Stormur


Stormur - 16.03.1927, Blaðsíða 1

Stormur - 16.03.1927, Blaðsíða 1
STORMUR Ritstjóri Magnús Magnússon II. árg. Áburöarmáliö á Alþingi. Út at' frv. Tryggva Þórhallssonar um tilbúinn áburð spunnust all-langar um- ræður á laugardaginn um meðferð Bún- aðarþings íslands á því máli. Þeir sem vittu gerðir Búnaðarþings- ins voru:.Árni Jónsson, Jón Kjartans- son og Magnús Jónsson, en í bætifláka báru Jörundur Brynjólfsson og Tryggvi Þórhallsson og urðu báðir óhreinir af eins og að vonum lét. Aðfinningarnar fóru mjög í sömu átt og í síðasta blaði „Storms“. — Víttu bæði Árni og Magnús harðlega hvernig- Búnaðarþingið hefði skilið við málið t>g hvernig öll formhlið þess hefði verið. Var Magnús sérstaklega harðorður út í það, að stjórnin — annar sakarað- ili — skyldi sjálf greiða atkvæði um þetta mál, og formaður Búnaðarþings- ins — sá, sem inest upptök hefir átt að öllum gauraganginum — skyldi gera uppástungu um hverir í rann- sóknarnefndina skyldu fara. — Og svo loks skyldi það vera formaður Bún- aðarfélagsins, sem í lok Búnaðarþings- ins bar fram tillögu um að „láta“ nefndina ekki skila neinu áliti. Sagði Magnús, að sáttfýsi væri .að vísu góð, en stundum bæri það við, að sættir væru gerðar til þess að hylja yfir ýmislegt óhreint og mátti heyra að ekki þætti honum örgrant um að svo væri hér. Taldi liann þingið og alla þjóðina eiga heimtingu á vita um hvernig sakargiftum væri háttað i þessu máli, því að um sök hjá öðr- um hvorum eða báðum aðiljum hlyti að vera að ræða. Loks beindi hann þeim fyrirspurn- um til Tryggva Þórhallssonar, hvort Búnaðarþingið væri búið að skifta verkum með „helmingunum" og ef svo væri undir hvern þá heyrði að hafa framkvæmd þess, sem frv. Tryggva fer fram á. — Kvað hann það miklu máli skifta, því að ef Sigurður ætti að hafa hana lægi í því full uppreisn fyrir hann, ella ekki. Ræða Magnúsar var hin skörulegasta og leið Tryggva aumingjanum illa und- ir henni og var fremur lágur i sessi. Tryggvi talaði næstur. Vék hann sér algerlega undan því að svara ræðu Magnúsar, en hélt í þess stað langa Miðvikudaginn 16. mars 1927. 43. blað. DLIKKSMIJÐAN OG JARNVERSLUNIN LAUFÁSVEG 4 — SÍMl 492 — STOFNUÐ 1902. Afgreiðir eftir pöntunum: Þakrennur, Þakglugga, Lýsisbræðsluáh&ld, Olíubrúsa, Vatnskassa, Skips- potta og Katla, Ljósker, Niðursuðudósir o. m. fl. Fyrirliggjandi: Galv.járn, Zink, Látún, Blikk og Tin. imm OOfö lofræðu uin sjálfan sig og áhuga sinn fyrir íslenskum landbúnaði. Var hann þó venju fremur hógvær og er 'því blygðunarsemi mannsins sennilega ekki alveg horfin. — Var ekkert á ræðu Tryggva að græða til upplýsingar mál- inu, aðeins sami sónninn um það, hve heitt hann elskaði bændurna. Taldi hann Alþingi ekki réttan vettvang til að ræða mál þetta, heldur væri það Búnaðarþingið og landbúnaðarnefndir Alþingis, ef þær hirtu um það. — Kvaðst hann tilbúinn að leggja skjöl öll fyrir þær. Næstur talaði Árni Jónsson og vítti einnig mjög harðlega framkomu Bún- aðarþingsins og formann þess fyrir alla afgreiðslu málsins. — Kvað hann það órétt hjá Tryggva, að landbúnað- arnefndir en ekki Alþingi ætti að fjalla um mál þetta. Einnig tók hann það fram, að búnaðarþingsstjórnin væri öðruvísi skipuð nú en í fyrra. Vigfús Einarsson genginn úr henni, og gæti því ekki sú sama stjórn lagt málið fram fyrir landbúnaðarnefndir, sem hefði gert það i fyrra. Spurðist hann fyrir um það hjá Tryggva, hvort ekki mætti vera að Vigfús hefði gengið úr stjórninni vegna þess, að hann hefði ekki viijað hlýta þessum bræðingi, en viljað fá hreint fram á hvorum sökin hvíldi. Ekki kvað Árni það nýtt, þótt Tryggvi berði sér á brjóst þegar hann væri að tala um umhyggju sína fyrir bændum, og taldi ekki ólíklegt, að sigg væri komið á brjóst Trj'ggva. — Fékk Tryggvi auminginn aðra útreið- ina hjá Árna engu betri en hjá Magnúsi. Nú vildi Jörundur verja sinn læri- föður, en tókst aumlega. — Iívaðst hann vilja vera laus við að rannsaka þetta mál, þótt það kæmi til landbún- Handskorið neftóbak sallafínt á smáflöskum, geymist afarvel — Einkar hentugt fyrir sjómenn. Verðið lægra en venjulega. EflOSDHRMIN aðarnefnda, þvi að þeir hefðu annað þarfara að gera. Skoraði hann á Magn- ús(!!) að upplýsa málið, en kvað Tryggva enga skyldu til þess bera. — Talaði hann lengi, en áheyrendur aumkvuðu bæði hann og Tryggva fyrir vörnina. . Fór Magnús hálfneiðarlega með Jör- und vesalinginn á eftir og stó'ð ekki steinn yfir steini í ræðu hans. Jún Kjartansson taldi Búnaðarfélag- ið hafa farið ólöglega að þvi, að eng- in heimild væri fyrir því í lögum Bún- aðarfélagsins, að 2 skyldu vera Búnað- armálastjórar, en um enga lagabrevt-- ingu hefði verið að ræða á þinginu. — Fylgdi þessu að minsta kosti 2 þús. kr. aukakostnaður. Gerði hann að lokum fyrirspurn til formanns Búnaðarfélagsins eða til at- vinnumálaráð'herra um, hvort þessi skilningur sinn væri ekki réttur. — Fór hann þungum orðum um ýmislegt við- víkjandi stjórn Búnaðarfélagsins. Hvorki atvinnumálaráðherra eða Tryggvi svöruðu fyrirspurninni og ekki svaraði Sá siðari heldur fyrir- spurnum Magnúsar. — Vildi líka svo heppilega til fyrir hetjuna að fund- artimi var á enda. En margir litu á hendur Tryggva er hann kom fram á ganginn og sýnd- ist flestum illa skafið undan nöglunum.

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.