Baldur - 19.04.1958, Blaðsíða 3

Baldur - 19.04.1958, Blaðsíða 3
B A L D U R 3 Auglýsing um umíerð og umferðarmerki á ísafirði i. Samkvæmt heimild í umferðarlögum nr. 24. frá 16. júní 1941, 7. gr., hefur bæjarstjórn Isafjarðar samþykkt, að eftirtaldir vegir og götur á ísafirði skuli teljast aðalbrautir: 1. Fjarðarstræti. 2. Aðalstræti frá bátahöfn að Silfurtorgi. 3. Hafnarstræti. 4. Seljalandsvegur. Lögreglusamþykkt fyrir Isafjarðarkaupstað nr. 12, 24. janúar 1949, 40. gr. H. Einstefnuakstur. Samkvæmt ályktun bæjarstjórnar ísafjarðar hefur verið ákveð- inn einstefnuakstur um eftirtaldar götur og götukafla. 1. Aðalstræti frá Austurvegi á Silfurtorg. 2. Silfurgata frá Silfurtorgi að Sundstræti. 3. Þvergata frá Brunngötu á Sundstræti. 4. Á Silfurtorgi verði hringakstur samkvæmt settum merkjum. Auglýsingar nr. 82, 3. 6. 1954 og 5. sept. 1947. m. Bifreiðastöður bannaðar. Samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar ísafjarðar hafa bifreiðastöð- ur verið bannaðar á eftirgreindum götum: 1. Hafnarstræti frá Silfurtorgi að Pólgötu austan megin götunn- ar og beggja vegna götunnar frá Silfurtorgi og upp fyrir Smjör- líkisgerðina og frá Austurvegi að Pólgötu. 2. 1 Fjarðarstræti beggja vegna götunnar frá Hrannargötu að Mjallargötu. 3. Austurvegur, framan við húsin nr. 1 og nr. 2. 4. Við Aðalstræti frá Silfurgötu að Bræðraborg, sunnan megin götunnar. Afgreiðsla bifreiða er þó heimil á þessum stöðum meðan skilað er eða tekinn flutningur, enda fari afgreiðslan fram á sem skemmst- um tíma. Auglýsing 5. sept. 1957. IV. Umferðarmerki. A. Aðvörunarmerki. 1. Aðalbrautarmerki standa við hver vegamót, þar sem hliðargötur skera aðalbrautir. Einnig við hringaksturstorg. Merkið táknar forrétt þann, er aðalbrautir njóta. Lýsing: Ferhynd málmplata með ávölum hornum, máluð gul í svartri umgerð með svörtum stöfum. Áletrun: Stanz—Aðalbraut—Stop. 2. Akið varlega. Merki með þessari áletrun standa við aðalbrautir, þar sem sérstök hætta er á ferð, svo sem í nánd við skóla, barna- heimili, leikvelli o. þ. h. Þau tákna, að ökumönnum beri að sýna sérstaka gát í akstri. Þau eru ferhyrnd að lögun, rauður grunn- ur og hvítir stafir. Við framangreinda áletrun er bætt orðunum: Barnaheimili eða skóli o. þ. h., eftir því, sem við á. 3. Örvar eru festar upp til að gefa umferðarstefnuna til kynna, svo sem við hringaksturstorg, skal aka í þá átt, .sem örin vsíar veginn. Merki þetta er rauðmáluð ör á hvitum grunni. 4. Akið til vinstri (eða hægri). Merki með þessari áletrun, ásamt ör, sem vísar til vinstri (hægri) gefa til kynna í hvaða átt aka skal. Merki þetta er hringmynduð málmplata, rauð að lit með hvítri áletrun. 5. Hættumerki (akið varlega). Merki þetta, sem víða sést meðfram þjóðvegum úti um land og varar ökumenn við beygjum og ann- arri hættu á veginum framundan, er einnig að finna hér í bæn- um. Það er eins og þrihyrningur að lögun, rautt að lit með hvit- um stöfum. B. Bannmerki: 1. Allur akstur bannaður. Merki með slikri áletrun tákna algert bann við akstri, svo sem við gatnamót, þar sem bannað er að aka inn í götu, sökum ákvarðana um einstefnuakstur. Merki þetta er hringlaga málmplata, rauð að lit, áletruð hvítum stöfum. 2. Bifreiðastöður bannaðar. Merki þetta stendur þar, sem bifreiða- stæði eru bönnuð. Það er ferhyrnt að lögun. Stafir eru svartir á hvítum grunni. Áletrun er sums staðar: Bifreiðastæði bönnuð — eða Bifreiðastöður bannaðar beggja vegna götunnar. 3. Ökuhraði. í samræmi við ákvarðanir um hámarkshraða í bæn- um og nágrenni hans hafa verið sett upp merki við akbrautir, þar sem skylt er að draga úr ferð ökutækja eða heimilt að auka hraðann. Merki þetta er hringlaga, hvítt að lit með rauðum stöfum. Áletrun: 25 km. — eða önnur tala, sem segir til um, hversu hratt má aka (þ. e. hve marga kílómetra miðað við klukkustund). C. Ýmis umferðarmerki. 1. Bifreiðastæði. Merki með áletrun eru sumsstaðar við bifreiða- stæði til leiðbeiningar vegfarendum. Þau eru ýmist þríhyrnd eða hringmynduð, gul að lit með svörtu áletri. Á bifreiðastæðum, þar sem markaðir hafa verið ákveðnir reit- ir með gulum strikum, ber að leggja ökutækjum skipulega á hina afmörkuðu reiti innan gulu strikanna. 2. Inn- eða útakstur er táknaður með örvum eða hringlagamerkj- um. Áletrun: Inn, út, Innkeyrsla o. fl. efitr atvikum. 3. Bann við bifreiðastöðum. Bifreiðastöður eru bannaðar á götum, þar sem gangstéttarbrún hefur verið máluð gul. Bæjarfógetinn á ísafirði 15. apríl 1958. Jóh. Gunnar Ölafsson.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.