Ingjaldur - 26.06.1932, Side 3

Ingjaldur - 26.06.1932, Side 3
INGJALDUR 3 iþróttamótið. Enda þótt Vestmannaeyjingar hafi eðlilega haft miklu minni tíma og tækifæri til þess að þjáHa 8ig og auk þess verri skilyrði til þess en margir aðrir.hafa þeir þó á íþróttam. nú í Rvík skarað framúr í mörgum greinum, og yfirl. staðist þannig þrautir þaer og þolraunir, að þeim er hinn mestl sómi að. Mætti bæjarfélagið vel láta I ljósi við- urkenningu sína á einhvern hátt, og hlúa eins vei og kostur er að því, að íþróttalíf meðal ungra manna megi blómgast sem mest hér. íþrótta- mennirnir eiga heimting á því og eiga að krefj- ast þess. fþróttablaðið „þjálfi" mun á sínum tíma skýra nánar frá mótinu en „Ingjaldur® lætur þesss, sem á eftlr fer getið til bráðabirgða. H 1 a u p . Hafsíeinn Snorrason varð fremstur í 100 metra, 200 metra og 400 metra hlaupi, Kctrl Vilmundarson varð þriðji í 100 m. hlaupi og annar í grindahlaupi. Karl Sigurhansson varð annar í 1500 metra en fyr&tur í 5000 og 10000 metra hlaupunum. Varð Magnús Guðbjartsson þar annar í röðinni í báð- um. . S t ö k k . Karl Vilmundarson varð annar ( þrístökki. Asmundur S/einsson varð fyrstur í stangarstökki en Óskar Valdason annar. S p j ó t k a s t. Aðalstelnn Gunnlögsson sigraði þar alla keppi- nautana. Elns og sjá má af þessu, er um glæsilega sig- urvinninga að r»ða af hálfu þessara fáu manna úr Vestmannaeyjum, sem á mót'ð fóru. En nög er eftir að sigra í þrátt fyrir þetta. það verði næst. ' Alþýðublaðið. flytur svohljóðandi greinarstúf 20. þ. m. Sýnishorn af réttarfarinu i Vestmannaeyjum. í dag heldur Ferdlnand Carlson fyrírlestur um réttarfarið í Vestmannaeyjum. það er mörgum að einhve’Ju leyti kunnugt, er fylgst hafa með velferðarmálum þjóðarinnar, að þjónar réttvísinn- ar í Eyjum haf* farið einkennilega með vald það sem þeim hefur verlð lagt í hendur. En á allra sfðustu árum hafa þeir þó gengið svo langt, að mönnum hefur skilist, að ekki mætti við svo bú- ið lengur standa. Einn af þeim, er þetta hefur 8killð, er ofangreindur fyrirlesari — Hann mun með nokkrum vel völdum dæmum sýna, hvern- ig þessir frægu þjónar réttvíslnnar hafa gengt skyldustörfum sinum. — Má búast við að flest- góðum mönnum leiki hugur á að heyra það, er hr. Carlson hefur okkur Reykvíkingum að bjóða, því hann er mabur gagnkunnugur þessum mál- um þar eystra og heflr að auki fengið persónu- lega reynslu fyrif því, hvernig dómsvaldinu þar í Eyjum er beitt. Fyrirlesturinn verður haldinn kl. 8'/2 síðdegis í Iðnó. p■ íngjaldur vonast til þess að hinum góðakunna bilstjóra megi auðnast að fá betri aðsókn í Rvík en hór um daginn, og að sem flestir góðir menn (eins og segir í stúfnum) megi verða til þess að styrkja hann. Gengur Alþ.bl. á undan öðrum með góðu fordæmi að geta fyrirlesturains fyrir ekki neitt. Tíminn er ekki svo hugulsamur, sbr. greinarkorn það sem á eftir fer og stóð í blað- inu 18. þ. m. Fyrirlestur um réttarfarið í Vestmannaeyjum o. fl. í því sambandi, hefir Ferdinand Carlson í hyggju að flytja í Iðnó á miðvikudaginn. — Birtist í Tím- anum s. 1. vetur örlítlð sýnishorn þess réttar- fars ÍEyjum.sem bæjarfógeti og þjónar hans fram- kvæma. Annars hafa ýms önnur tíðindi gerst þar í Eyjum s. 1. vetur á pólltískum og réttarfars- legum vettvangi, svo sem hið fræga »bíimál« Carlsons og þeirra Tangamanna, er Ieiddi af sér kærur á ýmsa menn þar f byggðarlaginu. — Mun hét mörgum ekki með öllu forvitnislaust að heyra mál þessi rakin og þá atburði, er í senn geta talist broslegir og hneykslanlegir. (Augl.) þetta er skolli dýr auglýaing — hver borgar hana? Helgi? Ólafur?? þorsteinn??? Carl- son sjálfur? ??????? Fyrirlestur Carlsons, Einkaskeyt) frá fréttaritara vorum í Reykjavík. (Eftirprentuð bönnuð.) Rétt um lelð og blaðið fór í pressuna barst oss svohljóðandi skeyti: INGJALDUR Vestmannaeyjum. Carlson kom einn á fyrirlestur slnn. Endur- tekur hann eítir áskorun frá sjálfum sér Rekst- urshalli gífurlegur. þórður. Hitt og þetta. Fisktökuskipið Braemar fór héðan í vikunui með 70 tonn af fullverkuðum og 50 tonn af hálfverkuðum fiaki. Verðið er talið liðugt 35000 krónur. Þróin undlr Löngu. Bæjarstjóri hefur bent mér á, að þróin undir Löngu hafi verið stækkuð og er því af vangá rangt skýrt frá þessu í síðasta »Ingjaldi«.

x

Ingjaldur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ingjaldur
https://timarit.is/publication/1022

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.