Baldur - 19.04.1958, Blaðsíða 1

Baldur - 19.04.1958, Blaðsíða 1
6. tölublað iáLlll BLAÐ SÓSIALISTA Á VESTFJÖRÐUM ísafjörður, 19. apríl 1958. XXIV. árg. Barnaverudarfélag ísafjarðar Leikfélag Isafjarðar: r Imyndunarveikin Leikfélag ísafjarðar hefur fyr- ir nokkru sýnt þennan heims- fræga skopleik undir leikstjórn eins af kunnustu leikhússmönnum landsins, Gunnars R. Hansens. Höfundur Imyndunarveikinnar er einn af sígildum meisturum leiklistarinnar. Hann var fæddur í París 15. janúar 1622, hét réttu nafni Jean Baptiste Pouqulin, en tók sér síðar á ævinni nafnið Moliere. Ungur að aldri komst hann í kynni við ieiklistina, sem átti hug hans allan upp frá því. 1 ársbyrjun 1643 síofnaði hann leikflokk í París ásamt 9 öðrum, en áður hafði hann tekið stúdents- próf og próf í lögfræði. Leikflokk- urinn leigði sér gamalt knattleika- hús í París og hóf þar leiksýning- ar. En hann átti erfitt uppdráttar, varð að yfirgefa París og ferðast um sem farandleikaraflokkur. Örð- ugieikarnir minnkuðu ekki fyrir það, og það var ekki fyrr en 1653, þegar flokkurinn hafði sýnt í Lyon leikinn L’Etourdi, eftir Moliere, að umskipti urðu til hins betra. Moli- ere var þá fyrir nokkru farinn að skrifa skopleiki, og þetta var fyrsta leikrit hans, sem verulega kvað að. Áður hafði flokkurinn að- allega sýnt sorgarleiki, og Moliere samið leikrit af þeirri gerð. Eftir sigurinn í Lyon, má segja að frægðarsól Moliers hækki stöð- ugt, og í dag er hann talinn faðir franskrar leiklistar. Imyndunarveikin er síðasta leikrit Moliers og talin bezti skop- leikur hans. Þeir, sem nú skemmta sér við að horfa á þennan bráðfyndna og sprenghlægilega skopleik, sem jafnframt er miskunnarlaus ádeila á lækna og læknavísindi þeirra tíma, munu síst leiða huga að því, að hann var saminn af fárveikum manni, sem ekkert þráði heitar en að losna við þetta jarðlíf. En þann- ig var það. Moliere var aðfram- kominn af sjúkleika, þegar hann skrifaði Imyndunarveikina. Þegar hún var sýnd í fyrsta sinni, fór hann sjálfur með hlutverk Argans, hins ímyndunarveika, þá helsjúk- ur. Að sýningu lokinni var hann fluttur heim til sín og andaðist þar skömmu síðar. Þetta gerðist 17. febrúar 1673. ímyndunarveikin var fi’umsýnd í Alþýðuhúsinu 9. þ. m. Með aðal- hlutverkin fóru Jónas Magnússon, sem leikur Argan, hinn ímyndun- arveika, og Sigrún Magnúsdóttir, sem leikur Toinette, vinnukonu. Leikur Sigrúnar er ágætur og ber af. Að leik Jónasar má það helst finna, að sá (myndunarveiki er ekki nógu átakanlega ímyndunar- veikur. En márgt tekst honum sæmiiega, er t. d. eðlilegur þegar hann þýtur upp á nef sér og gleymir í svip þjáningunum, allri varúð og læknisráðum. Angélique, dóttur Argans, lék frú Guðný Magnúsdóttir og fór skemmtilega vel með hlutverkið. Sama má segja um Gunnlaug Jónasson, sem fór með hlutverk Clénte, elskhuga An- géliqui. Marías Þ. Guðmundsson fór með hlutverk Béraldi bróður Argans. Marías hæfði vel í þetta hlutverk og gerði því góð skil. Béline, seinni konu Argans, lék frú Ragnhildur Helgadóttir og leysti það yfirleitt vel af hendi. Diafarius, lækni, og Tómas Dia- forius, son hans, léku þeir Haukur Ingason og Gunnar Jónsson. Al- bert Karl Sanders fór með hlut- verk Purgans, læknis, Gunnar Sig- urjónsson lék Bonnefoy, lögbók- ara, Samúel Jónsson Fleurant, lyf- sala, og Friðgerður Samúelsdóttir Loison, yngri dóttur Argans. Öll fóru þau þokkalega með hlutverk sín og sum mjög vel, t. d. Albert Karl og Haukur, og þó að lyfsalinn komi ekki nema einu sinni inn á sviðið, gleymist hann ekki. Heildarsvipur leiksins og svið- setning var ágæt, bar það smekk- vísi leikstjórans fagurt vitni. Bún- inga lánaði þjóðleikhúsið. Leik- sviðsteikningu gerði leikstjórinn, Gunnar R. Hansen, og réði litavali, en Sigurður Guðjónsson málaði leiktjöld. Undirleikari var Messí- ana