Ný dagsbrún - 06.02.1973, Blaðsíða 4

Ný dagsbrún - 06.02.1973, Blaðsíða 4
Verkefni sowézkra NÝ DAGSBRÚN 98 milljónir meðlima. Sovézka verkalýðshreyfingin gegnir miklu hlutverki við fram- kvæmd þeirra verkefna í sam- bandi við uppbyggingu komm- únismans, sem 24. þing Komm- únistaflokks Sovétríkjanna mót- aði. í ræðu sinni á 15. þingi hcildarsamtaka sovézks verka- lýðs, Alþýðusambands Sovétríkj- anna, lagði Alexander Sjelepin áhcrzlu á aukið hlutverk verka- lýðsfélaganna í þessu uppbygg- ingarstarfi, sem færa mun al- þýðu manna bætt kjör á næstu árum. Innan vébanda sovézkra verkalýðssamtaka eru nú yfir 98 milljónir meðlima. Einn meginþátturinn í kjara. bólum almennings er launa- hækkun verkamanna og starfs- íólks og tekjuaukning hjá sam- yrkjubændum. Verulegt átak var gert á þessu sviði á gildis- tíma síðustu sovézku fimm ára áætlunarinnar, en þá fækkaði þeim verkamönnum, sem hafa innan við 70 rúblur í laun á mánuði um 75 af hundraði, en þeir sem hafa 100 rúblna eða hærri mánaðarlaun urðu nær fjórfalt flciri en áður. 1 núgild- andi fimm ára áætlun, hinni ní- undu í röðinni í Sovétríkjunum, munu um það bil 90 milljón iðn- verkamenn og skrifstofumenn eiga von á launahækkun. Á áætlunartímanum er gert ráð fyrir að tekjur sovézku þjóðarinnar aukist um 78 millj- arða rúblna. Greiðslur og fram- lög úr almennum sjóðum munu hafa aukizt um 140 af hundraði í lok áætlunartímabilsins og ncma þá um 30% af tekjum manna. Samfara framþróun á sviði kennslumála, heilbrigðis- þjónustu og menningarmála verða bætt kjör kvenna, aldr- aðra, barnmargra fjölskyldna og ungs fólks. Beztu almannatryggingar sem þekkjast. liðnu ári miðað við 1965, og nema nú 20 milljörðum rúblna. „Við búum nú við hlutfalls. lega hæstu tryggingar í slysa- , og veikindatilfellum, allt að ] 100% launatekna, og hagkvæm- ustu lífeyristryggingarnar. Með lögum er hverjum þegn í Sovét- ríkjunum tryggður óafturkræfur réttur til að njóta sjúkrahjálp- ar f slysa- og veikindatilfellum, umönnunar á elliárunum og þeg ar um örorku er að ræða. Þenn- an rétt eru verkalýðssamtök í auðvaldslöndunum að reyna að tryggja sér í harðvítugri stétta- baráttu, sagði forseti miðstjórn- ar Alþýðusambands Sovétríkj- anna. Aðstaða og öryggi á vinnustöð- um milljóna sovézkra verka- manna, samyrkjubænda og starfsfólks hefur verið bætt verulega á undanförnum árum. í sjóðum, sem verja fjármagni til þess arna, var á síðasta ári álíka mikið fé og eytt var í sama tilgangi á gildistíma fjórðu og fimmtu fimm ára áætlan- anna sovézku. Á þeim tíma, sem liðinn er síðan síðasta þing sov- ézka alþýðusambandsins var haldið hefur slysum við fram- leiðslustörf fækkað um 35 af hundraði og er nú svo komið að Sovétríkin eru 1 tölu þeirra landa, sem geta hrósað sér af fæstum vinnuslysum. Vinnulöggjöf í endurmótun. Verkalýðssamtökin lýstu á- nægju sinni með grundvaBar- atriði vinnulöggjafarinnar sem Æðsta ráð Sovétríkjanna sam- þykkti árið 1970 að afloknum víðtækum og almennum um- ræðum um landið allt. Á vegum verkalýðssamtakanna fjölluðu um þessa löggjöf um þáð bil þrjár milljónir félaga, trúnaðar- manna á vinnustöðum og fuíl- trúar í nefndum er fást við ör- yggismál verkamanna. Aðrir þættir lífskjara. Niðurstöðutölur á fjárhagsá- ætlun almannatrygginga, sem eru undir stjórn verkalýðssam- Á Alþýðusambandsþinginu var takanna, hafa nær tvöfaldazt á fjallað um ýmsa aðra þætti lífs- Lyf eru valin eftir klíniskri reynslu, en hvemig velurðu þér tannkdem? B0F0RS TANNKREM er með fluori, sem í raun virkar á karies — það er natriumfluorid. er með örsmáum plastkúlum sem rispa ekki tannglerunginn. fæst með tvenns konar bragði svo ekki þurfi misjafn smekkur að vera hindrun þess að þú notir tannkremið sem í raun hrcinsar og verndar tennurnar. BOFORS TANNKREM er árangur framleiðslu, þar sem áhrif svara til fyrirhcita. Reyndu sjálfur næst. Framieiðandi: A/B BOFORS NOBEL-PHARMA HEILDSÖLUBIÞGÐIR: G. ÓLAFSSON H.F. AÐALSTRÆTI 4. REYKJAVÍK Þriðjudagurinn 6. febrúar 1973. kjara almennings og bent m. a. á að 110 milljónir manna hafi flutzt í nýjar íbúðir á síðustu 10 árum. Á að gizka 60 milljónir manna munu komast í betri húsakynni á gikiistíma núver- andi fimm ára áætlunar. Mark- visst er unnið að þvi að bæta aðstöðu fólks til að njóta tóm- stunda sinna. Á síðastliðnum fjórum árum hafa sovézk verka- lýðssamtök varið 1.000.000.000 —• einum milljarð rúblna — til að reisa ný heilsuhæli, orlofsbúðir, hvíldarheimili og gistiheimili. Verkalýðssamtökin í Sovétríkj- unum taka virkan þátt í mótun efnahagsstefnunnar þar í landi og láta líka fræðslumálin mjög til sín taka. Þannig sækja nú um sex milljónir manna félags- málaskóla og kennslustofnanir verkalýðssamtakanna. Verkalýðshreyfingin í Sovét- víkjunum hefur nú miklu betri aðstöðu en áður fyrr til að sinna þörfum félagsmanna sinna á sviði menningarmála. Til dæmis hefur hreyfingin nú til umráða og afnota 94 þús- und félagsheimili, klúbbhús, menningarhallir, bókasöfn og kvikmyndahús. 25 milljónir manna eru innan vébanda íþróttafélaga verka- lýðssamtakanna. Á þeim tíma sem liðinn er síð- an Alþýðusamband Sovétríkj- anna hélt sitt síðasta þing, hef- ur fjöldi félagsmanna aukizt um nær 12 milljónir. (Samkv. APN). Allir vil]a berjast gegn mengun, — en hvers vegna tökum við ekki höndum saman um að ráðast gegn alvarlegasta meng- unarvaldinum hér á landi, sígarettunni. Þeir, sem hafa enn ómenguð lungu, ættu aldrei að kveikja í fyrstu sígarettunni, og hinir, sem reykja, ættu að hætta áður en þeir verða meng- uninni að bráð. öllum ætti að vera ljóst, að sígarettureykingar geta meðal annars valdið hjartasiúkdómum og krabbameini.

x

Ný dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný dagsbrún
https://timarit.is/publication/1026

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.