Stormur


Stormur - 16.03.1927, Blaðsíða 2

Stormur - 16.03.1927, Blaðsíða 2
2 STORMUR Merkileg mál. i. Stjórnin ber að þessu sinni fram 2 i'rv., sem að skóla- og mentamáium Iúta og eru bæði hin merkilegustu. Annað þessara frv. er um heiinild handa ríkisstjórninnni til þess að byggja heimavistarhús handa 40—óO náinssveinum við Mentaskólann jafn- skjótt og hún sér það fært fjárhags- ins vegna. Skulu heimavistarnemend- ur fá þa'r ókeypis húsnæði ljós og hita. —; Og ennfremur skal ætla rúm og nauðsynleg áhöld sameiginlegu mötu- ■ neyti heimavistarsveina, en sem þeir að öðru leyli kosta sjálfir. Utanbæjarsveinar skulu ganga fyrir innanhæjarnemendum. Kostnaður er áætlaður um 150 þús. kr., en jverður þó sennilega mun minni. Ólíklegl er annað en að frv. þetta nái fram að ganga, svo er hrýn þörf þess, en þó hefir mentamálanefnd klofnað um það. — Og það merkilega er, að Reykvíkingarnir þrír: Ásgeir Ásgeirsson, Jón Kjartansson og Magn- ús Jónsson eru með frv., en sveila- þingmennirnir Jón Guðnason og Befn- harð á móti. — Er tilgangur frv. þessi, jió fyrst og fremst, að jafna þann að- stöðumun sem verið hefir til þessa á mentaskólanámi Reykvíkinga og sveita- j)ilta. Hefir þessi aðstöðumunur vald- ið því, að margur fátækur sveitapilt- urinn varð að hætta náini sökum kostn- aðarins, en þeir sem áfram brutust voru skuldum klyfjaðir er þeir skruppu út úr skólanum. Enn einjkennilegri er hún lika fram- koina þessara manna, þegar þess er gætt, að þeir þykjast sí og æ hera hagsmuni og menningu sveitanna fyrir hrjósti, og telja jáfnframt, að hér í Reykjavík sé. uppspretta alls hins illa. —- En þrátt fyrir þessa skoðun sína vilja þeir spyrna fæti við, að æðri mentun vor eigi meiri rætur í jarð- vegi sveitanna en hún framvegis getur átt, ef þessi mikli aðstöðumunur hverf- ur ekki úr sögunni. — Sést hér sem oftar víðsýni og skoðanafesta þessara alþýðuskrumara, þegar til kastanna kemur. Ekki mun ofhátt áætlað að sá beini sparnaður, sem af þessu hlytist fyrir hvern pitt, sem heimavistanna nyti, myndi nema 600—800 kr. á ári, því að auk þess sem ókeypis er veitt, sem sennilega næmi þessari upphæð, mundi fæðið einnig verða miklum mun ódýr- ara en piltar verða að kaupa það nú viðsvegar i bænum. Mun því ekki of í lagt, að náms- kostnaður við 6 vetra náin mundi minka um 4—5 þús. kr. — Yrði mun- urinn þá sá, að duglegir piltar mundu komast út úr skólanum að mestu leyti skuldlausir í stað þess að hafa nú 4—5 þús. kr. skuldabagga á haki þeg- ar þeir hyrja á 4—6 ára háskólanámi. En það er meira en beini, peninga- legi hagnaðurinn, sem af frv. þessu hlytist ef að lögum yrði og kæmist skjótt í framkvæmd. Af heimavistunum á Akureyri er sú reynsla fengin, að í þeim stunda piltar betur nám sitt, en þeir er í, baínum húa. — Þeir sækja hetur skólann og rækja betur nám sitt. Þá er það einnig, að aðbúnaður margra pilta við skólann hér er mjög slænuir, Húsakynni af skornum skamti og hiti og ljós minna en þyrfti að vera. Verður því heilsa margra og starfs- þróttur fyrir áföllum. Enn er það, að al' dreyfingunni út uin hæinn leiðir það, að margur ])ilt- urinn lendir í miður hollum félags- skaj) og einnig er loku fyrir það skot- ið að samstarf og kynning skapist. Af öllu þessu, og inörgu fleiru, sem upp mætti telja, má marka hver nauð- syn er á því, að heimavistir komist sem fyrst á. — Og það er satt að segja algerlega óskil janlegl, að sveitaþing- menn — og auk þess sveitaprestur — skuli leggjast gegn frumvarpinu og málum, sem heinlínis eru i þágu sveit- anna og menningar þeirra. — Þeir þingmenn, sem það gera hafa engan meiiningarþroska til