Baldur - 10.04.1959, Blaðsíða 2

Baldur - 10.04.1959, Blaðsíða 2
2 BALDUR r Frá Taflfélagi ísafjarðar iiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiniiiiiii BALDUR Útgefendur: Sósíalistafélögin á Vestfjörðum. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Halldór Ólafsson. | Árgangurinn kostar kr. 35,00. Gjalddagi 1. júlí. Lausasöluverð 2,00 krónur. iTiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiíi Réttlætiskennd Framsóknar SJÁLFSAGT hafa einhverjir fundið til samúðar með Framsókn- arflokknum í kjördæmamálinu, eftir að hafa lesið öll harmakvein- in, sem birst hafa í Tímanum að undanfömu og allar pöntuðu hreppsnefndasamþykktirnar, sem skreytt hafa síður blaðsins. En hafi svo verið, þá er jafnvíst að allar slíkar tilfinningar hafa horf- ið úr brjósti hvers þess manns, sem einhvers metur sanngimi og réttlæti, eftir að birt var ályktun, sem nýafstaðið flokksþing Fram- sóknarflokksins samþykkti um kjördæmamálið. SÚ ÁLYKTUN ber þess ljóst merki, að afturhaldssemi og rang- læti hafa vaðið uppi á þessu þingi og verið þar alls ráðandi. Sam- kvæmt ályktuninni á að afnema uppbótar þingsætin, láta suma af landsmönnum búa við hlutfalls- kosningu, sem Framsóknarflokkk- urinn fordæmir, en aðra við ein- menningskjördæmi, sem þessi sami flokkur telur hið fullkomn- asta réttlæti. EINS OG allir vita, eru uppbót- arþingsætin til þess að jafna met- in milli flokkanna, en gera það alls ekki að fullu, eins og bezt sést á þvi, að nú eru 1.982 3/8 atkvæða á hvern þingmann Alþýðubanda- lagsins, en ekki nema 760 5/17 at- kvæða á hvern þingmann Fram- sóknarflokksins. Með afnámi upp- bótarþingsætanna hefði útkoman orðið þessi: Framsóknarflokkur- inn 17 þingmenn á 12925 atkvæði. Alþýðubandalagið 3 þingmenn á 15859 atkvæði. I ályktuninni er að vísu talað um hæfilega fjölgun kjördæma- kosinna þingmanna, en engar töl- ur nefndar í því sambandi, er því ekki hægt að segja hver á- hrif það kann að hafa á hlutfallið milli flokkanna. Það má þó hik- laust fullyrða, að Framsóknar- foringjarnir ætla með þessari á- lyktun að sjá til þess að hlutur þeirra verði ekki skertur, en hlut- ur allra annarra aftur á móti fyr- ir borð borinn. ÞESSI stefna Framsóknar- flokksins miðar markvisst að því, að flokkur, sem er í miklum minni- hluta að atkvæðamagni, geti feng- ið meirihluta á Alþingi. Þessi flokkur hefur áður gert tilraun í sömu átt, það var þegar 'hann stofnaði Hræðslubandalagið með Alþýðuflokknum. * * * Söfnunin vegna febrúar- slysanna Nýlega er lokið hér í bæ fjár- söfnuninni vegna sjóslysanna miklu í febrúarmánuði s.l. Vegna Júlís- og Hermóðsslys- anna söfnuðust kr. 44.109,00 og vegna tveggja skipverja af b/v Sólborgu kr. 92.332,80, eða sam- tals kr. 136.332,80. Frá ísfirzku togurunum Sólborg kom af veiðum 2. þ. m. með 110 lestir eftir ca hálfsmánað- ar útivist, og Isborg kom af veið- um 6. þ. m. með 116 lestir eftir jafnlanga veiðiför. Afli hjá togurum er nú yfirleitt mjög tregur. Starfsemi félagsins hefur verið með miklum blóma í vetur. Tafl- æfingar voru þrisvar í viku og kappmót meiri en áður. Magnús Kristinsson varð skákmeistari fé- lagsins árið 1959. í öðrum flokki sigraði Jóhannes Ragnarsson