Ingjaldur - 26.06.1932, Blaðsíða 1

Ingjaldur - 26.06.1932, Blaðsíða 1
INGJALDUR I. árg. Veatmannaeyjum 26 júní 1932 2. tbl. Niðurjö/aun útsvara. AUa var jafnað niður útsvörum í ár að upp- hæð kr. 163,7000,00. Þessum var gert að greiða mest: Gunnar Ólafsson & Co. kr. 11600,00 Shell — 7000,00 Olíuverzlun fsiands — 6000,00 ísfélagið — 5500,00 K. f. Bjarmi — 5000,00 Ól. Auðunsson — 3500,00 Ól. Lárusson — 3200,00 K. f. Fram — 3000,00 Anna Gunnlaugsson — 3000,00 Nýja Bió — 2500,00 Lýsi & Mjöl — 2300,00 Vöruhús Vestmannaeyja — 2000,00 Magnús Bergsson — 2000,00 H. V. Björnsson — 1600,00 Br. Sigfússon — 1500,00 Helgi Jónatansson — 1500,00 Fó!ag8bakaríið — 1200,00 Jóhanne8 Sigfússon — 1200,00 Kaupfélag Verkamanna — 1000,00 Einar Sigurðsson — 1000,00 Árni Böðvai’8son — 1000,00 Sv. Guðmundsson — 1000,00 Hekla — 1000.00 Kr. Linnet — 1000,00 Alls kærðu 52 menn útsvör sin o g leit niður- jöfnunarnefnd í náð til sumra þeirra. Aðallega urðu fyrir blíðu hennar Vörubús Vestmanna- eyja og Ól. Auðunsson. Aftur á móti refsaði hún héraðslækninum með því að láta sór ekki vel líka útsvar sitt og hækkaði það um 200 kr. Hefir læknirinn ekki víljað sætta sig við þessa ofanigjöf og hefur kært til yflrskattanefndar og slikt hið sama hafa nokkrir aðrir gert. Eru það af hæstu gjaldendum, Olíuverzlun íslands, bankastjóri H V. Björnsson og Heigi Jónatans- son. Þrátt fyrir tilraunir minar hefur niðurjöfn- unarnefndin ekki fengist til að þess að semja reglur fyrir útsvarsálagningu sinni. Getur þó fekki talist verjandi að láta jafn há gjöld hafa þessa sérstöðu, þar sem opinber gjöld til ríkis- sjóðs, sem eru yflrleitt miklu lægri, eru lögð á eftir hárfínum mælikvarða. Aðalsökin liggur hér hjá löggjafarvaldinu, sem býr til útsvarslög, er gera ráð fyrir að hver bæjarstjórn og hrepps- nefnd hafi þetta eins og hún vill, og að mörg lög ráði um þetta í landinu. Yfirleitt virðist svo, að landsstjórn og þing menn sneiði oft hjáþví að ráðast í að semja þau lög, sem nokkur vandí er að búa til, enda þótt brýn þörf sé á þvi, og aðeins ráði gamalt og úrelt fyrirkomulag. T. d. hegningar- og réttarfars löggjöf og skipu- lagsbundið skattakerfl. Hinsvegar er ekki spar- að að unga út sæg af ómerkilegum lögum og breytíngum á ómerkilegum lögum á ári hverju. Nú hefur niðurjöfnunarnefndin í Reykjavík birt þær reglur, sem hún fer eftir. Kemur þá í ljós að útsvörin eru miklu þyngri á mönn- um hér í Eyjum en í Reykjavík. Á þetta þó aðallega við hátekjumenn. Ætti niðurjöfnunarnefndin, áður en hún byrj- ar starf sitt næst, að gera uppkast að reglum til afnota fyrir sig og bera þær undir yfir- skattanefnd. Með því mundi hún komast hjá að gera illa þokkað starf enn óvinsælla en þörf er á, og vandasamt verk enn örðugra. Gæti hún þá líka hlíft gjaldend. við að gera hinn leið- inlega samanburð á sér og öðrum og að vera með binar og þessar ágiskanir og jafnvel upp- lognar áætlanir, um tekjur annara. það er nokkuð almennur hugsunarháttur manna, að þykjast eiga að greiða sem minst eða engin opinber gjöld. Menn sem ekki telja eftir sér að borga 300 kr. og meira i vín yfir vertíðina og þeíta 300—500 kr. í tóbak yflr árið telja það hið mesta ranglæti, ef þeira er gert að greiða t. d. 20—50 kr. í útsvör þó einhl. séu. Ég held að þetta stafi hjá fjöldanum af hugsunarl. Hávaði manna kærir sig ekkert um að lifa á á bónbjörgum eða að láta aðra borga fyrir sig. Þó er þetta nú svo, ef menn leggja lítið eða ekkert af mörkum til hins opinbera, hvort sem það er ríkið eða bæjar- og sveitarfélög, sem eiga i hlut, og eru þó ekki þurfamenn, að menn eru í raun og veru að þiggja ölmusu. Ríkið leggur fjölda margt til, sem allur al- menningur notar. Það er greitt úr rikissjóði til veganna, sem menn nota, til skipanna, til brúanna, til skólanna, til peningastofnananna og til svo fjölda margs annars. Ef þetta væri ekki gert, yrði hver einstakur að borga þetta dýru verði eða að vera án þess. Eius er um bæjarfélögin. Hvernig mundi hafa farið um útgerð hér, ef hvorki bær eða ríki hefði lagt í höfnina, svo aðeius sé nefnt eitt dæmi. Menn verða að athuga, að þeir sem ekkert borga til þessa, eru ölmusumenn hinna, sem borga, ef

x

Ingjaldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingjaldur
https://timarit.is/publication/1022

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.