Baldur - 10.04.1959, Blaðsíða 4

Baldur - 10.04.1959, Blaðsíða 4
BALDUR Mesntaskóli á Isafirði Þriðjudaginn 17. marz s.l. var haldinn á Isafirði almennur borgarafundur til þess að ræða um stofnun menntaskóla á Isa- l'irði. Til fundarins var boðað af nefnd, sem ýms félagssamtök í bænum höfðu kosið og undirbúið hafði málið. Er hugmyndin að þegar á þessu ári, verði stofnuð við gagnl'ræðaskólann á Isa- firði framhaldsdeild, sem svarar til 1. bekkjar menntaskóla, og síðar, þegar ástæður leyfa, verði stofnaður menntaskóli, sem hafi réttindi til að veita stúdentsmenntun og stúdentspróf. Nýir borgarar. Sigrún ósk, fædd á ísafirði 20. des. 1958, skírð 21. marz 1959. Foreldrar: Erla Lúðvíksdóttir og Sigurður Gunnarsson, Hlíðarv. 29, Isafirði. Sigríður, fædd á Isafirði 2. febr. 1959, skírð 26. marz 1959. Foreldr- ar: Steinunn Gunnlaugsdóttir og Árni Guðjónsson, fulltrúi, Isafirði. Jóna Sigurbjörg, fædd á ísafirði 16. febrúar 1959. Foreldrar: Þur- íður H. Kristjánsdóttir og Bjami Jónsson, Sundstræti 14, ísafirði. Jósef Sigmar, fæddur á Isafirði 19. jan. 1959. Foreldrar: Sigríður Gísladóttir og Jósef Hálfdánarson, Engjav. 28, ísafirði. Bæði skírð 28. marz 1959. Anna ólafía, fædd á ísafirði 7. febrúar 1959. Foreldrar: Amdís ólafsdóttir og Sigurður Ingvars- son, Grundarg. 6, Isafirði. Hallvarður Einar, fæddur á Isa- firði 28. nóv. 1958. Foreldrar: Agnes Hallvarðsdóttir og Karl Aspelund, Aðalstræti 22, ísafirði. Þóra, fædd á ísafirði 16. des. 1958. Foreldrar: Guðrún Dóra Hermannsdóttir og Þórir Þórisson, Mjógötu 3, Isafirði. Guðmundína Margrét, fædd á Isafirði 12. nóv. 1958. Foreldrar: Sigríður ósk óskarsdóttir og Her- mann V. Sigfússon, Túngötu 13, Isafirði. ÖU skírð 29. marz 1959. Hjúskapur. Eftirtalin brúðhjón hafa verið gefin saman í hjónaband af sókn- arpresti, séra Sigurði Kristjáns- syni: Erla Lúðvíksdóttir og Sigurður Gunnarsson, 21. marz s.l. Heimili þeirra er á Hlíðarv. 29, Isafirði. Sigríður ósk óskarsdóttir og Hermann V. Sigfússon, heimili Túngata 13, ísafirði, og Helga Þór- dís Gunnarsdóttir og Jóhann R. Símonarson, heimili Hlíðarv. 32, Isafirði. Bæði gefin saman 29. marz s.l. Dánarfregnir. Sigurður Ólafsson frá Bæjum, andaðist 23. f. m. Hann var fædd- ur 12. maí ’82 í Tröð í Álftaf. Ár- ið 1904 kvæntist hann Maríu Ólafs- dóttur, bjuggu þau lengst af á Bæjum á Snæfjallaströnd og eign- uðust 15 börn, eru 12 þeirra á lífi. Til Isafjarðar fluttust þau 1944. Sigurður var jarðsettur frá Unaðs- dalskirkju 2. þ. m. Sigurður Pétursson, andaðist 26. f. m. Hann var fæddur 9. ágúst 1890 í Hnífsdal. Eftirlifandi kona hans er Ólöf Júlíusdóttir. Eiín Magnúsdóttir, Hnífsdalsv. 