Nýtt S.O.S. - 01.05.1960, Blaðsíða 5

Nýtt S.O.S. - 01.05.1960, Blaðsíða 5
Úti fyrir flugstöðinni stóð flutningavagninn og á honum flugbátur af Curtis-gerð. Verkstjórinn fór upp í vagninn og settist í ökumannssætið. Enn einu sinni teygði hann sig út og kallaði: „Halló Sam! Er allt í lagi?“ Negrinn Sam leit í kringum sig og það var engan mann að sjá í hættu- legri nálægð. „Allt í lagi, verkstjóri!“ og loftskrúfur stjórnborðshreyfils tóku að snúast. Brumm, brumm. Létt reykský bærist fyrir golunni, blöndunin er í lagi, hreyfillinn vann óaðfinnanlega. Litlu seinna fór bakborðshreyfilliim í gang. Vélamaðurinn kom nú fram í stjórnklefann. „Alt í bezta lagi, Dick!“ kallaði verkstjórinn. Hann varð að hrópa vegna hávaðans í hreyflunum. „Hreyflarnir gagna óaðfinnanlega. Við getum flutt fuglinn út að festunum." Verkstjórinn slökkti á hreyflunum. Loftskrúfurnar hættu að snúast. Verkstjórinn stökk niður úr flugbátnum og niður af lágum flutninga- vagninum. Hann benti út á flughöfnina. Vagninn rann hægt út á braut- arendann. „Hafið þið ekki reynt hreyflana?“ spurði nýkominn vélamaður. Starfs- félagi hans hristi höfuðið. „Flugbáturinn kom til baka í fullkomnu lagi í gær. Það er ekki hægt að reyna hreyflana meðan flugbáturinn er á vagninum. Til þess verður að reyra hann ramlega niður. Flugtakið af sjónum er langbezta prófunin á hreyflana. Ef einhver þeirra reynist ekki í lagi, þá er bara að setjast aftur og hefja viðgerð." Stóra vagninum var rennt út í vatnið og flugbáturinn flaut uppi. Kaðli var kastað til vélbáts, sem beið úti fyrir. Hann dró flugbátinn að festunum. Þar vaggaði hann svo léttilega á bárunni. - □ - Ljósblár sportbíll ók eftir breiðri strandgötunni í Miami. Dálítill hópur ungs fólks í baðfötum fór yfir götuna. „Góðan daginn, kapteinn, á enn að fara í loftið?" Maðurinn í bílnum kinkaði kolli og veifaði til þeirra. Nýtt S O S 5 j

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.