Ný dagsbrún - 10.11.1977, Side 1

Ný dagsbrún - 10.11.1977, Side 1
■SBR MÁLGAGN ÍSLENSKRA SÓSlALISTA 9. tölublað 10. nóvember 1977 9 árgangur. 1 ÞESSU BLAÐI: Sovétríkin 60 ára Myndasíða Evrópukommún- isminn og Alþýðubandalagið o.fl. Stórn Alþýðuorlofs í feluleik Fyrir nokkrum árum keypti Alþýðuorlof, sem er samtök margra (ekki allra) verkalýðsfélaga í Iandinu ferðaskrifstofuna Lanndsýn og hefur rekið hana síðan Ekki hefur farið levnt að fyrirtæki þetta ber sig ekki. Það hefur safnað skuldum, sumpart vegna húsnæðiskostnaðar, breytinga á húsnæði og hárrar leigu. Aukning hlutafjár hefur ekki tekist þrátt fyrir þó leitað hafi verið eftir því hjá verkalýðsfélögunum. Aðeins fá félög hafa lofað að gerast hluthafar og greitt hluti sína að nokkru. Það eru Iðja R.vík, Eining Akur- eyri og Rafiðnaðarsambandið auk örfárra smá- félaga. Önnur félög sem eru í Alþýðuorlofi hafa enga hluti greitt, aðeins smávægilega greiðslu af hverjum meðlim, sem mun vera skyldugjald. Meðal þessara félaga eru flest stærstu félögin, svo sem Dagsrún, Verzlunarmannafélagið, Félag járniðnaðarmanna og Sókn. Tregða verkalýðsfelag- anna til að leggja fé í þetta fyrirtæki, sem þó er eign verkalýðsamtakanna staf- ar af ótrú á rekstri þess, sem hefur magnast við skort á upp.lýsingum af hálfu stj ómendanna. Þar hefur verið viðhafður sami feluleikurinn, sem kunnur er frá Alþýðubankamál- inu, enda eru að nokkru sömu menn, sem hér eiga hlut að máli. Landsýn lét á sínum tíma gera upp leiguhúsnæði á Skólavörðu stíg og mun það hafa kost- að á áttundu milljón, en ársleigan er á þriðju milljón og þótti mörgum þetta nokkuð hátt siglt, auk annars sem ekki er hægt að henda reiður á vegna skorts á upplýsjng- um um reksturinn. Hljóðbært varð í sumar um viðræður Samb. ísl. samvinnufélaga um sam- einingu eða samstarf Lano sýnar og Samvinnuferða. Loks í október sprakk blaðran. SIS tekur á sig 12 milljónir af skuldum Landsýnar og verður þann ig eigandi fyrirtækisins að hálfu móti ASÍ, sem tekur á sig helming skuldarinn- ar. Þetta samkomulag var boðað á fundi Alþýðuor- lofs í október og var sam- þykkt þar af minnihluta. Fullur helmingur fulltrúa verlcalýSsfélaganna (eig- endanna), . sem . fundinn sátu, greiddu ekki atkvæSi Ástæðan fyrir hjáset- unni var sú, að á fund- inum var engin fullnægj- andi grein gerð fyrir hag og rekstri fyrirtækisins, og spurningum fundar- manna um það efni var engu svarað. Hins vegar kom. fram að SlS hafði fengið nákvæma greinargerð um hag Landsýnar svo sem sjálf- sagt var og óhjákvæmi- legt, þar sem SlS var samningsaðilinn, en að hinn aðilinn, eigendui Landsýnar, skyldu ekki fá sömu greinargerð í hendur, fannst fulltrú- unum einkennileg fram- koma af eigin stjórn. I stjórn Landsýnar voru fyrir þeir Björn Jónsson forseti ASl, Óskar Hall- grímsson fyrrv. bankastj. og Einar ögmundsson. Vió bætast nú af hálfu SÍS Erlendur Einarsson forstj Hallgrímur Sigurðss. for- stj. Samvinnutrygginga og Axel Gíslason forstjóri Skipadeildar SlS. Nýr forstjóri Landsýnar mun vera ráðinn Eysteinn Helgason. Nú mun einhver spyrja hvað fyrir SlS mönnum vaki, með því að ganga inn í tapfyrirtæki eins og Landsýn, og er því til að svara að SlS á Amar- flug, . sem . rekur leigu- flugvélar, en hefurr ekki stjórnarleyfi til reglulegra