3, andaðist 19. f. m. Hún var fædd Framhaldsdeild, eins og sú, sem nú er farið fram á að stofnuð verði, starfið hér við gagnfræða- skólann með ágætum árangri á ár- unum 1949—1952, en lagðist þá niður aðallega vegna þess að laga- heimild vantaði fyrir starfsemi hennar. Þessi deild starfaði í sam- ráði \ið Menntaskólann í Reykja- vík, og Menntaskólann á Akmeyri hafði fyrir sitt leyti samþykkt að veita nemendum úr heimi móttöku án inntökuprófs. Frummælendur á fundinum voru þeir Björgvin Sighvatsson, for- maður fræðsluráðs Isafjarðar og Guðjón Kristinsson, skólastjóri. Auk þeirra tóku til máls: Gústaf Lárusson, kennari, Jón H. Guð- mundsson, skólastjóri, Rögnvaldur Jónsson, kaupmaður og Marías Þ. Guðmundsson, skrifstofumaður. Fundurinn samþykkti einróma eftirfarandi tillögur: „Almennur borgarafundur hald- imi á lsafirði 17. marz 1959 leyfir sér hér með að skora á bæjarstjórn ísaf jarðar og Alþingismenn Vest- firðinga að vinna að því við fræðslumálastjórnina, ríkisstjórn- ina og Alþingi, að stofnuð verði á þessu ári framhaldsdeild við gagn- fræðaskólann hér, og í því skyni verði lögum um menntaskóla nr. 58/1946 breytt í þá átt, að heimilt verði að stofna deildina og menntaskóla á Isafirði, þegar ástæður leyfa. „Almennur borgarafundur hald- inn á lsafirði 17. marz 1959 leyfir sér hér með að skora á fræðslu- málastjórnina, ríkisstjórn Islands 27. maí 1884 á Sæbóli í Sléttu- hreppi. Bjarni Einar Einarsson frá ög- umesi andaðist 28. f. m. Hann var fæddur 4. febrúar 1874 í Reykjarfirði í Reykjarfjarðar- hreppi. Bjarni var tvíkvæntur. Fyrri kona hans Sesselja, dóttir séra Þórarins Kristjánssonar í Vatnsfirði, andaðist eftir fárra ára hjónaband, seinni kona hans, Hall- dóra Sæmundsdóttir frá Hörgs- hlíð, lifir mann sinn. Þau eignuð- ust 10 börn, sem öll eru á lífi. Þórunn ólafsdóttir, Mjógötu 5, andaðist 14. f. m. Hún var fædd 27. marz 1887 á ísafirði. og Alþingi, að stofnað verði á þessu ári til framhaldsdeildar við Gagnfræðaskólann á lsafirði, sem svari til 1. bekltjar menntaskóla, og síðar, strax og ástæður leyfa verði stofnaður menntaskóli á ísa- firði með réttindum til að veita stúdentsmenntun og stúdents- próf.“ 1 greinargerð er fylgdi tillögun- um segir m. a.: Enn er mikill áhugi hér í bæn- um og víðar á Vestfjörðum á því, að slík deild taki til starfa á ný, enda mikið hagsmuna- og menn- ingarmál fyrir Vestfirðinga alla. Láta mun nærri, að milli 20—30 nemendur Ijúki nú landsprófi mið- skóla á hverju vori hér í Vestfirð- ingafjórðungi, þ. e. við Gagnfræða- skólann á Isafirði og héraðsskól- ann á Núpi. Hér er því grundvöll- ur fyrir hendi til starfrækslu slíkrar deildar og stofnunar menntaskóla. Benda má á þá stað- reynd, að margir ágætir menn hér vestra hafa heldur kosið að flytja búferlum til staða, þar sem menntaskólar eru starfandi en senda börn sín frá sér í skóla. Slík- ur brottflutningur hefur verið til- finnanleg blóðtaka fyrir Vestfirði. Og enn aðrir foreldrar hafa ekki séð sér fært að kosta börn sín í skóla í öðrum byggðarlögum. Hugmyndin er sú, að fá hér fyrst um sinn starfræktar fram- haldsdeildir við gagnfræðaskólann á Isafirði, en þegar fjórar menntaskóladeildir eru þannig komnar á