Baldur - 31.07.1957, Blaðsíða 4

Baldur - 31.07.1957, Blaðsíða 4
Nýir borgarar. Einar Valur fæddur á Isafirði 9. janúar 1957, skírður 20. júlí 1957. Foreldrar: Hansína Einars- dóttir, Hri'ífsdal, og Kristján K. Jónasson, Isafirði. Höskuldur Heiðar fæddur á Isa- firði 1. júlí 1957, skírður 21. júlí s. á. Foreldrar: Hansína Jónsdóttir og Ásgeir Höskuldsson, Reykja- vík. Ari Daníel fæddur á Isafirði 23. maí 1957, skírður 28. júlí 1957. Foreldrar: Valgerður Jakobsdótt- ir og Haukur S. Daníelsson, Isa- firði. Hjúskapur. Þann 20. júlí s.l. voru gefin sam- an í hjónaband af sóknarpresti, séra Sigurði Kristjánssyni, ung- frú María Erla Eiríksdóttir frá Keflavík og Birgir B. Valdimars- son, skrifstofumaður, Isafirði. S.l. laugardag voru gefin saman í hjónaband í Neskirkju í Reykja- vík ungfrú Agnes Hallvarðsdóttir og Karl Aspelund, Isafirði. Séra Jón Thorarensen, sóknarprestur í Nessókn, gaf brúðhjónin saman. Andlát. Einar Thomsen, verkamaður hér í bæ, andaðist í Sjúkrahúsi Isafjarðar 17. júlí s.l. Hann var fæddur á Blámýrum í ögursveit 16. marz 1880. Reknetasíld. Bátar á Suðureyri í Súganda- firði hafa fengið síld í reknet, allt að tunnu í net. Er hún sögð ágæt- lega feit. Tunnuskip. * Skip með síldartunnur kom hingað 30. þ. m. Mun ætlunin að hér verði söltuð reknetasíld, eins og gert var s.l. sumar. Tíðarfar. S.l. viku og nokkra daga áður, var einmuna góður þurrkur hér vestan lands, og gátu bændur hirt eftir hendinni. Það, sem af er þessari viku, hefur verið þurrk- laust og rignt af og til. Á sunnu- daginn var þó ágætur þerrir. Síldaraflinn. S.l. sunnudag höfðu vestfirzku síldarskipin aflað sem hér segir, talið í uppmældum tunnum og málum: Gunnvör 3254, Guðbjörg 3281, Auðbjörn 641, Páll Pálsson 2917, Mímir 2014, Heiðrún 5350, Einar Hálfdáns 3000, Þorlákur 2350, Hugrún 900, Víkingur 1400, Trausti 1800, Freyr 1260. Á plani Samvinnufélags ísfirð- inga var búið að salta 2100 tunn- ur. BALDU 1 ★ ★ ★ FRÁ BÆJARSTJÓI - — """" ~ \N' Vegna till. um unglingavinnu, sem Matthías Bjarnason flutti og samþykkt var í bæjarstjórn 20. f. m. hefur bæjarráð mælst til þess, að bæjarstjóri í samráði við bæj- arverkstjóra hlutist til um að koma nokkrum unglingum í þau verk, sem bærinn hefur með hönd- um, og eru þannig vaxin að not verði að vinnu þeirra. Auglýst verði eftir unglingum, eftir því sem verkefni verða fyrir þá. Byggingarlánasjóður Isafjarð- arkaupstaðar hefur tekið ríkis- tryggð skuldabréf til 15 ára með 7% ársvöxtum gild sem handveð fyrir 70 þús. kr. láni til bygginga- samvinnufélags sjómanna, gildir þetta veð þar til félagið getur sett þær tryggingar, sem kveðið er á um í reglugerð sjóðsins. Gunnlaugur Pálsson, arkitekt, var hér á ferð fyrir nokkru og ræddi við bygginganefnd um skipu- lagsmál. Snerust þær viðræður um skipu- e ' Þvottapottar með eldstæði 70 lítra @ kr. 1.638,00 80 — - — 1.700,00 90 — - — 1.868,00 Mjólkurbrúsar 3 lítra @ kr. 73,65 5 — - — 87,00 10 — - — 100,00 20 — - — 238,00 30 — - — 353,00 Bakpokar Tjöld Svefnpokar Kaupfélag fsfirðinga lag við Norðurtangann sjávarmeg- in Sundstrætis, framhald Austur- vegar sömu megin Sundstrætis og staðsetningu á húsi, sem Norður- tanginn h.f. sækir um að byggja þar á eignarlóð sinni. G. P. lagði til að athugaður verði möguleiki á því að húsið verði byggt