Baldur - 10.04.1959, Blaðsíða 1

Baldur - 10.04.1959, Blaðsíða 1
ÍJkLllJi BLAÐ SÓSlALISTA Á VESTFJÖRÐUM XXV. árgangur. ísafjörður, 10. apríl 1959. 4. tölublað. lð ár i félagi nýlendukúgara og ræningja i. Áratugur er liðinn síðan Banda- ríki Norður-Ameríku og nokkur lönd í Evrópu, sem sameiginlega hefur þóknast að kalla sig „Vest- ræn lýðræðisríki", stofnuðu með sér bandalag, er hlaut nafnið Norður-Atlanzhafsbandalagið. Sáttmáli þessa bandalags var und- irritaður af aðildarríkjum, þar á meðal íslandi, 4. apríl 1949 í Was- hington. Þessi mánaðardagur telst því afmælisdagur samtakanna. Þessa afmælis var minnst hér á landi á þann hátt, að utanríkis- ráðherra, Guðmundur I. Guð- mundsson, flutti ávarp í frétta- auka ríkisútvarpsins sjálfan af- mælisdaginn og daginn eftir var hluti af kvölddagskrá útvarpsins helgaður afmælinu, þá töluðu Em- il Jónsson, forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, aðalritstjóri Morgunblaðsins og Eysteinn Jóns- son, fyrv. fjármálaráðherra, en það voru þessir þrír menn, sem stefnt var til Bandaríkjanna til þess að taka á móti fyrirskipun stjórnarvalda þar um að Island gerðist aðili að fyrirhuguðu banda- lagi, en um það leyti var stofnun þess mjög á dagskrá. Auk þess flutti Sigurður A. Magnússon, blaðamaður, erindi um bandalagið. Um ræður þessara fimmmenn- inga er það í stuttu máli að segja, að þær voru sami grautur í sömu skál: Taumlaust smjaður og lof um Atlanzhafsbandalagið, ágæti þess og afrek, og níð um kommún- ista og alþýðulýðveldin. 1 þessu efni gekk þó utanríkisráðh. lengst, eins og við var að búast, og ræð- ur hinna voru eins og bergmál af ræðu hans. n. Fimmmenningarnir lét sér mjög tíðrætt um, að eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar hefðu banda- lagsríkin dregið mjög úr herafla sínum en Sovétríkin ekki. Hinsveg- ar minntust þeir ekki orði á þá staðreynd, að undir lok styrjald- arinnar vörpuðu Bandaríkin vetn- issprengjum á tvær japanskar borgir, algerlega að óþörfu hern- aðarlega séð, en til þess eins að sýna bandamönnum sínum, Sovét- ríkjunum og öðrum, hverjir það væru, sem réðu yfir fljótvirkustu og ægilegustu múgmorðstækjun- um og gætu í krafti þeirra ráðið niðurlögum allra annarra, ef til átaka kæmi, hvað sem öllum öðr- um herafla liði. Hvert mannsbam veit, að á meðan Bandaríkin höfðu ein í hendi sér framleiðslu kjam- orkuvopna var það aðalorsök kaldastríðsins og spennunnar í heimsmálum. Úr því dróg aftur á móti stórlega, eftir að Sovétríkin og fleiri þjóðir stóðu Bandaríkj- unum jafnfætis á þessu sviði, og ekki sízt eftir að Sovétríkjunum tókst að skjóta Bandaríkjunum ref fyrir rass í framleiðslu eld- flauga. Bjarni Benediktsson vitnaði í það ákvæði bandalagssáttmálans, að árás á eitt aðaldarríki bæri að skoða sem árás á þau öll. 1 því sambandi gat hann ekki annað en minnst á ofbeldisaðgerðir Breta gegn Islendingum í landhelgismál- inu, en ekki skýrði hann hvers- vegna þessu ákvæði er ekki beitt til þess að brjóta þetta ofbelid á bak aftur, ætti það þó að vera vandalaust, þar sem í hlut eiga tvær bandalagsþjóðir, tveir sam- herjar 1 baráttu fyrir sameiginleg- um hugsjónum: óskertum mann- réttindum og sjálfsákvörðunarrétti allra þjóða. Sannleikurinn er hins- vegar sá, að innan þessa bandalags er það hinn sterkari, sem ræður og getur kúgað þann sem minnimátt- ar er, þrátt fyrir fögur ákvæði um jafnrétti allra aðildarríkja. Forsætisráðherrann minnist í sinni ræðu á atburðina, sem gerð- ust, þegar Alþingi samþykkti að- ild íslands að þessu bandalagi. Það þurfti mikinn kjark af hans hendi til að minnast á þá atburði, sýndi það að manninum er ekki fisjað saman. Aldrei hefur niðurlæging Alþingis orðið meiri en þegar það gerði þá samþykkt. Forsvarsmenn þeirrar ákvörðunar beinlínis tryllt- ust. Minntu aðferðir þeirra helst á það, er ofbeldismenn á söguöld bjuggu sig undir að hleypa upp dómum með vopnavaldi. Vopnuðu lögregluliði og hvítliðum var skip- að inn í Alþingishúsið og umhverf- is það, og jafnvel alþingismanni bannað að komast inn í húsið. Þeg- ar