Ný dagsbrún - 01.01.1977, Side 1
VEFÐ
HYÐMSBRÚH
_______MÁLGAGN ISLENSKRA SÓSÍALISTA
1. tölublað janúar 1977 9. árgangur
KR. 50,00
EINTAKIÐ
\ VINNULÖGGJAFARFRUMVARPIÐ:
ASÍ MEO Í RÁÐUM?
Þrátt fyrir leyndina sem hvílt hefur yfir vinnu-1
Iöggjafarfrumvarpi Gunnars Thoroddsens, hefur
það verið allmikið rætt í verkalýðssamtökunum og
því mótmælt þar sem það hefur komist á dagskrá
á fundum, nú síðast á nýafstöðnu Alþýðusambands-
þingi.
Frumvarpið var samið af þremur lögfræðingum
(Sigurði Líndal prófessor, Benedikt Sigurjónssyni
hæstaréttardómara og Jóni Þorsteinssyni lögfræð-
ingi). Um erindisbréf þeirra veit Nd. ekki, en telja
má víst að meginstefnan sé Iögð af félagsmáiaráðu-
neytinu.
Pegar í byrjun var frum-
i FORSETAR
varpið borið undir nefnd
fulltrúa Vinnuveitendasam-
bands íslands og Alþýðusam-
bands íslands. Þessir menn
voru:
Frá Vinnuveitendasamb.:
Jón H. Bergs form. Vl og
Ólafur Jónsson frkvstj Ví.
Frá Alþýðusambandinu:
Björn Jónsson forseti ASÍ
og Snorri Jónsson vara-
forseti ASI.
Gera má ráð fyrir að full-
trúum Ví hafi þótt frum-
varpið vera spor í rétta átt
þó að þeim hafi ef til vill ekki
þótt það ganga nógu langt í
að skerða athafnafrelsi verka-
lýðsfélaganna, eins og heyrst
hefur úr herbúðum atvinnu-
rekenda .
Um viðbrögð ASÍ-forsetanna
er ekki kunnugt, en óhugsandi
er að þeir hafi fallist á sum
ákvæði frumvarpsins. Aftur á
móti er sumt í stefnu frum-
varpsins í samræmi við stefnu-
skrá þá, sem ASÍ-miðstjórn
bar fram og fékk að kallað
var samþykkta á ASl-þingi, t.
d. það, að taka samningsrétt
af einstökum félögum og færa
hann yfir til stærri heilda
(ASÍ eða sambanda þess).
Að þcir ASÍ-menn tóku við
frumvarpinu sem trúnaðar-
máli bendir til þess að þeim
hafi ekki verið svo leitt sem
þeir létu á ASÍ-þinginu. Allan
tímann frá því að miðstjórn
tók við frumvarpinu og til
ASl-þings hélt hún því strang.
lega leyndu fyrir verkalýðnum.
Miðstjórnarmenn fengu hver
eitt eintak af frumvarpinu sem
algert trúnaðarmál. Formönn-
um verkalýðsféiaga úti á landi
gekk mjög stirðlega að fá
frumvarpið þótt þeir leituðu
fast eftir því og fengu það
alls ekki nema gegn loforðum
sem gengu svardögum næst
að halda því stranglega leyndu.
Kynlegt er þetta allt sarnan,
að ekki sé sagt grunsamlegt.
Frumvarpið hefur ekki enn
verið lagt fram á Alþingi hvað
sem veldur. Nd. hefur heyrt
að það muni verða lagt fram
síðar á þinginu og þá að
ýmsu breytt. Hvað hér er að
gerast að tjaldabaki er blað-
inu ekki kunnugt um að svo
stöddu.
Natóaðild Noregs 1949:
Norskir krataforingjar komu í veg fyrir
hugsanlegt hlutleysi Norðurlanda
að selja hlutlausu Norður-
landabandalagi hergögn, held-
ur aðeins ríkjum sem tilheyrðu
væntanl. Atlantshafsbandalagi.
