Stormur - 07.02.1925, Blaðsíða 2
2
STORMUR
ugum þessum blöðum geta þeir feng-
ið að vita hvað satt er í málunum.
Hvorum aðila fyrir sig hætti við
að draga það eitt fram og fegra, sem
honum getur i hag komið, en sverta
hitt og rangfæra eða þegja um það, er
best lætur, og svo viti maður ekkert
hvorum á að trúa og hvað sé satt.
Er og síst furða þótt lesendur blað-
anna hafi fundið til þessa, þegar jafn-
vel svo langt gengur ósvífnin i blað-
lygunum, að frásagnir af opinberum
mannfundum eru stórkostlega úr lagi
færðar og rangsnúnar af helstu blöð-
um beggja ílokkanna.
Hvað má þá ætla að lýgin sé i háu
veldi, þegar blöðin eru að skýra al-
menningi frá einhverju, sem sárfáir
vita um og erfitt eða næstum ógerlegt
er fyrir fjölda manna að fá vitneskju
um.
Það er síst að undra, þótt íslenskir
blaðlesendur, sem sennilega eru
þroskuðustu blaðalesendur í heimi
alment, þrjóti þolinmæðina, að láta
bjóða sér einhliða frásagnir, rangfærsl-
ur og stórlygar ár eftir ár.
Þeir finna það, að það er ekki holt,
að undirstaða sannfæringar þeirra sé
bygð á lygum og falskenningum, en
því miður hefir oft og einatt svo ver-
ið í stærstu málum þjóðarinnar á
undanförnum árum.
Auðvitað er þetta ekki sök alþýð-
unnar. — Þeir bera sökina og alla
ábyrgðina, sem hafa verið þau lítil-
menni, að þeir hafa ekki trúað á sigur
málefnis síns, nema blekkingum og
rógi sé beitt.
Maður, sem ber falsvitni fyrir rétti
i einu einasta máli og um eitt einstakt
atriði hlýtur hegningarhússvist fyrir,
ef uppvíst verður, en forystumenn
þjóðarinnar í stórmálum hennar hljóta
völd og mannvirðingar fyrir það, að
bera falsvitni frammi fyrir allri þjóð-
inni í hennar stærstu og þýðingarmestn
málum, ár eftir ár, og völd þeirra og
metorð jafnvel aukast i hvert skifti,
sem þeir hafa orðið uppvísir að þess-
um stórglæp.
Svona hefir það gengið til á undan-
förnum árum, og enn standa þeir menn
framarla i islenskum stjórnmálum,
sem hafa tunguna kolsvarta af lygum
og blekkingum margra ára.
En sá tími er að nálgast, að menn
þessir verði leiddir fram fyrir dóm-
stól þjóðarinnar i allri sinni nekt.
Hinni brosandi, smjaðrandi fals-
grímu, er menn þessir hafa á sér, er
þeir standa frammi fyrir kjósendum
landsins, verður svift af þeím, og þá
sýnir það sig, að undir grimunni felst
hið gula og niðurslapandi andlit róg-
berans og »spekúlantsins«, sem undir
yfirskyni guðhræðslunnar hafði svikið
sig inn í trúnaðarstöður þjóðarinnar.
(Frh).
r
við áramótin 1924 —’25
og merkustu viðburðir hins líðna írs.
Merkilegasta viðburð ársins má vafa-
laust telja þann, að Frakkar og Þjóð-
verjar settu grið á milli sín og útlit er
á þvi, að fullar sættir muni komast á
og jafnvel bandalag er fram líða stundir.
Meðan Millerand og Poincaré sátu við
völdin í Frakklandi og héldu Ruhr og
Rínarlöndunum í hershöndum, hataði
hver einasti Þjóðverji Frakka og sór
þeim hefndir, en nú hefir mikil breyt-
ing orðið á hugsunarhætti beggja þjóð-
anna hver gagnvart annari, og í ýms-
um iðnaðargreinum er komin náin sam-
vinna.
Með Dawessamþyktinni var bráða-
birgðaúrlausn fengin í skaðabótamálinu
og þeir aðilar, sem að henni stóðu, hafa
i engu verulegu hvikað frá loforðum
sinum og skuldbindingum. Þjóðverjar
hafa greitt þær afborganir af skaðabót-
unum, sem þeim var gert að greiða,
og Frakkar og Bandamenn hafa á móti
dregið her sinn úr Ruhr og Rínarlönd-
unum og komi ekkíný misklíðarefni til,
mun ekki liða á löngu, fyr en Þjóð-
verjar hafa aftur feugið full umráð þess-
ara landa.
Hagur Þjóðverja batnaði mjög á síð-
STORMUR
kemur út venjulega tvisvar í viku (100
blöð á ári).
Ritstjórinn til viðtals á Laufásveg 25.
Sími 1191. — Afgreiðsla á sama stað.
Verð í lausasölu 25 aurar, en áskrift-
argjald fyrir mánuðinn kr. 1.50.
astliðnu ári. Auðvitað hafa þeir haft
við mikla örðugleika að stríða^en af-
koma alls þorra almennings, batnaði
þó stórkostlega á árinu, sem einkum
var þvi að þakka, að unt var að stöðva
gengið.
Vald þeirra manna á Þýskalandi, sem
ekki vilja uppfylla friðarskilmálana,
fór mjög þverrandi á árinu og alt virðist
miða til þess, að leiðandi menn þjóðar-
innar vilji, eftir því, sem máttur er til,
uppfylla skuldbindingar sínar.
Um áramótin 1924—25 urðu stjórnar-
skifti. Fór Marxráðuneytið frá völdum,
en sá heitir Luther er stjórn myndaði.
Hefir hin nýja stjórn lýst því yfir, að
hún muni fylgja stefnu fyrverandi stjórn-
ar í utanríkismálum. (Frh.)
Hvað verður af
wliiskýinu?
Margir hafa spurt »Storm« að því,
hvað yrði af öllu whiskýinu, sem tekið
er úr skipum og hjá einstökum mönn-
um, en »Stormur« hefir litlu getað
svarað.
Hann hefir sagt það eina, að hann
héldi, að það færi alt til geymslu í
tugthúsið. — Lögregluþjónar mundu
keyra það þangað og að líkindum hefði
lögreglustjórinn lykilinn að þessu dýr-
mæta herbergi eða einhver þeirra trún-
aðarmanna hans, sem hann best trúir.
Þetta er nú það, sem »Stormi« hefir
verið sagt, en hvort satt er frá skýrt
veit hann ekki.
Nú þætti »Stormi« mjög æskilegt að
fá að vita um það hjá stjórnvöldunum,
hvort þetta sé rétt.
En svo langar hann til þess að
grenslast um dálítið meira, enda veit
hann, að ekki muni standa á hlutað-
eigendum að svara.
Pað sem »Storm« langar til að vita
er þetta:
1. Hvað er gert við whiskýið, genev-
erinn og brennivfnið, sem upptækt
er gert?
2. Hversu mikið hefir verið gert upp-
tækt síðan bannlögin gengu í gildi,
og er það alt í tryggum ílátum
enn þá?
3. Fer ekki að verða skortur á hús-
rúmi?
Og svo er loks eitt enn:
Er upptæki spíritusinn látinn í áfeng-
isverslun ríkisins, og, ef svo er, fer þá
fram rannsókn á honum á efnarann-
sóknarstofunni áður?