svo þingmaðurinn, sem fyrir þessu varð, skýrði frá því á þing- fundi og kærði fyrir forseta, kall- aði Ólafur Thórs það skrípalæti af hálfu þessa þingmanns og var á- kaflega hneykslaður. Umræður um málið voru skornar niður með of- beldi, og þá gerðist það, að þáver- andi forsætisráðherra og fleiri ,,virðulegir“ alþingismenn gerðu hróp að Einari Olgeirssyni eins og götustrákar og heimtuðu að hann vrði látinn út úr þingsalnum. íslendingar munu aldrei gleyma atburðunum, sem urðu utan við Al- þingishúsið þessa. daga, og hvem þátt þáverandi ríkisstjóm og stuðningsflokkar hennar áttu í þeim og hvernig þeir beinlínis gerðu allt, sem í þeirra valdi stóð, til þess að efna til óeirða. Afstaða almennings til þessara atburða kom líka glöggt í ljós þegar mót- mælt var stéttardómunum, sem þá voru felldir, og náðunar krafist til handa þeim, sem saklausir voru dæmdir. Þúsundir manna úr öllum flokkum og stéttum tóku þátt í þeim mótmælum og skrifuðu undir kröfu um náðun. Bæði Emil og Eysteinn minnt- ust í afmælisræðum sínum á þings- ályktunina, sém Alþingi sam- þykkti 20. marz 1956 og þau fögru fyrirheit, sem í henni fólust um uppsögn hemámssamningsins og burtför hernámsliðsins. Allir vita að þessi ályktun var ekkert annað en kosningabeita. Loforðin átti að svíkja undireins eftir kosningar, og var líka gert, til þess beittu Al- þýðuflokkurinn og Framsóknar- flokkurinn meirihlutavaldi sínu í fyrverandi ríkisstjóm. Að síðustu er svo ræða blaða- mannsins, Sigurðar A. Magnússon- ar. Þessi maður gat tæplega vatni haldið yfir því hve mörgum undir- okuðum þjóðum „vestrænu lýðræð- isríkin“ hefðu „gefið“ frelsi og hann vildi að Islendingar styrktu bandaríska hemámsliðið með fjár- framlögum í þakklætisskyni fyrir vemdina, hefur hann þá sennilega haft í huga vernd þess!! gegn of- beldisárásum Breta. Um frelsisgjafir „vestrænna lýð- ræðisþjóða" er bezt að spyrja íbúa Alsír, Kýpur, Kenýa, Möltu, Njasalands og fleiri og heyra hvað þeir segja um gjafimar. Þessar „vestrænu lýðræðisþjóðir“ og þó sérstaklega brezka heimsveldið, hafa verið sá klettur, sem allar frelsisöldur hafa brotnað á og ekki fengið bifað á undanförnum öld- um. Saga þeirra er saga nýlendu- kúgunar og ránskapar, eins og við íslendingar höfum bezt kynnst s.l. ár. m. Af ræðum fimmmenninganna var ljóst, að aðalverkefni Atlanz- hafsbandalagsins er að berjast gegn Sovétríkjunum og öðmm al- þýðulýðveldum og að hefta út- breiðslu kommúnismans, þeirrar stefnu, sem auðvaldið óttast mest. Forsvarsmenn bandalagsins segja þó, að það sé stofnað til varnar en ekki árásar og til að vemda frið á heiminum. Öll starfsemi þess sannar hið gagnstæða. Þegar litið er á þennan tilgang bandalagsins, er ástæða til að spyrja: Er Islendingum nauðsyn- legt að taka þátt í slíkum hemað- arsamtökum gegn Sovétríkjunum og öðrum alþýðulýðveldum og hafa þeir hendur sínar að verja gagnvart þeim? Islendingar selja megnið af útflutningsframleiðslu sinni til þessara landa og þyrftu að framleiða miklu meira til að fullnægja eftirspurn. Fyrir mörg- um.árum urðu þeir að flytja mest- an hluta af fiskframleiðslu sinni til Spánar. þá heimtuðu Spánverj- ar að þeir keyptu af þeim áfengi og færu á fyllirí, og því varð að hlýða. Á kreppuámnum urðu Is- lendingar að gera niðurlægjandi samninga vegna viðskipta við Breta, og samkvæmt Marshall- samningnum þurftu þeir sérstakt leyfi stjórnarherranna í Washing- ton til þess að byggja hús. Þannig mætti lengi telja. Engar slíkar 'kvaðir fylgja viðskiptunum við Austur-Evrópuþ j óðimar. Það er talsvert almenn skoðun, að ísland megi ekki slíta stjóm- málasambandi við Breta út af landhelgisdeilunni, vegna þess að við höfum keypt af þeim togara og þurfum að fá frá þeim vara- hlutihluti til þessara skipa. Hins- vegar er talið sjálfsagt og nauð- synlegt, að við séum bundnir sam- tökum, sem beint er gegn stærstu viðskiptalöndum okkar og notum hvert tækifæri til að sýna þeim fjandskap. IV. Að síðustu skal svo minnst á Framhald á 4. síðu.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.