Ný dagsbrún - 06.02.1973, Blaðsíða 2

Ný dagsbrún - 06.02.1973, Blaðsíða 2
2 NY DAGSBRÚN Þriðjudagurinn 6. febrúar 1973. NÝ DAGSBRÚN Utgefandi: Sósíalistafélag Reykjavíkur ÁbyrgSarmaður: Guðni Guðnason. Ritstjóm og afgreiðsla: Tryggvagötu 10 • Reykjavík Sími 17510 - Pósthólf 314 Verð blaðsins er kr. 20.00 eintakið Setning: Prentiðjan Skipholti 9 Prentun: Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. ISIýlr menn með ný loforð Það er háttur sósíaldemókrataflokka og annarra slíkra >,vinstri“ flokka hverju nafni sem nefnast, að lofa hverskyns endurbótum á auðvaldsskipulaginu, sem þeir telja verkalýð og vinnandi stéttum trú um að gerbreyti kjörum þeirra og þjóðfélagsstöðu án þess að hróflað sé við grundvelli auðvaldsskipulags- ins eða að völd og athafnafrelsi auðmanna séu á nokkurn hátt skert. Þetta er kallað endurbótastefna (reformismi). Enginn marxisti er á móti endurbótum á kjörum verkalýðsins innan auðvaldsskipulagsins, heldur líta þeir svo á að endurbætur eigi að efla stöðu verka- lýðsins í stéttabaráttunni en ekki draga úr henni. „Endurbætur eru hjáverk byltingarinnar“. En marxistar berjast harðri baráttu gegn endur bótastefnunni vegna þess að hún er borgaraleg tál- snara, sem hefur það að markmiði að hindra og leiða afvega stéttabaráttu verkalýðsins. Flokkar endurbótasinna rækja þannig visst þjón- ustuhlutverk í þágu ráðandi stéttar. Borgarastéttin þarf á þeim að halda til þess að viðhalda trú á auð- valdsskipulagið. Endurbæturnar, að svo miklu leyti sem þær eru annað en loforðin tóm notar ráðandi stétt til þess að þrælbinda verkalýðinn við stjórn- kerfi auðvaldsins og sundra honum í ósamstæða hagsmunahópa eins og mörg eru dæmi til hér á landi frá síðustu áratugum. Atferli núverandi stjórnarflokka er skýrt dæmi um þjónshlutverk endurbótasinna. Fyrir valdatöku sína lofuðu þeir algerri stefnubreytingu og hvers kyns umbótum fyrir verkalýð og vinnandi stéttir og gerðu jafnvel smávegis leiðréttingar á verstu rangindum fyrrverandi stjórnar. En sú dýrð stóð ekki nema fyrstu vikurnar. Síðan hefur stjórnin sífellt verið að hlunnfara verkalýðinn og hlaða undir burgeisana. Hún „frestaði" samningsbundnum verðlagsuppbót- um verkafólks og allar horfur eru á því að henni takist að gera þá frestun varanlega með einhverjum hætti. Hún felldi gengið og færði þannig einokunar- samsteypu S.H. og S.Í.S., sem drottna yfir mikilvæg- ustu útflutningsvörum landsins ótaldar milljónir á kostnað vinnandi stétta, því að engum dettur í hug, og stjórninni ekki heldur, að gengislækkunin komi ekki að fullu fram í aukinni verðbólgu. Stjórnin veit líka og það vita allir, að gengislækkunin nær ekki þeim tilgangi sem ætlað er, að auka gróða bur- geisanna, ef kaupgjald ætti að haldast í hendur við hækkandi verðlag. Þess vegna leitast nú stjórnar- liðið við á laumulegan hátt að skerða eða falsa vísi- töluna frá því sem nú er og notar til þess völd sín í verkalýðssamtökunum. Hinn stutti valdaferill stjórnarflokkanna hefur þegar sýnt þá í réttu ljósi og þó engan þeirra í jafn ömurlegu ljósi og Alþýðubandalagið sem þykist vera „sósíaliskur verkalýðsflokkur“ og hefur notið verka- lýðsfylgis út á það. Árum saman hafa Alþbl-menn prédikað það fyrir verkalýðnum að það verði að „færa kjarabaráttuna inn í þingið“ og „kjósa rétt“ til þess að kjarabætur verði ekki teknar aftur af ill- um stjórnarvöldum. Verkafólkið hlýddi þessu kalli og sendi stóran hóp Alþbl-manna inn á þing, nógu stóran til þess að þeir komust í stjórn. Efndirnar eru kjaraskerðingar fyrir verkalýðinn og fjáraustur í Blöðum flett: ORÐ OG EFNDIR í upphafi var það ætlun mín að rifja