Ingjaldur - 26.06.1932, Qupperneq 2

Ingjaldur - 26.06.1932, Qupperneq 2
2 INGJALDUR / þeir annara eru meuugir urn að láta eitthvað af hendi rakna. Og eins og éS benti áðan á, þá eru menn almennt miklu megnugri þess að greiða eitthvað, enn menn telja sér og öðrum trú um, sbr. eyðslu á óhófsvörum. það er miklu fremur hitt, að mönnum er sumpart tal- in trú um, og sumpart telja Bérsjálfum trú um, að menn greiði opinberu gjöldin fyrir ekki neitt eða sama sem ekki neitt, sem skapar þessa hugsun alinennings. Heilbrigðaði hugsunarháttur er það, að hafa ánægju af því að greiða til landsins síns eða bæjarins síns, svo unt sé að frarakvæma eitt- hvað. Þess v®ri óskandi, að meiri þegnskapar- andi mætti vetða hér á landi, en minna af hugsunarhætti ölmusumannsips. Sá bugsunar- háttur setur kotungabrag á menn, h.vort sem þeir eru efnaðir eða efnalausir. Og þá munu menn ekki gera sig til athlæis með því að vola framan í alla yflr „útsvarinu sínu°, held- ur heimta og reyna að sjá um, að það sé notað á viturlegan hátt. K. L. Úlvarpið. Hér í bæ munu vera um 110 útvarpsnotendur, ef meðtaldir eru þeir, sem hafa hátalara frá við- tækjum annara. Ætla mætti að svo fjölmennur hópur manna hefði margskonar skoðanir á hinu andlega fóðri, sem útvarpsráðinu þóknast að senda þeim gegnum loft'ð, en ekki minnist ég að hafa séð þess í neinu getið f blöðum hér. Margir útvarpshlustendur hafa eflaust heyrt erlndl Elís Guðmundssonar í útvarpinu nýlega, en það var að miklu leyti hvatning til þeirra að ganga i útvarpsnotendafélag Reykjavíkur. þó í sjálfu sér sé lítið við það að athuga að ganga i félagið, virðist þó liggja betur við að hlustendur hér stofni með sér félagsskap, sem geti svo í samvinnu við önnur slík félög í landinu, komlð komið fram áhugamálum sínum við útvarpsraðið og stjórn útvarpsins. Elís Guðmundsson gat þess f erindi sínu að sendir yrðu til útvarpsnotenda út um land, kjörseðlar til að kjósa mann í út- varpsráðið, og að í hverjum bæ yrði einum manni sendir þessir seðlar til útbýtingar. Ekki veit ég hver hefur orðið fyrir valinu hér, en t-eðlunum hefur ekki verið útbýtt enn, og ætti þó að vera kominn tími til þess, þar sem kosnlng á að fara fram í júlí. Stofnun útvarps- notendafélags hér er því mjög aðkallandi, og vil ég hér með skora á útgefanda „Ingjalds" og aðra þá útvarpsnotendur sem tll forystu eru fallnir, að gangast fyrir stofnun slíks félagsskapar með því að boða alla útvarpsnotendur á fund, og er ég visa um að ekki mun vanta þátttöku í fél- aglð, fáist einhverjir til að hafa forgöngu um stofnun þess. Um verkei’ni fyrir félagið er’’ óþarft að r. hér, nægir að benda á að mest af þeim útvar^ truflunum, sem nú ætla að æra hlustendur, mL vera hægt að deyfa svo að ekki valdi óþægind- um framar, og mun félagi veitast auðvelt að koma því í lag, þó að einstaklingum veitist það óklelft. Lagaákvæði um bann gegn notkun ódeyfðra raf- tækja, er truflunum valda, eru mjög ströng og varla nokkur, sein bryti þau, ef þau væru al- menningi kunn. 22. júní 1932. Hjálmar Eiríksson. Útvarpið er þegar orðinn verulegur þáttur í heimilislífi fjölda manns um ö'I lönd og er á góðum vegi með að verða það nú þegar hér. En það þjáist mjög af bernskusjúkdómum og var þegar óheppilega á stað farið, er sá maður var valinn til forustu sem vitanlegt var að ekki yrði talinn hlutlaus eða hefði nokkra getu til þess að að vera hlutlaus. það er því mikil þörf fyrir útvarpsnotendur að beita sín og það yerður ekki gert nema með félagsskap. Skal hér í því sam bandi skýrt frá tillögum, sem Félag útvarpsnot- enda í Reykjavík samþykti á fundl nýlega. Á fundi Félags útvarpsnotenda 9. þessa mán- aðar var samþykt að gera þessar kröfur: 1. Að útvarpsstjórnin geri víðtækar róðstaf- anir til þess að útbreiða útvarpið, meðal annars með því að selja viðtæki með auðveldum greið- sluskilmálum, og stuðli ennfremur að þvi að menn geti smíðað viðtæki sin sjálfir. 2. Að viðtækjaverslunin útvegi ávalt fullkomn- ustn og ódýtustu viðtækin sem völ er á á heims- markaðinum, en bindi ekki viðskifti sín við örfáar norðurálfuverksmiðjuJ, eíns og nú er gert, og selji þau ekki hærra verði en þarf til að standast verslunarkostnaðinn. 3. Að viðtækjaverslunin hafl næga sórfróða menn í þjónustu sinni við innkaup og sölutækj- anna. 4. Fé’agið álítur nauðsynlegt að rekstursskýrsia yfir allan rekstu útvarpsins sé birt almenningi ársfjórðungslega. 5. Félag útvarpsnotenda telur æskilegt, að lög- um og reglugerð um útvarpið verði breytt þannig að Félag útvarpsnotenda fái fullan íhlutunarrétt um fjármálastjórn útvarpsins, ásamt meiri hlut- töku en það hefur nú að lögum um skipun út- varpsráðs. 6. Sjái útvarpsstjórnin sér ekki fært að taka <il greina krófurnar undir töluliði 1, 2 og 3, þá álítur Félag útvarpsnotenda nauðsynlegt að breyta um sö’.ufyrirkomulag. Lesið lngjaid.

x

Ingjaldur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ingjaldur
https://timarit.is/publication/1022

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.