laggirnar, teljum við sjálfsagt og eðlilegt, að stofnaður yrði sérstakur menntaskóli, sem yrði undir sérstakri stjórn. Eng- inn vafi mun á því, að slíkur skóli mundi verða sóttur af nemendum héðan úr bænum, úr öðrum byggð- um Vestfirðingafjórðungs og jafn- vel víðar að. Vitað er, að áform eru uppi um að hefja byggingu nýs mennta- skóla í Reykjavík. Segja má, þeg- ar rætt er svo mikið sem nú um jafnvægi í byggð landsins, að það sé misráðið að byggja einn stór- an skóla þar, í stað þess að byggja smærri skóla á fleiri stöðum. Einn- ig sannar reynslan, að fjölmenn- ir skólar eru oftast óheppilegri, uppeldislega séð, en fámennir skól- ar. Málverkasýning Guðmundur Einarsson frá Mið- dal hafði málverkasýningu í Skátaheimilinu 25.-—30. f. m. Sýn- inguna sóttu um 800 manns og margar myndir seldust. * # * 10 ár í félagi .... Framhald af 1. síðu. ummæli fimmmenninganna um hlutleysi og hervernd. Fyrir vopnlausa smáþjóð, eins og Islendinga, er yfirlýst hlutleysi eina vörnin. Hervernd og þátttaka í hemaðarbandalagi bjóða hætt- unni heim, það er að leiða þjóðina vitandi vits í opinn dauðann, ef til ófriðar dregur. Það má vel vera, að yfirlýst Iilutleysi dugi heldur ekki, en það er að minnsta kosti það eina, sem til mála kemur. íslendingar voru fyrir 10 árum flæktir inn í Atlanzhafsbandalagið með ofbeldi og blekkingum, fyrir tæpum 7 árum vom stjórnarskrá þeirra og lýðræðisreglur þver- brotin, til þess að koma inn i land- ið erlendum her, og nú eru þeir beittir votnuðu ofbeldi og ránum af einu voldugasta samstarfsríki þeirra. Þetta þrennt, auk alls ann- ars, ætti að vera nægileg ástæða til þess að segja skilið við þetta bandalag nýlendukúgara og ræn- ingja. Það má og færa fram sem rök í þessu máli, að viðhorf margra efnilegra nemenda á Vestfjörðum til framhaldsnáms mundi ger- breytast, ef þeir vissu, að þeir gætu stundað menntaskólanám hér á staðnum. Á sama hátt mundu og foreldrar í nærliggjandi kauptúnum og sveitum fremur kjósa að senda börn sín stutt en langt. Slíkt menntasetur yrði menningarleg lyftistöng fyrir Vestfirði og yrði til þess að breyta viðhorfi nemenda almennt til náms. Það hefur komið fram í skýrsl- um, að Vestfirðir gjalda harðlega einangrunar sinnar, og virðist ósanngjarnt, að ytri aðstæður, svo sem það, hvar menn séu bú- settir á landinu, ráði hverjir hafi tök á að njóta æðri menntunar. Skýrslur sýna greinilega, að frá þeim tveimur kaupstöðum, sem eru menntaskólasetur, koma að tiltölu flestir embættismenn þjóð- arinnar, og byggðarlög í grennd við fyrrnefnda staði njóta sömu forréttinda. Framangreind rök sanna, að sanngjarnt og sjálfsagt er, að hér verði komið á fót menntaskóla fyrir Vestfjarðafjórðung, og eigi má dragast lengur, að því máli verði hrundið í framkvæmd.“ Fundarstjóri var Jóhann Gunn- ar ólafsson, bæjarfógeti og fund- arritari Guðmundur Ludvigsson, skrifstofustjóri.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.