Nýtt S.O.S. - 01.05.1960, Blaðsíða 17

Nýtt S.O.S. - 01.05.1960, Blaðsíða 17
hvernig eigum við að vekja á okkur athygli. Við höfum ekki svo mikið sem spítu til þess að hengja á skyrtu sem neyðarflagg. Eina úrræðið sýnist mér bara að veifa handleggjunum.“ „En þegar dimmt er orðið sér enginn þótt við veifum.“ „Þá er ekkert annað að gera en að láta skipið sigla sinn sjó og óska því góðrar ferðar! Eg geri varla ráð fyrir, að nokkur hafi þurrar eld- spítur í vasanum! Eða eigum við að veðja?“ „Ja, bara að ég hefði skaplyndi þitt og húmor á hverju sem gengurl" „Það er gálgahúmor, góði minn, bara gálgahúmor! Jæja, sjórinn nær okkur upp í háls! “ Norman virtist hugsa sig um stundarkorn, þá mælti hann: „Eg ætla að reyna að ná í merkjabyssuna og nokkur skot inni í flak- inu. Það er í vatnsþéttum umbúðum og ætti að vera í lagi." „Ágæt hugmynd, Bill. Þetta er í vinstri hlið flaksins." Loftskeytamaðurinn fór úr buxunum og lagði þær á flakið. Svo dró hann djúpt andann og kafaði. Þegar hann kom upp aftur hristi hann liöfuðið, hann hafði kafað til einskis. Önnur tilraun fór líka út um þúfur. Þá reyndi hann í þriðja sinn. Er liann hafði hvílt sig stundar- korn, sagði hann: „í þetta sinn komst ég alveg að stjórntækjunum, en þá varð ég að snúa' við. Eg sá, að þilið milli stjórnklefans og fai> þegarýmisins er farið.“ „Þá ætla ég að reyna þá leið. Kannski er auðveldara að komast í stjórn- klefann úr farþegarýminu heldur en inn um þröngar dyrnar með renni- hurð“. Erikson fór nú úr öllum föturn nema mittisskýlu, til þess að föt- in yrðu hvergi til trafala eða festust. „Eg ætla að reyna að komast inn í flakið.“ Erikson andaði djúpt nokkrum sinnum, svo stakk hann sér inn í flak- ið. Bill gat hæglega fylgzt með ferðum hans fyrst í 'stað, en svo hvarf hann bak við millivegginn að stjórnklefanum. Óhugnanleg sjón blasti við Erikson í farþegarýminu. Þar voru far- þegarnir þrír, sem saknað var. Tveir stóðu uppréttir, en sá þriðji var á floti. Sjórinn streymdi ýmist inn eða út, vegna þess að flakið lyftist og hneig á víxl og þá fóru líkin einnig á hreyfingu. Það var eins og þau væru að reyna að grípa til Eriksons. Sá þriðji virtist ætla að synda á móti honum og starði á hann brostnum augum. Erikson flugmaður lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Hann var jafnan kaldur og rólegur og það kom bezt í ljós, er flugvélin hrapaði. Nýtt S O S 17

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.