og flyzt hann upp í 1. flokk. Hin árlega skákkeppni milli Bol- víkinga og Isfirðinga var háð á skírdag, og skildu bæimir jafnir að þessu sinni. Bolvíkingar unnu á þremur borðum og Isfirðingar á þremur, en sex skákir urðu jafn- tefli. En merkasti þátturinn í félags- starfseminni þetta ár er vafalaust heimsókn hins vinsæla skákmeist- ara Eggerts Gilfer, en hann heim- sótti Taflfélög ísafjarðar og Bol- ungavíkur um páskana. Eggert er mjög góður skákmað- ur, þótt hann sé kominn hátt á sjötugsaldur. Hann hefur oftar orðið Islandsmeistari en nokkur annar, eða níu sinnum. Þá hefur Eggert oft getið sér góðan orðstír erlendis cg unnið marga af frækn- ustu skákmönnum heimsins, og skákir Eggerts hafa víða birzt. Eggert dvaldi hér í rúma viku og kenndi meðlimum Taflfélagsins skák með góðum árangri. Þá tefldi Eggert hér tvisvar fjöltefli. I fyrra skiptið tefldi hann á tuttugu og átta borðum, vann átján skákir, gerði þrjú jafntefli og tapaði sjö. 1 seinna skiptið tefldi hann á tutt- ugu og þremur borðum vann sex- tán, gerði fjögur jafntefli og tap- aði þremur. Síðasta daginn, sem Eggert var hér, var haldið hraðskákmót til heiðurs honum. Keppendur voru átján, og voru tefldar níu umferð- ir eftir Monradskerfi. Eggert sigr- aði glæsilega, hlaut níu vinninga eða 100%. Fyrstur af ísfirðingum 4IIIIIIIIIIIIIIIÍIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII.IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII Trillubátur til sðlu Góður 2ja tonna trillubátur til sölu. — Upplýsingar gefur varð Frank Herlufsen með sjö vinninga. Nú stendur yfir skákmót með tuttugu og tveimur þátttakendum, og eru tefldar fjórar umferðir á viku, og mun það því standa í rúmar fimm vikur. * * * Afmæli. Guðbjarni Þorvaldsson, skipaaf- greiðslumaður, átti fimmtugsaf- mæli 23. f. m. Skarphéðinn Njálsson, bóndi á Kirkjubóli í Skutulsfirði, varð sex- tugur 29. marz s.l. Ný kjörbúð. Jón Ö. Bárðarson, kaupmaður, opnaði laugardaginn fyrir páska nýja kjörbúð í Aðalstræti 24, en þar hafði Landsbankinn áður hús- næði. tllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll I sunnudagsmatinn: Nýtt kjöt: Heil læri Sneidd læri Kódilettur Heilir hryggir Súpukjöt Saltkjöt Nautgripakjöt: Barið buff Gullach File Hakkað Svið Lifur Hjörtu Nýru Unnar kjöt\rörur: Kjötbúðingur Bjúgu Pylsur Kjötfars. Tilkynning Nr. 23/1959. Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið hámarksverð á eftir- töldum unnum kjötvörum: Heildsölu- Smásölu- verö verö Miðdagspylsur pr. kg...... Kr. 21,10 Kr. 25,10 Vínarpylsur og bjúgu pr. kg. — 24,00 — 28,60 Kjötfarz pr. kg............. — 15,10 — 18,00 Kindakæfa pr. kg............ — 33,00 — 42,00 Reykjavík, 31. marz 1959. V erðlagsstj órinn. Jörundur Engilbertsson, Súðavík. KAUPFÉLAGIÐ — kjörbúð — iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii Jiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiini !|llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillll||||||||||l||||||||ll|ll|ll||||!llli|||||||||||||:!||||||||!|||||||||||||ll Ferðatöskur 4 gerðir og stærðir. Verð frá kr. 65,00 til kr. 228,00. Bókaverzlun Jónasar Tómassonar 1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.