Ný dagsbrún - 01.10.1973, Blaðsíða 2

Ný dagsbrún - 01.10.1973, Blaðsíða 2
2 NY DAGSBRON Október 1973 NÝ DAGSBRÚN Utgefandi: Sósíalistafélag Reykjavíkur Ábyrgðarmaður: Runólfur Bjömsson. Ritstjóm og afgreiSsía: Tryggvagötu 10 - Reykjavík Sími 17510 • Pósthólf 314 Verð blaðsins er kr. 20.00 eintakið Setning: Prentiðjan Skipholti 9 Prentun: Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. Baktrygging íslensku borgarastéttainnar í Atlanzhafssáttmálanum (2. gr.) segir svo um hlutverk bandalagsins: „Aðilar munu stuðla að frekari þróun friðsam- legra og vinsamlegra milliríkjaviðskipta, með því að styrkja frjálsar þjóðfélagsstofnanir sínar, með því að koma á auknum skilningi á meginreglum þeim, sem þær stofnanir eru reistar á, og með því að auka möguleika jafnvægis og velmegunar Aðildarríki Atlanzhafsbandalagsins eru öll auð- valdsríki. Það sem átt er við með „frjálsum þjóð- félagsstofnunum“ er því auðvaldsskipulagið sjálft og stofnanir þess, enda viðurkenna auðvaldssinnar ekki að nokkrar stofnanir séu ,,frjálsar“ nema þær. „Meginreglur“ þær sem á að „auka skilning á“, (þ.e. reka áróður fyrir) eru meginreglur arðráns- þjóðfélagsins. Þetta er kjarni málsins. Hitt má öll- um ljóst vera að milli eflingar ríkisvaldsins og stofnana þess (skrifstofuvalds, lögreglu, hers og flota) annars vegar og „vinsamlegra milliríkjavið- skipta“, „jafnvægis og velmegunar“ hinsvegar er ekkert orsakasamband. Þetta eru því gyllingar ein- ar, ætlaðar til þess að ganga í augun á einbeldn- ingum. Atlanzhafsbandalagið er því samkvæmt sátt- mála þess, samábyrgðarfélag borgarastéttanna til þess að tryggjá völd þeirra gegn innri, engu síður en ytri féndum, allra fyrir eina og einnar fyrir allar. „Lýðræði“ eða önnur ríkisform koma þessu máli ekkert við. I Atlanzhafsbandalaginu eru bæði „lýð- ræðis-“ og einræðisríki og kemur í einn stað nið- ur, því að hvorttveggja er stéttaralræði. Það er líka síður en svo að Atlanzhafsbandalagið haldi verndarhendi yfir „lýðræðis“-stofnunum ef. annað hentar yfirstéttinni betur. í Grikklandi var' konungdæmi með þingbundinni stjórn. Þessum þjóðfélagsstofnunum var rutt úr vegi og herfor- ingjaeinræði sett í staðinn, án þess að Atlanzhafs- bandalagið hreyfði hönd eða fót. Morgunblaðið sagði að Grikkjum hentaði betur einræði en lýð- ræði. Það er sá sannleikur í þessu að grískri yfir- stétt mun hafa hentað herforingjaeinræði betur Þess vegna var því komið á — með aðstoð frá Bandarík junum. Nú á tímum heimsvaldastefnunnar (imperíal- ismans) er engin borgarastétt til sem er „þjóðleg“ í pólitískum skilningi, þ.e. óháð heimskerfi auð- valdsins. Saga nýfrjálsu ríkjanna (fyrrverandi ný- lendna og ófrjálsra landa) sannar þetta greinilega. Aðeins sigur sósíalismans getur tryggt þjóðlegt sjálfstæði ísland er í Atlanzhafsbandalaginu af því borg- arastéttin, hin ráðandi stétt, finnur réttilega í því baktryggingu fyrir völdum sínum. Aðild Is- lands er því ekki mál sem er fráskilið stéttarbar- áttu verkalýðs og vinnandi millistétta, heldur rík- ur þáttur í henni. Baráttan gegn aðildinni er held- ur ekkert séríslenzkt mál. Hún er þáttur í alþjóð- legri baráttu gegn heimsdrottnun auðvaldsins. Hestaskipti Að kvöldi sunnudagsins 8. f. m. var í útvarpinu fluttur við- talsþáttur um utanríkismál Is- lands á árunum 1944—51. Þessi þáttur var hinn þriðji í röðinni um þetta efni og aðalpersóna þáttarins umrætt kvöld var sem og í tvö fyrri skiptin, úr hópi þjóðkunnra stjómmálamanna þessa tímabils; — Gunnar Thor- oddsen, fyrrverandi sendiherra, forsetaframbjóðandi og núver- andi alþingismaður. Gunnar Thoroddsen var einn þeirra í- haldsþingmanna, sem tróðu Is- landi í Atlanzhafsbandalagið á sínum tíma og samþykktu gerð hernámsamningsins 1951. Mátti á Gunnari heyra í viðtalsþættin- um, að hann hefði talið og teldi enn, að þetta væm hinar heppi- Iegustu ráðstafanir til trygging- ar sjálfstæði og fullveldi lands- ins. En Gunnar Thoroddsen hafði áður veðjað á annan hest, löngu áður en hann gerðist taglhnýt- ingur Sáms frænda. Nýrri dags- grún þykir ekki við eiga að þær „hugsjónir" þingmannsins falli alveg í gleymsku og birtir því hér lítið sýnishorn. Á ámnum 1938—42 var gefið út hér í höfuðstaðnum tímarit, sem nefndist „Pjóðin". Ritið var talið tímarit sjálfstæðismanna, (þ. e. fylgismanna Sjálfstæðis- flokksins, aths.) enda þótt það væri ekki gefið út á vegum flokksins. Utgefendur vom til- greindir: Guðmundur Benedikts- son, Gunnar Thoroddsen, Krist- ján Guðlaugsson (eldri), og Skúli Jóhannsson. 