Stormur - 07.02.1925, Síða 1
STORMUR
Ritstjóri Magnús Magnússon
I. árg.
Laugardaginn 7. febrúar 1925
27. blað
HÚSMÆÐUR
biðjið ætíð um hið
heimsfræga
7 Q
Stefna „Storms“.
1 fyrstu blöðum »Storms« var stefna
hans mörkuð í aðaldráttum. f*ar var
það fram tekið, að hann mundi eng-
um pólitískum ílokki fylgja, en vera
þó svo pólitiskur, að hann léti sig
ekkert landsmál litlu skifta og mundi
hafa nákvæmar gætur á framferði
flokkanna í landsmálum og umræðum
stjórnmálablaðanna um þau.
f*á var það einnig tekið fram, að
blaðið mundi] af alefli styðja frjálsa
verslun og vera á móti öllu innflutn-
ingshaftakáki og rikisverslun, því að
hvorutveggja áliti það skaðlegt.
Það þriðja sem sérstaklega var fram-
tekið var það, að blaðið mundi hafa
afnám bannlaganna á stefnuskrá sinni.
»Stormur« er nú orðinn rúmlega 3
mánaða gamall og á þessum stutta
tíma þykist hann vel hafa efnt þau
heit, sem hann gaf.
Hann hefir án pólitiskrar hlutdrægni
rætt um ástandið innan pólitísku flokk-
anna og framkomu hinna pólitísku
blaða, sem þeir gefa út.
Hann hefir tekið mikinn og einarð-
an þátt í umræðunum um þau mál,
sem efst hafa verið * á baugi síðan
hann kom út.
Má þar nefna Krossanesmálið og
búnaðarlánadeildina. Hefir hann skýrt
hlutlaust og sanngjarnlega, en þó með
fullum þunga, frá þessum málum
hvorumtveggjum, og hafa þau blöð,
sem málin hafa rætt, ekki getað
hnekt einu einasta orði, sem um þau
mál var skrifað i blaðinu.
Verslunarmálin hefir hann rætt ýt-
arlega. Sýnt með rökum fram á, að
eins og nú standa sakir eigi innflutn-
ingshöft engan rétt á sér, séu gagns-
laus, en valdi margskonar óþægindum
og rangsleitni í framkvæmd. — Sama
máli gildir um rikiseinokunina. —
Ástæðurnar sem réttlættu ríkisverslun
á stríðsárunum eru löngu horfnar og
engin rök er nú hægt að færa fyrir
þvi, að einokunin eigi sér tilverurétt.
Hinsvegar er fjölda margt, sem á móti
henni mælir. i
Má þar nefna óhæfilega dýran rekst-
ur, slælegt eftirlit af hálfu þeirra
manna, sem umsjónina eiga að hafa,
verri vörur o. m. fl.
Bannmálið hefir blaðið rætt ýtarlega.
— Flett ofan af hræsninni og óheil-
indunum, sem þvi máli eru nú orðin
samfara og sannað með óhrekjandi
rökum, að bannlögin eiga nú engan
rétt á sér lengur, en eiga tafarlaust að
afnemast.
Fyrir þessa framkomu sína og
stefnufestu hefir blaðið átt alveg frá-
munalegum vinsældum að fagna, þeg-
ar litið er til þess, hve troðfult er hér
af blöðum og því ástæða til að ætla,
að nýtt blað, sem einskis Qárstyrks
naut, mundi hljóta að eiga skamman
aldur.
Auk þeirra þakka, sem blaðinu
hafa borist héðan úr bænum, berast
með hverri ferð utan af landi fjöldi
bréfa frá kaupendum þess, sem þakka
framkomu blaðsins. Einkum fagna
menn því utan af landi að hafa feng-
ið hlutlaust, pólitískt blað, sem skýri
rétt frá málunum.
í fjölda mörgum bréfunum er kom-
ist að orði að þá leið, að »Storm«
verði þeir að kaupa, enda þótt þeir
kaupi bæði helstu blöð Framsóknar-
flokksins og Ihaldsins, því að af hvor-