upp síð- ustu gengisfellingu viðreisnarstjómarinnar, en ýmislegt annað kallaði að svo tíminn varð of naumur í þetta sinn. Þess í stað fletti ég nú aprílblöðum Þjóðviljans frá árinu 1971. Þar verður fyrst fyrir mér ræða sem Eðvarð Sig- urðsson flutti í eldhúsumræðum á Alþingi þann 6. apríl, en Þjóðviljinn birti ræðu hans daginn eftir. Þar segir Eðvarð: „Á öllum valdaferli núverandi ríkisstjórnar, sem nær yfir meira en áratug hefur helzta stjórntæki hennar í efnahagsmálunum verið gengisfellingar. Gengisfellingar hafa verið not- aðar í þessu skyni vegna þess að þær eru stórvirk aðferð til að breyta tekjuskipting- unni og hafa áhrif á tilfærslu fjármuna í þjóð- félaginu. Við hverja gengisfellingu hefur það verið fyrsta boðorð og talið skipta öllu máli að verðhækkunum af völdum gengisfelling- anna væri bótalaust velt yfir á almenning. Gegn þessari meginstefnu ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálunum hefur verkalýðshreyfing- in orðið að heyja þrotlausa baráttu, oftast með lengri eða skcmmri vcrkföllum, sem lyft hefur okkur í þann miður æskilega sess að eiga heimsmet í töpuðum vinnustundum vegna verkfalla." Þann 15. apríl er leiðari Þjóðviljans helgaður Alþýðuflokknum og bent á að hann eigi í erfið- leikum vegna þses að menn sjái ekki lengur mun á honum og Sjálfstæðisflokknum og vitna í sjálfsgagnrýni alþýðuflokksmanna sjálfra þar sem segir m. a.: „Það hlýtur að vera eitthvað meira en lítið að í sósíaldemókratiskum flokki, þegar hann er að því kominn að verða óþekkjanlegur frá sjálfu íhaldinu." í sama leiðara er bent á þá ástæðu fyrir fylgistapi Alþýðuflokksins að launafólkið sé hætt að treysta alþýðuflokknum. Síðan kemst leiðarhöfundur að þessari niðurstöðu: „að ekkert hefur gefið forréttindastéttum þjóðfélagsins jafn góðan arð á undanförnum áratug og valdasamsteypa Sjálfstæðisflokks- ins og Alþýðuflokksins á Alþingi". Þann 24. apríl lýsir Þjóðviljinn því yfir að kosningabaráttan sé hafin. Þar birtist listi flokksins eins og hann var í síðustu kosning- um og þar er birt viðtal við Svöfu Jakobsdótt- ur. Greinin hefst á almennri ættfræði. Síðan spyr blaðið hvers vegna hún hafi valið Alþýðu- bandalagið og skulu nú teknar nokkrar orð- réttar glefsur úr svari Svöfu á víð og dreif. „Ég er í hópi þeirra fjölmörgu, sem hugleitt hafa vandann um vinstra samstarf en víðtæk athugun, sem ég varð að gera vegna samn- ingar heimildarrits míns sannfærði mig um að Alþýðubandalagið væri hinn eini raunveru- legi vinstri flokkur. Þar á hvers konar bar- átta gegn misrétti heima, ekki einungis vegna sósíalistiskrar stefnu í efnahagsmálum, held- ur og vegna hinna raunhæfu tillagna flokks- ins um þá félagslegu samhjálp á jafnréttis- grundvelli, sem nauðsynleg er til að allir nái rétti sínum". Og nokkru síðar í sama viðtali: „Tregðan að horfast í augu við þörfina á fé- lagslegri samhjálp stafar að mínum dómi að miklu leyti af því að núverandi stjórnvöld hafa leitast við að innræta þjóðinni ótta við allar brcytingar og framþróun." Sósíalistisk stefna í efnahagsmálum, sam- hjálp og félagshyggja voru slagorðin sem færðu Alþýðubandalaginu sigur í síðustu kosningum og hvað jafnréttið snertir væri ekki úr vegi að bera saman laun og aðstöðu alþingismanna annarsvegar og dagsbrúnarmanna hins vegar. 