að sitja á þingi. II. Hitt frv., sem stjórnin her fram, er uin samskóla Reykjavíkur. Á hr. Jón Ófeigsson Menlaskólakenngri hugmynd- ina að fyrirkomulagi því, sem frv. fer fram á,og hefir' víst að mestu leyti samið það. — Hefir hann kynt sér þetla inál mjög rækilega og beitt sér fyrir það, af miklum dugnaði, enda fær hann nú þær þakkir fyrir áhuga sinn í þessu máli hjá ritstjóra Tímans, að dylgjað er um, að hann berjist fyrir þessu Hnáli aðeins í eiginhagsmuna- skyni. Því að öðruvísi verður varla skilin sú ósk ritstjórans að hann „fái síðar meiri mannaráð í skólum“. Er það satt að segja hart að glamr- arar og' froðúsnakkar, sem um það eitt luigsa, að ná i vöid og alþýðuhylli skuli hrigsla athafnamönnum og áhuga- sömum um eigingjarnar hvatir. En nýlt er þetta að visu ekki, því að litlar sálir og hugsjónafátækar eru sífelt harmafullar af tortrygni og illuin getsökum í garð þeirra, sem vél vilja vinna. — Mennirnir, sem altaf hafa sjálfan sig efsl i liuga leggja sínar eigin hvatir og sinn eigin ræksnishátt í hugsanir, orð og athafnir allra manna. Frv. þetla ler fram á að samskóli skuli reistur fyrir þessa 4 skóla: Gagn- fræðaskóla, iðnskóla, verslunarskóla og vélstjóraskóla. Skal gagnfræðaskólinn annast almenna framhaldsfræðslu en hinir skólarnir sérfræðslu hver á sínu sviði. Hverjum skólanna stýrir sérstakur skólasljóri, en skólastjóri gagnfræða- skólans héfir á hendi íjárreiðu og reikningshald. Góð legund af steinolíu fæst altaf á Laufásveg 4 í verslun GUÐM. J. BREIÐFJÖRÐ. Landsstjórnin lætur reisa handa stofnuninni hæfilega stórt skólahús, vélaluis, og vinnustofur ineð nauðsyn- legum áhöldum og úthúnaði, þegar allir aðiljar, en það eru Alþingi, bæj- arstjórn Rvíkur, Iðnaðannannafélagið í Reykjavík fyrir iðnaðarmenn og Verslunarráð íslands fyrir verslunar- menn leggja fram nauðsynlegt fé til þess. Stofnkostnaður þessi skiftist þannig' niður að rikissjóður leggur fram %, hæjarsjóður Reykjavikur % og lóð, iðnaðarmenn V10 og verslunarmenn Vio. Ekki hefir áætlun enn verið gerð um kostnaðinn af húsameisturum, en Jón Ófeigsson áætlar hann um 700 þús. kr. Verður þá rikissjóðstillagið 280 þús. kr. og' hæjarsjóðstillagið hið sama en hlutur verslunarmanna og iðnaðar- manna 70 þús. kr. hvors um sig. f næsta blaði verður vikið að því, hvert nauðsynjamál þessi skólastofn- nn er. Vínsalarnir og íhaldsflokkurinn. Tíminn segir, að „allir vinsalar og drykkjumenn“ séu í Ihaldsflokknum. ;— Er þetta gott dæmi um sannleiks- ást hlaðsins. — Sannleikurinn er auð- vitað sá, að þeir eru i öllum flokkum, en vel er það líklegt, að vínsalar þeir og drykkjumenn, sem í Tímaflokknum eru, þykist vera bannmenn, er það eftir öðrum heilindum sumra þeirra, er þann flokk fylla. Hitt er vitanlegt, að mikill þorri manna í íhaldsflokknum eru andhann- ingar, enda þótt hindindismenn séu, enda er bannið brot á þeirri stefnu, sem flokkurinn fylgir. — Telur flokk- urinn, að i þeim málum sein öðrum sé hest, að engri nauðung sé beitt. — Mikill fjöldi andbanninga hefir nú gengið i stúkur og er ekki nema gott við þvi að segja, því að vænta má þess, að menn þessir vinni að því, að Good- templarar hverfi frá villu síns vegar i bannmálinu. Er líka kunnugt orðið, að fjöldi Goodtemplara, sem voru hann- menn eru nú orðnir andbanningar. — Hafa augu þeirra opnast fyrir því, hversu háskasamlegt hannið hefir orð- ið þjóðinni, enda er nú svo koniið, að voði er á ferðnm, ef það stendur nokk- ur ár enn. — Þessi voði er einkum í því fólginn, að bruggunin færist út um allar sveitir landsins. — Heimilin verði

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.