með gafla að götu, að öll út- og innkeyrsla í húsið fari fram um þá hlið þess, sem snýr að Austurvegi, og að suð- urhlið þess verði ekki fjær lóðar- mörkum Norðurtanga h.f. en 3 m. Nefndin var samþykk till. og fól byggingafulltrúa að ræða hana við forstjóra Norðurtanga h.f. Umrætt hús verður úr steinsteypu, 32,6 x 14,95 m. að stærð. í því verður veiðarfærageymsla, beitingapláss og freðfiskgeymsla. Þá bar nefndin fram þá ósk við Gunnlaug, að gengið verði frá skipulagi fyrir íbúðarhús á eftir- greindum svæðum: Gróðrarstöðv- Framhald á 3. síðu. ----o---- Kennarastoður Nokkrar kennarastöður hér við skólann eru nú lausar. Við barnaskólann vantar skóla- stjóra í stað Bjöms H. Jónssonar, kennara í stað frú Jónínu Þór- hallsdóttur og handavinnukennara stúlkna, þar sem frú Þorbjörg Kristjánsdóttir hefur ekki óskað að halda starfinu áfram, en sú kennslukona þarf að geta tekið að sér almenna kennslu. Við gagnfræðaskólann vantar matreiðslukennara, þar sem ung- frú Ásta Sigurðardóttir, sem kennt hefur matreiðslu við skólann und- anfama vetur, hefur sagt starfi sínu lausu. Við húsmæðraskólann vantar matreiðslukennara í stað ungfrú önnu Sigriðar Gísladóttur, sem sagt hefur upp starfi sínu við skól- ann, og vefnaðarkennara í stað frú Guðrúnar Vigfúsdóttur, sem fær árs leyfi xrá kennslu. Allar þessar stöður hafa verið augiýstar lausar til umsóknar. Fræösluráð hefur lagt til, að þau Kristín Jóhannesdóttir og Finnur Finnsson, sem verið hafa settir kennarar við bamaskólann s.l. ár, verði skipuð í stöðumar. 1 morgun höfðu 580 synt 200 metrana í Sundhöll ísafjarðar. í þeim hópi em nokkur 6 ára göm- ul börn og nokkuð af eldra fólki, sá elzti er 67 ára, Konráð Jens- son, veitingamaður. Það má því segja að yngsta og elzta kynslóðin ætli ekki að láta sinn hlut eftir liggja. Aftur á móti virðist standa frekar á hinum sem auðveldar eiga með að ljúka þess- ari keppni. En nú þarf að herða sóknina. Tíminn líður, og það er ekki ástæða til að bíða fram á síðustu stund. Verzlunarmannafélao tsafjarðar Stofnfundur Verzlunarmannafé- lags- Isafjarðar var haldinn í Skátaheimilinu á ísafirði föstu- daginn 26. júlí 1957 kl. sy2 e. h. 1 stjórn félagsins voru kosnir: Jón Páll Halldórsson, formaður, Konráð Jakobsson, Haukur Inga- son, Gunnar Jónsson og Albert Karl Sanders. Varastjórn: Olga Ásbergsdóttir og Steindór Þórisson. Endurskoðendur: Sigurður Páls- son og Hörður Þorsteinsson. Varaendurskoðandi: Jón Karl Sigurðsson. Trúnaðarráð: Þorgeir Hjörleifs- son, Sigurður Pálsson, Hörður Þorsteinsson, Jón Karl Sigurðsson og Magðalena Jónsdóttir. Varamenn: Birgir Valdimarsson og Hjördís Hjartardóttir. Isafjörður—Keflavík 1:1 S.l. laugardag léku Isfirðingar gegn Keflvíkingum til úrslita í annari deild. Leiknum lauk með jafntefli eftir að hann hafði verið framlengdur um y2 klst. Af þessum sökum þarf að end- urtaka úrslitaleikinn. Átti sá leik- ur að fara fram á mánudagskvöld, og var búið að auglýsa stað og tíma. En leiknum var frestað á síðustu stund. I þess stað fór fram bæjarkeppni milli Keflvíkinga og Akureyringa. Óvíst er hvenær og hvar úrslita- leikurinn verður. Til sölu er nýleg ítölsk harmon- ika með 13 skiptingum, 4 kóra. — Upplýsingar gefur: Karl Einarsson, Engjaveg 33 - ísafirði

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.