1 næstu blöðum verður svo reynt að sýna fram á hlutverkaskipti blaðanna eftir stjómar- skiptin. Nú skrifar Morgunblaðið í svipuðum dúr og Tíminn gerði í tíð fyrrverandi stjómar og Tíminn er nú eins og Morgunblaðið var þá. Þó eru hlutverkaskipti Alþýðublaðsins og Þjóð- ,i,s,„viljans'-ennþá skýrari. Þar hefur nánast verið haft hausavíxl á blöðum. G. Bj. Fyrir 40 árum sigruðu verkamenn í grein, sem birtist hér í, blaðinu 23. nóv. sl. eftlr Guð-l jón Benediktsson og fjallaði { um átökin 9. nóvember 1932, urðu þau afleitu mistök í prentsmiðjunni, að hluti af greininni mátti heita nær ó- skiljanlegur. Þessi hiuti greinarinnar birtist nú með afsökunrabeiðni til höfundar og lesenda blaðsins. Fundur var ekki byrjaður er ég kom niðureftir, en mikill fjöldi verkamanna var þegar mættur til að fylgjast með gangi mála þessara, er svo mjög snertu lífsafkomu þeirra. Vinna hafði verið lögð niður í airinnu bótunum, og víðar höfðu menn horfið frá vinnu til að sam- fylkja með atvinnuleysingjunum og til að mótmæla hinni mjög svo lúalegu aðferð íhaldsins til launalækkunar. Áheyrendasvæðið var þétt skipað og margir urðu að standa utan dyra, þótt veðrátta væri hryssingsleg. Bæjarstjórn- in hafði líka búist við mikilli að- sókn, því gjallarhorn voru sett utan á húsið, svo að þeir sem úti stóðu mættu fylgjast með því sem inni gerðist. Ræður íhaldsmanna, hin læ- víslegustu tyllirök um nauðsyn- ina á því að kaup yrði að lækka í atvinnubótunum, — bankarnir formi gengislækkunar og stjórnarstuðnings til at- vinnurekenda og auðmanna. Fyrir þetta hafa Alþýðubandalagsráðherrarnir fengið alúðarþakkir auðvaldsins. Magnús Kjartans- son iðnbyltingarráðherra hefur hlotið sérstakt lof forkólfa iðnrekenda fyrir lipurð og þjónustusemi við þá og nú alveg nýlega hefur Lúðvík Jósefsson fengið miklar þakkir í Morgunblaðinu frá forstjóra Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna fyrir „skilning“ á sameiginlegri viðleitni SH og Sambandsins til þess að einoka fiskmarkaðina. Þegar alls er gætt er vafasamt að nokkur önnur stjórn en sú sem nú situr væri hagkvæmari fyrir ráð- andi stétt. Viðreisnarstjórnin var búin að ganga sér til húðar. Það þurfti nýja menn með ný loforð. En vorkunnarlaust er það verkalýð og öðru launafólki að sjá og skilja að stjórnin og flokkar hennar standa „hinumegin við götuvígin“ í stéttabaráttunni. R. B. neituðu að lána fé til atvinnu- bóta nema kaupgjald þar yrði lækkað, — og með því að lækka kaupið, yrði hægt að koma fleirum að vinnunni o. s. frv. í það óendanlega. Sumir létu jafnvel orð falla um það að atvinnuleysingjarnir nenntu ekki að vinna, en væru kröfuharðir og heimtuðu allt af öðrum, en ekkert af sjálfum sér eins og kommúnista væri siður. Alþýðuflokksbroddarnir héldu meinlausar og hörkulitlar ræð- ur, reyndu að sannfæra íhaldið um heimsku þess, sem kæmi bezt í Ijós í því að þeir kynnu ekki að stjórna bænum. En í leiðinni reyndu þeir að telja kjark úr verkamönnum — allt yrði að gerast með gætni og var- færni, um að gera að hleypa ekki hörku og stífni í þetta al- varlega mál. Um hádegisbilið, þegar for- seti bæjarstjórnar, Pétur Hall- dórsson tilkynnti, að nú yrði matarhlé, var þess almennt krafizt af áheyrendum að fundi yrði haldið áfram og málin sem fyrir lægju yrðu afgreidd. Menn voru orðnir þreyttir á því að hlusta á þennan vaðal bæjar- fulltrúanna og vildu fara að sjá fyrir endann á þessu. Og er bæjarfulltrúarnir hugðust ganga út, var þæfst fyrir, svo að burt- för þeirra drógst nokkuð á langinn. Hermann Jónasson, sem þá var bæjarfulltrúi ásamt því að vera lögreglustjóri, mæltist til þess við áheyrendur að þeir hliðruðu til fyrir bæjarfulltrú- unum. Ég tjáði lögreglustjóra að verkamenn myndu vera hræddir um að aðgangur yrði meira takmarkaður að fundin- Framhald á 3. síðu.

x

Ný dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný dagsbrún
https://timarit.is/publication/1026

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.