
Vlgefandi Prestafélag Vest-
fjarSa. 9. úr, 1957.
Lindin, ársrit Prestafélags Vest-
fjarða er fyrir nokkru komin út
eftir að hafa hvílt sig síðan 1946,
en ritið kom fyrst út 1929.
Verulegur hluti af efni þessa
heftis, eru minningargreinar um
presta, sem þjónað hafa á Vest-
fjörðum og andast eftir 1946.
Prestar þessir eru:
Dr. theol. Sigurgeir Sigurðsson,
biskup, en um hann er birt minn-
ingarræða, er Elías J. Pálsson
flutti í ísafjarðarkirkju 15. nóvem-
ber 1953.
Séra Jónmundur Júlíus Hall-
dórsson, sóknarprestur að Stað í
Grunnavík. Minningargrein um
hann skrifar skólabróðir hans, séra
Sigurbjörn Ástvaldur Gíslason.
Séra Böðvar Bjarnason, pró-
fastur á Hrafnseyri. Um hann
skrifar séra Einar Sturlaugsson,
prófastur á Patreksfirði.
Þessi minningargrein er með því
síðasta er eftir séra Einar liggur,
en hann andaðist nokkrum mánuð-
um áður en þetta hefti af Lindinni
kom út, þar er því minningargrein
um hann, eftir séra Jón ísfeld,
sóknarprest á Bíldudal.
Þá eru minningargreinar um
þessa presta:
Séra Runólf Magnús Jónsson,
Frá bæjarstjórn.
Framhald af 4. síðu.
artún frá Shellvegi út að fyrirhug-
uðu íþróttasvæði. Nýrri götu ofan
Hlíðarvegar. Sjávarmegin Sund-
strætis sunnan lóðar Norðurtanga
h.f. (fjölbýlishús). Iþróttavallar-
svæði. núverandi, (fjölbýlishús).
Ennfremur tók Gunnlaugur að
sér að ræða við íþróttafulltrúa rík-
isins um skipulag nýja íþróttavall-
arins með umhverfi og að leggja
fyrir skipulagsnefnd umsókn séra
Sigurðar Kristjánssonar um stað
fyrir prestseturshús á landi hins
gamla Eyrarprestseturs, eða sem
næst því, en séra. Sigurður hefur
fyrir nokkru sótt þar um lóð.
Nokkur fleiri skipulagsatriði bar
á góma í þessum viðræðum og at-
hugaði Gunnlaugur þau með lóða-
skrárritara.
ísfirðingur h.f. færi leyfi til að
byggja kælivatnsþró ofan við
akkerisvegg hafnarbakkans, sunn-
an við hraðfrystihús félagsins, og
að leggja sjóleiðslu gegnum stál-
þilið í þróna og frá henni inn í
hraðfrystihúsið. Þróin verður nið-
urgrafin, þak hennar í götuhæð og
umferð yfir það áhættulaus.
Tryggt verði að sandur skolist
ekki út með leiðsluenda í stálþili.
din
sóknarprest að Stað í Aðalvík, eft-
ir séra Jón ólafsson, prófast í
Holti.
Séra Pál Sigurðsson, sóknarprest
í Bolungavík, eftir núverandi sókn-
arprest þar, séra Þorberg Krist-
jánsson. •
Séra Óla Ketilsson, fyrv. sókn-
arprest í Ögurþingum, eftir séra
Sigurð Kristjánsson, prófast á Isa-
firði. Séra Sigurður skrifar einnig
minningargrein um Guðmund Jóns-
son frá Mosdal.
Auk þessara minningargreina,
eru í heftinu ræður og ritgerðir
um trúarleg efni og kirkjumál,
eftir séra Þorberg Kristjánsson,
séra Þorstein Björnsson, séra Ein-
ar Sturlaugsson og Jónas Tómas-
son . tónskáld. Ennfremur tvær
þýddar greinar, „Góðir vinir, trú-
ir nágrannar", kafli úr bók sænska
prestsins, Erik Albins: Sprang
gráserna, þýðandi séra Jónmund-
ur Halldórsson, og Úr Orthodoxy
eftir G. K. Chesterton, þýtt af
séra Þorsteini Björnssyni, Reykja-
vík. Ennfremur er í ritinu Bæna-
sálmur eftir Elías Þórarinsson,
Hrauni í Keldudal, fréttir af
kirkju- og safnaðarstarfi á Vest-
fjörðum og margt fleira.
Myndir eru í ritinu af þeim
prestum, sem þar eru minningar-
greinar um.
---oOo----
Rafveitustjórn hefur synjað
beiðni línumanna rafveitunnar um
að laun þeirra hækki úr 3. launa-
flokki í 2. launaflokk.
Vélgæzlumenn við rafstöðina í
Engidal benda á, að vegna stækk-
unar orkuversins muni vélgæzla
við stöðina aukast sem svarar
vinnu eins manns. Þeir telja þó
ekki fært að bæta fjórða manni
við, að óbreyttum aðstæðum, en
fara fram á, að áætluðum launum
þessa fjórða vélgæzlumanns verði
skipt jafnt á milli þeirra frá 1.
þ. m., verði þessari aukavinnu
bætt við störf þeirra, ennfremur
bætist við sumarleyfi þeirra lög-
boðnir helgidagar ársins, ellefu að
tölu. Málinu var frestað.
Birni Jónssyni, Álftafirði, hefur
verið byggð jörðin Seljaland í
Súðavíkurhreppi með svipuðum
kjörum og verið hefur. Veiðirétt-
indi fylgja ekki, þar sem þau hafa
verið leyfð öðrum.
Gísli Kristjánsson, sundhallar-
stjóri, fær ársfrí frá 1. september
n.k. Ætlar hann að dvelja erlendis
í námserinudum.
Oddur örnólfsson, Smiðjugötu 4,
fær leyfi til að byggja ofan á hús
föður síns nr. 14 við Sundstræti.
að óbreyttum þeim kvöðum, sem á
húsinu hvíla.