1 5. hefti 1. árg. þessa rits er birt grein eftir einn útgefendanna, Gunnar Thor oddsen, sem heitir hvorki meira né minna en: „Þegar verja skal fuliveldið". F>að sem hér er rifj- að upp eftir G. Th. er tekið úr þessari grein, F. K. Að Norðurlöndum frágengn- um eru tvær þjóðir oss skyld- astar, Englendingar og Pjóðverj- ar. Báðar hafa þessar þjóðir sýnt oss velvild og vináttuhug, Englendingar einkum í efnahags- málum, en Pjóðverjar í menn- ingarmálum. Þess vegna lægi næst, fyrir skyldleika sakir og vináttu, að leita þangað trausts og fulltingis. Og þegar þar við bætist, að þesi tvö ríki em tví- mælalaust voldugustu stórveldi Norðurálfunnar, þá ætti ekki að þurfa um það að deila, að til þeirra ber oss fyrst og fremst að snúast, til að leita vinsamlegrar viðurkenningar á fullveldi vom, því að gegn vilja þeirra myndi engin þjóð dirfast að ráð- ast á ísland eða beita það yf- irgangi. • En til þess að eiga nokkra von um að ná samúð stórveld- anna eru viss skilyrði um stjórn- arfar vort innanlands óhjá- kvæmileg. Það er víst, að þýð- ingarlaust er að ætla sér að fá vináttu tveggja fyrrnefndra ríkja ef hér ríkir stjórnarstefna, sem er fjarlæg og fjandsamleg stjórn- málastefnu þeirra. 1 Þýzkalandi eru tvö meg- inauðkenni stjórnmálastefn- unnar: þjóðernisstefna og ein- ræðisstjórn. Þýzkaland beitir sér af öllum sínum mikla mætti gegn hinum alþjóðlega bolsévisma. Sá þátturinn f baráttu Þýzkalands er miklu sterkari en einræðiskenningar þess og andstaðan gegn lýð- ræðinu. Og hinar svæsnu árásir Þýzkalands gegn Tékkóslóvak- íu stöfuðu að talsverðu leyti af því, að áhrif hinnar rússn- esku bolsévikkastjórnar gætti þar mikið, og Tékkóslóvakía var bandaríki Rússlands. England er hins vegar rót- gróið lýðræðisríki, og frá þess hendi er meiri samúðar að vænta með lýðræðisríki en ein- ræðisríki. En hvernig er þá viðhorf Is- lendinga sjálfra til þessara mála? Islendingar em og hafa verið þjóðernissinnaðir, þeir hafa um langan aldur barizt fyrir sjálfstæði sínu og fyrir við- haldi sinnar þjóðlegu menning- ar. Fyrir fámennt land eins og ísland er það lífsnauðsyn, að halda í heiðri sínum þjóðlegu verðmætum og þjóðernisein- kennum, því að vemdun þjóð- ernisins er grundvöllur að sjálf- stæði landsins og það eina, sem skapar Islandi sjálfstæðan til- verurétt sem óháðu ríki. Þess vegna verða Islendingar að vera vel á verði gegn hinum alþjóð- legu öflum kommúnismans og sósíalismans, sem vilja þurrka út þjóðernið, afmá landamærin, og þar með þurrka út fullveldi landsins og sjálfstæði þjóðar- innar. Og íslendingar em einnig lýð- ræðissinnuð þjóð. Samkvæmt sögu vorri og eðli er það vilji vor að vera frjálsir um athafn- ir og skoðanir. Og vér eigum ekki til þann hernaðaranda, þá blindu hlýðni og löngun til að láta skipa oss og segja fyrir verkum, sem er undanfari og frumskilyrði einræðisins. Það stjórnarfar, sem á bezt við þjóð vora er því tvímæla- laust þjóðernissinnuð lýðræðis- stjóm. (Leturbr. G. Th.) Og það stjórnarfar hefir einnig þann mikla kost, að skapa möguleika fyrir vináttu Þýzkalands og Englands, eins og áður er lýst. Hér lýkur því, sem tekið er upp eftir Gunnari Thoroddsen úr áðurnefndri grein. Sé afstaða hans á þessum tíma borin sam- an við það, sem síðar varð, sést að hann hefir haft hesta- skipti. Brúni klárinn, sem IGunnar hafði haft sér til halds | og trausts um það leyti sem 'hann ritaði greinina í í „ÞJÓÐ- INA", brá á svo ógurlegt gönu- skeið, að hann lá dauður eftir og Gunnar neyddist til að söðla um, minnugur þess að alltaf má fá annað skip og annað föru- neyti. Það er svo önnur saga, hvernig seinna hrossið hefir reynzt og hver séu líkleg enda- lok þess, en það verður ekki tekið til meðferðar að þessu sinni. F.K. i Samkvæmt skýrslum um sjúklinga, sem TátTzt hafa af völdum kransæöastíflu á Landsspítala Islands síðustu árin, dóu stórreykingamenn í þeim hópi 12 árum yngri en hinir, sem ekki höfðu reykL Þetta er skýrt íslenzkt dæmi um tengsl sígarettureykinga og kransæðasjúkdóma. Láttu sorglega reynslu annarra veröa þér viti til varnaðan

x

Ný dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný dagsbrún
https://timarit.is/publication/1026

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.