Marsellíusdóttir. Þó að ádeilan í ímyndunarveik- inni snerti ekki okkur nútíma- menn, þá er gamanið, gáskinn og skopið jafnt ferskt og fyrir 285 árum, og mun svo ætíð verða. Þökk sé Leikfélagi ísafjarðar fyrir þessa leiksýningu. Fossa\atnsgangan fór fram s.l. sunnudag. Sigur- vegari varð Gunnar Pétursson, 2. Jón Karl Sigurðsson. Félagið hélt aðalfund sinn 21. marz s.l. í Skátaheimilinu. Formaður félagsins, frú Una Thoroddsen, setti fundinn, bauð fundarmenn velkomna og tilnefndi Jón Á Jóhannsson sem fundar- stjói'a. Samþ. voru endurskoðaðir reikningar félagsins og skýrt frá starfsemi þess á liðnu ári. Hafði félagið tryggt sér á leigu barna- skólahúsið í Skutulsfirði og ætlaði að reka þar dagheimili fyrir börn, en af þeirri starfsemi gat ekki orð- ið, vegna þess að bifreið fékkst ekki til að flytja börnin. Þá sendi félagið fulltrúa á aðalfund barna- verndarfélaganna, sem haldinn var á Akureyri í maímánuði s.l. I stjórn voru kosin: Frú Una Thoroddsen, form.; Júlíus Helga- son, gjaldkeri; Halldór Ólafsson, ritari; frú Guðrún Vigfúsdóttir, frú Oktavía Gísladóttir og Sigurð- ur Tryggvason. Aðalfundur kýs formann sérstaklega, en stjói’nin skiptir að öðru leyti með sér verk- um, hefur það verið gert eins og að framan greinir. 1 varastjórn voru kosin: Frú Málfríður Finnsdóttir, frú Margrét Guðbjörg 445 lestir í 60 sjóferð- um, Gunnvör 394 lestir í 58 sjó- ferðum, Gunnhildur 387 lestir í 59 sjóferðum, Ásbjörn 348 lestir í 58 s9jóferðum, Ásúlfur 279 lestir í ca 47 sjóferðum, Már 275 lestir í 55 sjóferðum, Sæbjörn 195 lestir í 45 sjóferðum, Auðbjörn 179 lestir í 41 sjóferð, Vikingur 97 lestir í 32 ■sjóferðum. Auðbjörn varð fyrir vélbilun og tafðist af þeim sökum frá veiðum, Sæbjörn varð einnig fyrir töfum í janúar og febrúar, sjóferðir þeirra eru því.færri en hinna bát- anna. Ásúlfur fór í útilegur og eru sjóferðir hans færri af þeim ástæð- um. Vikingur, sem aðeins er 13 lestir, sótti eingöngu á nálægari mið. Mest aflaðist í marzmánuði, 1142 lestir samtals af 2599 lesta heildarafla. Mestur hluti aflans í þeim mánuði vai; steinbítur, sem fékkst i ágætri aflahrotu fyrir páskana. Afli hefur verið tregur það sem af er þessum mánuði. Einn bátur, Jónsdóttir og Hafsteinn Hannes- son. Að loknum aðalfundarstörfum flutti Jón H. Guðmundsson, skóla- stjóri, erindi um uppeldis- og skólamál. Þá urðu miklar umræð- ur um starfsemi félagsins, rekstur dagheimilis o. fl. og tóku margir til máls. Frá því var skýrt á fundinum, að konur úr Sjálfstæðiskvennafé- lagi ísafjarðar hefðu snúið sér til stjórnar Barnaverndarfélags ísa- fjarðar og boðið aðstoð kvenfé- lagsins til fjársöfnunar fyrir dag- heimili. Tók stjórnin þessu boði með þökkum og hefur ákveðið að leita aðstoðar annara félagssam- taka í bænum. Sjálfstæðiskvenna- félagið hefur þegar hafist handa um fjársöfnun, haldið skemmtun og efnt til tíukrónuveltu. Á öðrum stað hér í blaðinu er tilkynning frá félaginu um rekst- ur dagheimilis á komandi sumri. Eru foreldrar, sem ætla að láta börn sín þangað, sérstaklega áminntir um að senda umsóknir sem fyrst. ----o----- Gunnvör, fór á þorskanetaveiðar 9. þ. m. og kom 16. þ. m. með um 20 lestir. Fleiri bátar eru að búa sig út eða farnir á þorskanet. ----oOo-- Dagheimili Barnaverndarfélag ísafjarðar hefur ákveðið að reka dagheimili utan bæjarins fyrir börn á aldrin- um 2—6 ára frá 10. júní n.k., ef nægileg þátttaka fæst. Mánaðar- gjald kr. 350,00 fyrir hvert barn. Umsóknir þurfa að hafa borist fyr- ir 20. þ. m. til frú Unu Thorodd- sen, Hlíðarveg 16, sími 316, en hún verður til viðtals kl. 3%—e. h. ——o----- Gullbrúðkaup. Þann 16. þ. m. áttil hjónin, Pál- ína Sigurðardóttir og Helgi Jóns- son frá Súðavík, fimmtíu ára hjú- skaparafmæli. Atli ísafjarðarbáta fyrsta ársfjórðuny 1958

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.