Baldur - 19.04.1958, Blaðsíða 2

Baldur - 19.04.1958, Blaðsíða 2
2 BALDUR Þinggjöld 1958 Samkvæmt ákvörðun fjármálaráðuneytis í reglugerðum ber að greiða fyrirfram upp í þinggjöld 1958 upphæð, sem nemur helmingi þinggjalds hvers gjaldanda 1957. Fyrirframgreiðslan skal fara fram í fernu lagi: í marz, 1. apríl, 1. maí og 1. júní. Verði vanskil á greiðslu er þinggjaldshlutur allur þegar fall- inn í gjalddaga. Hérmeð er skorað á skattgreiðendur að greiða í bæjarfógeta- skirfstofuna fyrirframgreiðslur samkv. framansögðu og atvinnu- rekendur að greiða reglulega af kaupi starfsmanna sinna. Bæjarfógetinn á ísafirði 25. marz 1958. Utll>UUIlUIIIIIIUIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIilllllUllllllll{|UIUilllllllllUUllUinillHllllll!lilllllUUilllllUIIIIIIIIIIIIUIUillllllUIIIIIIIUIUI ( Starfsstúlkur | óskast á Elliheimili ísafjarðar. Forstöðu- | | konan gefur upplýsingar. | ísafirði, 9. apríl 1958. | | BÆJABSTJÓBI. | íiiiiuiitiiiiuiiM.iiiiiuiiiitiiiiiiiiuiiiiJiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiujiiiiiiaiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiaiiiiiií Frá bæjarstjórn. Framhald af 4. síðu. gjald. Ákvörðun vár frestað, þar sem upplýst var, að Barnaverndar- félag Isafjarðar væri að undirbúa rekstur dagheimilis í sumar, og vegna örðugleika á því að fá stór- an bíl til flutninga á börnum út fyrir bæinn, hefði félagið hug á að semja við bæjarstjóm um rekstur dagheimilisins á barna- leikvellinum. Á bæjarstjórnarfundi 16. þ. m. var aðalmálið erindi um útsvars- ívilnun til giftra kvenna, sem vinna í hraðfrystihúsum og rækju- verksmiðjum. Samþ. var með 5:4 atkv., „að beina þeim tilinæluin til niður- jöfnunarnefndar, að við álagn- ingu útsvara á þá gjaldendur, þar sem tekjur eiginkvenna, vegna vinnu þelrra í hraðfrysti- húsum og rækjuverksmiðjum, bætast við tekjur eiiginmannsins til álagningar, verði veittur frá- dráttur af útsvari, sem nemi 5 af hundraði af tekjum konunn- ar.“ Sjálfstæðismenn lögðu til, „að húsmæður þær, sem að fram- leiðslustörfum vinna, svo og aðr- ar húsmæður, sem vinna utan heimilis, fái þá ívilnun í álagn- ingu útsvars, að niður verði fellt af útsvarsupphæð þeiirra % af því, sem lagt er á fyrir vanhöld- um.“ Þessi tillaga var felld með 5:4 atkv. Um báðar tillögumar var nafnakall. Þetta mál verður nánar rætt í næsta blaði. Aðrar samþ. fundarins voru m. a.: Guðm. Halldórsson, verkfræði- nemi, verði ráðir.n til starfa hjá Hus tíl sölu Ibúðarhúsið Seljalandsvegur 84A er til sölu, ef viðunandi tilboð fæst. Nánari upplýsingar gefur undir- ritaður. Haraldur Stígsson. Gjafir og áheit í Björgunar- sjóð Vestfjarða. Til minningar um Ólaf Jónsson fyrv. skólastjóra í Súðavík, gefið á 65 ára afmæli Ólafs 27. marz 1958 af skólabörnum í Súðavík kr. 1240,00. — Frá H. E. ísafirði kr. 65,00. — Gjöf frá Sölva Guðnasyni ísafirði kr. 100,00. —Alls kr. 1405,00. Kærar þakkir fyrir þessar gjaf- ir og allt fé, sem Björgunarsjón- um hefir borist í mínar hendur. Framvegis tekur Guðjón Jóhanns- son, Tangagötu 15, ísafirði, við gjöfum og áheitum til Björgunar- sjóðsins. Minnist sjóðsins ykkar. Hans er ávalt þörf. Verk hans geta orðið mörgum til blessunar, í nútíð og framtíð. Lifið öll heil og sæl. Kr. Kristjánsson, Sólgötu 2, ísafirði. bænum í sumar. Auglýst verði eft- ir bæjarverkfræðingi með umsókn- arfresti til 15. maí n.k. Út af er- indi fólksbílaeigenda um stað fyr- ir bifreiðaafgreiðslu við Hafnar- stræti móti Landsbankanum, var samþ. að beina til þeirra tilmælum um að semja við vörubílaeigendur um sameiginlega stöð. H. F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS. AÐALFUNDUR Aðalfundur hlutafélagsins Eimskipafélags íslands, verður haldinn í fundarsalnum í húsi félagsins í Reykjavík, laugardaginn 7. júní 1958 og hefst kl. 1,30 eftir hádegi. I. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og framkvæmdum á hðnu starfsári og frá starfstilhöguninni á yfirstandandi ári, og á- stæðum fyrir henni, og leggur fram til úrskurðar endurskoð- aða rekstursreikninga til 31. des. 1957 og efnahagsreikning með athugasemdum endurskoðenda, svörum stjómarinnar og tillögum til úrskurðar frá endurskoðendum. 2. Tekin ákvörðun um tillögur stjómarinnar um skiptingu árs- arðsins. 3. Kosning fjögurra manna í stjórn félagsins, í stað þeirra sem úr ganga samkvæmt samþykktum félagsins. 4. Kosning eins endurskoðanda í stað þess er frá fer, og eins varaendurskoðanda. 5. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins. 6. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem upp kunna að verða borin. Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og um- boðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík, dag- ana 3.—5. júní næstk. Menn geta fengið eyðublöð fyrir umboð til þess að sækja fundinn á aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík. Óskað er eftir að ný umboð og afturkallanir eldri umboða séu komin skrifstofu félagsins í hendur til skráningar, ef unnt er, 10 dögum fyrir fundinn, þ. e. eigi síðar en 28. maí 1958. Reykjavík, 10. janúar 1958. STJÓBNIN. llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllltllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Tilkpning Nr. 2/1958. Innflutningsskrifstofan hefir ákveðið hámarksverð á harð- fiski, sem hér segir: Þorskur Ýsa Steinbítur. Ópakkaður fiskur: Heilds. Smás. Heilds. Smás. Heilds. Smás. kr. kg kr. kg kr. kg kr. kg kr. kg kr. kg a) óbarinn 26,25 34,00 28,90 37,50 34,80 45,00 b) barinn 32,00 41,50 35,40 46,00 42,50 55,00 Pakkaður f iskur: a) óbarinn 29,00 38,00 32,00 41,50 38,40 50,00 b) barinn 34,80 45,00 38,50 50,00 46,00 60,00 Smápakkar 100 gr. eða minna: a) óbarinn 36,55 47,50 40,00 52,00 47,00 61,00 b) barinn 42,30 55,00 46,55 60,00 54,65 71,00 | Séu aðrar fisktegundir en hér greinir seldar í verzlunum, ber | að leita staðfestingar verðlagsstjóra á útsöluverði þeirra. | Reykjavík, 19. marz 1958. I VEBÐLAGSSTJÖBINN. jiiii ii r||iiiini iii ii 11111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111. B A L D U R Ritst. og ábyrgðarm.: Halldór Ólafsson. Prentstofan ísrún h.f., ísafirði. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.