Lange lagði sig allan fram til
Birting leyniskjalanna varðandi inngöngu íslands
í Atlantshafsbandalagið 1949 staðfestu allt sem
Nató-andstæðingar höfðu sagt um leynimakk ís-
Ienskra ráðherra í Washington sem almenningur
mátti ekki vita, jafnvel ekki þingmenn stjórnar-
flokkanna. Skýrslurnar staðfestu einnig þá skoðun
Nató-andstæðinga að aðild Islands að hernaðar-
bandalagi auðvaldsríkjanna var hugsuð sem vörn
gegn „innri hættu4 , gegn verkalýðshreyfingu, eins
og glöggt kom fram hjá fulltrúum bandarísku
stjórnarinnar og amk. einum íslensku ráðherranna,
Bjarna Benediktssyni, sem gat hugsað sér aukið og
vopnað lögreglulið í stað bandarískra herstöðva og
Nató-aðildar.
Nú er upplýst að sama laumuspilið var Ieikið af
norsku stjórninni, eða öllu heldur utanríkisráðherra
hennar, í máli þessu. Aðild Noregs var knúin fram
af leiðtogum sósíaldemókrata, auðvitað með óskor-
uðu fylgi hægri flokkanna, bak við almenning og
stjórnarflokkinn sjálfan og utanríkismálanefnd
þingsins. Auk þess er komið á daginn að utanríkis-
ráðherrann Halvard Lange gaf þingi og stjórn rang-
ar upplýsingar um þá kosti sem fyrir hendi voru.
Hann vildi ekkert annað en aðild, þó að banda-
ríkjamenn tækju ekki fjarri annarri „lausn“
málsins.
Norskur fræðimaður Geir Lundestad við Tromsö-
háskóla hefur rannsakað þetta mál og er það sem
hér er sagt byggt á upplýsingum hans.
Framhald á 2. síðu.
Einar Gerhardsen
Um það leyti er Atlantshafs-
bandalagið var stofnað, þótti
borgaralegum stjórnmála-
mönnum í Noregi (og Dan-
mörku) að þeir ættu um tvo
eða þrjá kosti að velja í svo-
nefndum varnarmálum: Að
gerast aðilar að bandalaginu.
Að hafa hermálasamvinnu við
það án beinnar aðildar. Að
stofna varnarbandalag Norð-
urlanda (Noregs, Svíþjóðar og
Danmerkur), hlutlaust í stór-
veldaátökum. Vitað var að
Svíþjóð myndi ekki gerast að-
ili að A-bandalaginu og ekki
hafa hermálasamvinnu við
það En þriðji kosturinn hlut-
laust varnarbandalag Norður-
landa, gat vel komið til greina
af sænskri hálfu. Og sá kost-
ur mun hafa notið mikils fylg-
is í borgaraflokkum land-
anna.
Hugmyndin um norrænt
varnarbandalag stóð eða féll
með afstöðu Bandaríkjastjórn-
ar. Aðeins þaðan gat banda-
lagið fengið vopn' og annan
stuðning á þeim árum. Lund-
erstad segir og styður með
miklum rökum að Bandaríkja-
stjórn hafi ekki verið fjand-
samleg slíku bandalagi, og
myndi styðja það síðar þó að
það yrði ekki í fyrstu lotu
ef Norðurlöndin fvlgdust að í
málinu. Sama segir Frede
Castberg, r.lðunautur stjórnar-
innar i utanríkismálum og
lögfræðilegum mláum.
En foringjar sósíaldemó-
krata, ráöherrarnir Einar Ger-
hardsen og Halvard Lange
neituðu öllum kostum nema
aðild að Atlantshafsbandalag-
inu. Peir voru ráðnir í að koma
aðildinni fram ásamt Nató-
sinnum borgaraflokkanna.
Sterk andstaða var gegn því
innan flokksins og í verkalýðs-
samtökunum. Því var ráðið að
hespa aðildarmálið af með
skyndiáhlaupi öllum að eins
óvörum og unnt var. Það
skyldi ekki gefast tóm til að
ræða málið hvorki innan
flokksins eða almennt.
Landsfundur Sósíaldcmó-
krata var haldinn 17. — 20.
janúar 1949. Nató-málið var
ekki á boðaðri dagskrá fundar-
ins. Það hafði þar af leiðandi
ekki verið rætt í flokksfélög-
um. Samt var sú ákvörðun
tekin á fundinum að Noregur
skyldi gerast stofnaðili að
Nató! Skömmu fyrir lands-
fundinn var Lange í Washing-
ton ásamt tveimur embættis-
mönnum að semja við banda-
rísku stjórnina. Þegar heim
kom gaf Lange stjórn sinni
enga skýrslu um viðræðurnar
en gaf í skyn að bandaríska
stjórnin væri ekki viljug til
Halvard Lange