Nýtt S.O.S. - 01.05.1960, Blaðsíða 21

Nýtt S.O.S. - 01.05.1960, Blaðsíða 21
„Cramer er einn bezti flugstjórinn á þessum slóðum. Það er eins og hann finni á sér ef veðrið versnar. Hann bjargar sér, jafnvel þótt hann haldi ferðinni áfram. Hann hefur oft lent í vondum stormum og allt- af sloppið óskaddaður. Aðstoðarflugmaðurinn er álíka fær flugmaður.“ „Eg óska þess sannarlega, að þér hafið á réttu að standa. En ég get ekki að því gert, að þetta leggst illa í mig. Jafnvel bezti . . .“ Hoover lauk aldrei við setninguna. Stundarkorn var hljótt í herberg- inu. Flugumferðarstjórinn stóð úti við gluggann og leit til loftsins, sem varð dekkra með hverri mínútunni sem leið. Fyrstu stormhviðurnar þyrluðu upp ryki og sandi. Aftur hringdi síminn. Hoover tók heyrnartólið. Hann endurtók til- kynninguna. Loftskeyti frá M-PORA: Fljúgum út úr óveðrinu til norð- urs. —■ Hann lagði heyrnartólið á. „Þetta sagði ég yður!" kallaði flugvallarstarfsmaðurinn harla glaður. „Cramer veit alltaf hvernig hann á að snúa sér gagnvart hverjum hlut. Hann flýgur bara út úr óveðrinu! Nú skulum við fá okkur glas af wiskíi.“ „Nei, ég hreyfi mig ekki héðan fyrr en vélin er lent heilu og höldnu!“ Enn hringdi síminn. „Hvað segið þér?“ kallaði Hoover. „Við vorum rétt í þessu að taka á móti SOS-kalli. Kom nokkrum sinn- um. Það var ekki um að villast, þrátt fyrir það, að lofttruflanir voru miklar." „Hver sendi neyðarmerkin?“ „Það gátum við ekki greint, en þau voru send á okkar bylgju." „Þá er það flugbáturinn okkar! Átta farþegar og fjögurra rnanna á- höfn, tólf mannslíf í veði. Halló!" kallaði Hoover í tækið, „Haldið þér, að flugbáturinn okkar hafi sent SOS-merkin?“ „Eftir sóninum að dæma er mér næst að halda það.“ Hoover lagði símatækið á. Hann horfði út um gluggann, regnið streymdi niður á götusteinana. Næstu pálmatré sáust óskýrt í steypiregn- inu og blöðin héngu niður. Það syrti meira og rneira að. „Eins og stendur getum við ekkert aðhafzt, en um leið og veðrinu slotar verðum við að setja björgunarstarfið í fullan gang, Mr. Waren!" sagði flugumferðastjórinn alvarlegur í bragði. „Eg skal segja yður, Wareen, að í framtíðinni ætla ég að vinna að því, að við hættum að nota þessa þungu, hægfara flugbáta í áætlunarflug- Nýtt S O S 21

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.