Alþýðublaðið - 16.04.1924, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 16.04.1924, Blaðsíða 3
iiL 2 upp á t>aÖ að ssekja um sérleyfl, sem þeir sjáanlega geta ekki hag- nýtt sér á anuan hátt en að bt a*ka með þau, ef þeir þá ekki sækja um þau beinlínis sem lepp ^r er- lendra félaga. Símon. Frá Danmðrku. (Tilkyuning írá sandiherra Dana) Um leið ogblaðið »Köbenhavnc lýsir flokkaskiftingu i þinginu eftir kosningarnar og telur saman 55 jafnaðannenn og 20 geibótamenn á móti 44 vinstrimönnum og 28 hægrimönnum — f’jóðveijinn Sclnnidt er talinn utan flokka —, fer blaðö svofeldum orðum um úrslit kosninganna: Komingaúr- slitin veiða ekki þýdd nema á einn veg, sem sé þann, að meiri hluti kjósenda vilji láta jafnaðarmenn fara með völdin. Afleiðing kosningacna hlýtur að verða sú, að Stauning myndi ráðu- neyti, og vinstrimenn verði and- ófsflokkur íramvegis. »Socialderro kraten< og »Nationaltidende« eru Bimmála um, að ráðuneyti Neer- gaards verði að segja aí sér, og undirstrikar »Socialdemokraten< í því sambandi, að jafnaðarmenn séu stæisti þingflokkurinn. Listir. Eitt af því, sem burgeisarnir eru »ð drepa í landinu með at- vinnuleysi, lágu káupgjaldi og nurlara-»sparnaði<, er vísir si til lista. sem hér var farinn að vaxa, og að þeim er alvara með það, sSst greinilega á úthlutun lista- mannastyrksins, sem Alþýðub'aðið heflr ekki viljað gera stjórninni til skammar að bbtr. Þar var farið svo langt niður fyrir sex hundruð krónurnar frægu, sem forsteinn Erlingsson skopaðist að. Á veturna heflr það verið und- anfarið, að almennicgur heflr átt nokkurn kost á að njóta þeina andlegu verðmæta, er listamenn skapa. Þeir hafa þá geflð fólki kost á því fyrir dálítið endurgjald, og almenningur heflr íagnað því og reynt að færa sér í nyt. En þegar atvinnuna brest.ur og ekki fæst fyrir það sem, unnið er, nema rétt til hnifs og skeiðar, þá er ekki unt að sjá af neinu til end- urgjalds fyrir íistnautnir. Það hefir líka séð á. Hljómleikar, er J efnt hefir verið Lil af mikilli alúð, hafa verið mjög illa sóttir, og i Lsikfélagið hefir sýnt mætavel égæta leiki, en h:otið mjög nauma aðsókn, og sömu söguna er að segja á fleiri sviðum. fetta þarf ekki að rekja meira. Sem betur ter, mun alþýðu E.s. „GuilfOss“: fer héðan til Bergen og Kaup- mannahafnar á íímtadag 17. apríl kl 6 síðdegts. Vepksemaðurínn, btaö jafnaðar- manna á Akureyri, er besta fréttablaðið af norðlenzku blöðunum. Flytur góðar ritgsrðir um stjórnmá! og stvinnumál. Kemur út einu sinni í viku, Kostar að eins kr. 6,00 um árið. Gerist áikrif- endur á algrsiðslu Alþýðublaðsme. vera ljóst, um hvílíkt tjón hér er að ræða í menningariegu tilliti', — tjón, sem skilningslausir aftur- haldsgasprarareiu valdir að. Eo það eru sjálfsagt lítil iíkindi til, að þeir sjái að sér, og þess vegna verður alþýðan, sem enn er með öllu viti þrátt fyrir alt, að spyrna sér úr þessum kút menningarleysisins, sem verið er aÖ keyra hana í, með því að herða á kröfum sín- um til sæmilegs lífs, svo að húu geti líka lofað listunum að lifa þrátt fyrir íhalds-þing og -stjórn. En til þess þarf alþýðan að hafa vinnu og fá fult verö fyrir hana. Edgar Rice Burroughs: Tarzan og gimsteinar Opar-borgar. Og meðan þeir fjarlægðust æ meir bæ Tarzans, hélt Achmet Zek öllu liði sinu suður að bænum. Tarzan apabróður þótti vænt um ferðalagið. Hann var verulega i essinu sinu. Fötin háðu honum alt af, og liann notaði hvert tækifæri til þess að losna við þau Ást hans til konu sinnar hólt honum bundnum við menninguna, sem hann gat ekki annað en fyrirlitið. Hann hataði alla uppgerð hennar og yflrdrepsskap, og meö óspiltu eðli sinu hafði hann séð, hve kjarni hennar var rotinn, — bleyðileg barátta um frið og ró til þess að sitja að auði og allsnægtum. Hann neitaði þvi ein- dregið, að hið fegursta i lífinu — listir og bókmentir — hefðu þriflst á slikum Igrundvelli; miklu fremur hafði það lifað þrátt fyrir þessa peningamenningu. „Sýndu mér þá feitu og auðugu bleyðu," sagði hann oft, „sem borið hefir fram fagra og göfgandi hugsjón. I deilum, i baráttunni fyrir liflnu, meðal hungurs og dauða og i háska, þegar náttúruöflín sýna sig i almætti sinu og gefa manninum til kynna, hve órendanlega litil- fjörlegur hann er, hafa fæðst beztu og göfugustu hug- sjónir mannsandans.“ Tarzan elskaði náttúruna, og hann kom nú til hennár eins og elskandi, sem lengl heflr bbðið óþreyjufullur eftir stefnumóti. 'Waziri-mennirnir voru mannaðri en hann i eðli sinu. Þeir suðu mat sinn áður en þeir borð- uðu hann, og þeir töldu margt óæti, sem Tarzan hafði alla æfl talið sælgæti. En svo áhrifamikill er yfirdreps- skapurinn, að Tarzan kunni ekki við að koma fram eins og hann þráði heitast fyrir augum svertingjanna. Hann át brunnið kjöt, þótt hann hefði kosið það hrátt og óspilt, og hann drap dýr með örvum, þótt hann sár- langaði til að stökkva á þau og nota tennur og krafta sina. Loksins varð þráin svo sterk, að hann þoldi ekki við; hann varð að fá heitt blóð og volgt kjöt; vöðvar hans brunnu i skinninu eftir þvi að reyna sig i návigi við skógardýrin. Baráttan fyrir tilvcrunni, sem hann hafði vanist viö fyrstu tuttugu árin, freistaði hans. HHHHHHBSHHBSHEHEaHKS „Sonur Tarzans" kerour út seinnl paitinn á laugardaginn. Verðið sama og á hinutn Tarzans heftuouœ.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.