Ingjaldur - 01.06.1932, Side 3

Ingjaldur - 01.06.1932, Side 3
INGJALDUR .—jarfógeti hefur legið rúmfastur meö snert af brjóst- himnubólgu. Varð sjúkdómur þessi tll þess að ^lngjaldur® varð til. það stafar margt ílt af veik- Indum. ísl. Högnason er farinn út yfir pollinn i pílagrímsför tll graf- ar Lenins. Jón Rafnsson og Ingibergur eiga að gæta »félaganna« á meðan — ásamt bæjarfógeta. Karl Jónasson læknir er nýfarinn snöggva ferð til Reykjavíkur í áríðandi erindum. í Stórhöfða er nú búið að mæla land handa vitaverði og einnig 4 hektara land uppi í Höfðanum handa nokkrum mönnum til ræktunar. Stórbændur hér höfðu lengi haldið því fram, að Höfðinn fylgdi jörðum sinum. En Stjórnarráðið úrskurð- aði að svo væri ekki, heldur hefðu þeir alsaiað sér honum eins og öðru landi, þegar gerðir voru við þá samningarnir 1927. Fjárelgendum hefur staðið eítthvað land þar tll boða dl beitar, ef þeir vildu girða það. En þeir hafa hlngað til á- litið sér hentara að nota annara land, sér að kostnaðarlausu. Mun þö væntanlega bráðum vinnast tími til að koma þelm á aðra og heil- brigðari skoðun. Bæjarfógeti bendir þeim, sem óska afgreiðsiu eða viðtals utan skrifstofutíma, að biðja áður um það í síma. þeir geta með því sparað sér það ómak að fara erindisleysu. Það stendur eft svo á að ekki er unnt að sinna mönnum á þeim tíma. Jón Hallvarðsson cand. jur, nú settur sýslumaður i Barðastrandar- sýslu tekur við fulltrúastöðu a bæjarfógetaskrif- stofunni 1. júlí n. k. Hefur bæjarfógeti um nokk- ur ár reynt að svo yrði að fullkominn lög- fræðingur fengist á skrifstofuna, því að þörfin er ég hefur verið brýn, en ekki tekist fyr eu nú síðast í tíð fyrv. dómsmálaráðherra. Ef til vill verður einhvern tíma síðar brugðið upp mynd af embættisverkunum hér bornum saman við verk lögreglustjórans í Reykjavík. Mun þá koma I Ijós að tæplega hallast á mig þó að skrifstofu- 3 fé hér hafi verlð 6500 kr. en yflr 40,000 kr. Reykjavík. Brunnúrinn í Dalnum. Bæjarstjóri hefur sagt mér að brunnurinn í Dalnum verði aldrei fullur, heldur komist vatnið aðeins að ákveðnu hæóarmarki. Úr þessu viröist mér sjálfsagt að bæta, og niá gera það með þvi að grafa samskonBr brunn eða brunna við hlið- ina á þeim sem fyrir er og hafa samrennsli þar sem vatnið kemst lengat upp. Eiga nýju brunn- arnir að vera miklð víðari um sig en sa sem er. Með þessum hætti á að safnast miklu meira vatn og auk þess fleiri tekið vatn í einu, sem er mik- 111 kostur. Fundargerðir bæjarstjórnar. það er siður í flestum sýsluní landsins og ef til vill öllum, áð láta prenta sýslufundargerðir. En nú eru þes8ir fundir svipaðastir fundum bæjarstjórna i kaupstöðum. Virðist mér vera vel til fallið að bæjarstjórn láti á hverju ári prenta úrdrátt úr fundargerðum bæiarstjórnar, þar sem allra helstu mála værl getið, sem fyrir hafa legið á árinu. Mundu bæjarbúar þá fylgjast betur með því sem gerðist l bæjarstjórn og skapast melri áhugi fyrir bæjarmálunum en nú er. Mætti prenta þessar fundargerðir ásamt reikningunum og láta þær fylgja þeim. Sakamál fyrirsklpaði dómsmálaráðuneytið 30. f. m. að skyldi höfða gegn bílstjóra Ferd. Carlson f'yrir meint sviksamlegr athæfi í sambandi við hlð al- kunna „bílmál“ og gegn þeim Helga Benónýs- syni búfræðir.g og Helga Benediktssyni kaup- manni fyrir þátttöku í hinu meinta afbroti Carl- sons. Skotmálið. Dómsmálaráðuneytið hefur nú ákveðið að rnnn- sókn skuli lokið í kærumáli ísl Högnasonar út af rúðubrotinu í vetur, sem hann taldi' hafa ver- ið morðtilraun við sig (og ef til vill telur enn). Rannsóknin ieiddi ýmislegt í Ijós er miklu frem- ur benti tii þess, að um steinkast hafi verið að ræða, og svo mun ráðuneytið hafa litið á úr því ■ það fyrirskipaði ekki mólshöfðun. Mega allir Vestmannaeyjingar iagna því, að menn eru hér ekki eins blóðþyrstir og Kommúnisrar álitu. Og ísleifur sjálfur getur þá lika sofið rólegar eftir- leiðis — lífvarðarlaus.

x

Ingjaldur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ingjaldur
https://timarit.is/publication/1022

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.