millilandaferða. Hins veg- ar hefur Landsýn leigt vélar til Júgóslavíuferða o.fl. hjá Flugleiðum. Það sem SIS „leggur í púkk- ið“ hjá Landsýn á þannig að koma fram í aukinni starfsemi og bættum hag Arnarflugs. Hefur N.d. heyrt að SIS sé að mynda hring ferðaskrifstofa í sama skyni og kann vera að blaðið geti skýrt nárar frá því síðar. Sovétríkin í 60 ár Eftir Vladimir Lomeiko, stj ómmálafréttaskýr anda APN 60 ár þýða ekki alltaf að menn séu orðnir gamlir. Blómaskeið andlegra og skapandi hæfileika marg- ra manna er um sextugt. Um ríki gildir annar mælikvarði. Og Sovétríkin eru meðal hinna yngstu af háþróuðum löndum. Þótt 60 ár séu sögulega séð mjög stuttur tími, þá hafa Sovétríkin þó náð fullorðinsþroska. Hin nýja stjórnarskrá, sem sam- þykkt var rétt fyrir 60 ára afmælið, sýnir að Sov- étríkin hafa byggt upp þróað, sósíalískt þjóðfé- lag. Þetta þýðir að hið nýj a þjóðfélag er komið á það þroskastig að sósía- lisminn er farinn að þró- ast á eigin grundvelli. Það sem einkennir Sov- étríkin 60 ára eru stöðug- leiki og öflug þróun. Á efnahagssviðinu hafa Sovétríkin breyst úr van- þróuðu landi í nútíma iðn- ríki. Fyrir októberbylt- inguna framleiddi Rúss- land aðeins rösk fjögur prósent af iðnframleiðslu heimsins og var í fimmta sæti 1 heiminum á því sviði. Nú eru Sovétríkin komin upp í annað sæti og framleiða fimmtung all- rar iðnframleiðslu í heiin- inum. Á hinum stormasömu árum fyrstu fimm ára áætlunarinnar sótti landið ört fram og árlegur vaxt- arhraði var mjög mikill, þar sem margar iðngrein- ar voru nýjar af nálinni. Nú eru skrefin fram á við orðin hóflegri en hvert um sig þýðir þó lengra stökk en áður. Hlutfalls- tölur um efnahagsþróun ríkisins staðfesta hina öflugu þróun þess. Á 23 árum, frá byltingunni fram til styrjaldarinnar 1940, tólffaldaðist iðn- framleiðsla Sovétríkj- anna, en 1977 hafði hún 225 faldast. Nú framleiða Sovétrík- in jafn mikið á tveimur og hálfum degi eins og Rússiand allt gerði á einu ári fyrir byltinguna. Þess- ar tölur sanna best hve sterkur og öflugur nútíma sovéskur iðnaður er orð- inn. Og það þrátt fyrir dauða 20 milljón borgara og missi þriðjungs þjóðar- teknanna í heimsstyrjöld- inni síðari. Ef við drögum frá öll þau ár sem farið hafa í styrjaldir og endur- reisn eyðilagðs efnahags- lífs, 20 ár alls, þá hafa Sovétríkin náð þessum efnahags árangri sínum á 40 en ekki 60 árum. öflug kreppulaus þró- un sovésks efnahagslífs sker úr um hið háa vaxtar hlutfall þess samanborið við helstu vestræn ríki. Miðað við grundvöll ársins 1950 hafði iðnaðarfram- leiðslan árið 1976 aukist sem hér segir: Sovétríkin 10 faldast, U.S.A. 2,9, V-Þýskaland 4,8, Frakk- land 3,7 og Italía 5,6. öflug þróun er einnig ein kennandi fyrir Sovétríkin á þjóðfélags- og stjórn- málasviðinu. Á 60 árum hafa þau gengið götuna frá einveldi til alræðis ör- eiganna og þaðan til ríkis allrar þjóðarinnar. Eftir því sem sósíalisminn vex breytist svipur þjóðfélags- ins. I Rússlandi fyrir bylt- inguna bjuggu 82 af hverj um 100 íbúum landsins í sveitum, en nú er sam- bærileg tala kominn í 38. Framhald á 2. síðu. Lenin í október 1917

x

Ný dagsbrún

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný dagsbrún
https://timarit.is/publication/1026

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.