Stormur


Stormur - 16.03.1927, Blaðsíða 3

Stormur - 16.03.1927, Blaðsíða 3
STORMUR 3 © Skóhlífar o og § snjóhlífa- H stígvél. m Mest úrval af öllum tegundum af gúmmískófatnaði. í J Mikil verðlækkun. © © Lárus G. Lúðvígsson. ® T © TyqlqTmmtlJOTrDtDuJu^wPuJUJUJUJuJuJuJtlJtijtDmttjiljiijtiJiiytlJUu OC3t3£3£3t3t3C3t3£Jt3(3C3t3öt3£3£3v30t30C3C}t3C3t3t3t3C30t3f3í3£3Q{3C3£3C5C}£3C3ÖS3®C3£3£3t3t3C30Cv30ö£3C3C3£3C Brunatryggingar. Sími 254. Sjóvátryggingar. Sími 542. o o o o o o o o £3 o o 0000000000(3000000000000000000000000000000000000000000000000000 að fljótandi brennivínskrám. Er vitan- iegt að heimabruggun eykst nú stór- lega með hverju árinu, einkum þó í Gullbringu- og Kjósarsýslu. — Það var heimabruggunin fyrst og fremst, sem varð banninu að bana í Noregi. — Norska þjóðin sá hver voði var á ferð- um og skildi, að það var bannið, sem átti . sök á þessum ófög'nuði. — Von- andi er að íslenska þjóðin sjái þetta fyr en það er or.ðið um seinan og af- nemi þessa bannómynd, sem verið hef- ir þjóðinni til svívirðingar og smánar frá því fyrsta. En Alþingi, stjórnin og leiðandi menn þjóðarinnar eru það fyrst og fremst, sem sökina bera, el óþefurinn af brugguðum óþverra leggur um sveit- ir þessa lands. Verði heimabruggunin aimenn legst hún aldrei niður, sökum þess hve ó- dýrt áfengið-er, aðeins nokkrir aur- ar literinn og áhætta er engin ef aðeins er bruggað til sjáJfsnotkunar, en ekki sfelt. Bannið hefir þegar haft það í för með sér, að æskulýðurinn er orðinn miklu drykkfeldari en hann var áður en baniiið komst á, eigi það eftir að gera íslenska bændur að brennivíns- liruggurum, þá verða þeir niðurlútir bannberserkirnir áður en lýkur. — Og bannbandalag fslands verður talinn ó- þarfasti og háskalegasti félagsskapur- inn, sem stofnaður hefir verið. Jafnaðarstefna og auðvaldsskipulag. í augum jafnaðarmanna eru því all- ir, eða nálega allir, atvinnurekendur hinir sífeldu fjárdráttarmenn sem brugga veigar sínar úr svitadropum verkalýðsins og skreyta híbýli sín með gullinu, sem krept hönd námumanns- ins hefir grafið úr jörðu. Þetta er hún, kenning jafnaðar- mannaforingjanna. — Kenningin sem steytir hnefa verkalýðsins í blindu df- stæki gegn þeim, sem hann telur kúg- ara sina og rænihgja. En þessi kenning er einstrengings- leg og röng. Auðvitað dettur engum sanngjörn- um manni í hug að neita, að vinna handarinnar — vinna verkalýðsins sje mikilsverður þáttur i allri framleiðslu og sköpun þeirra verðmæta, sein möl- ur og rið fær grandað. — Og að vísu væri þorskurinn mannkjminu verð- laus í sjónum ef enginn Bjarna- bæjar-Guðmundur fengist til að fara á sjó. — Fiskifélag íslands, Bjarni Sæ- mundsson, Kveldúlfur og Alliance og Copeland mundi ekki þess megnugir að seiða þorskinn i land. — En hitt er líka jafnvíst að litill mundi þorskafl- inn hans Bjarna-bæjar-Guðmundar vera, ef hann hefði i engu notið að- stoða þessara með hvítu hendurnar sigglausu, sem silja inn í miðstöðvar- kyntum stofum þegar sjómaðurinn tefl- ir tafl lífs og dauða við konung hafs- ins, sem vill ekki sleppa þegnum sín- um. Það er ekki eingöngu liðsmanna- fjöldinn sem orusturnar vinnur.. — Hershöfðingjarnir, stjórnvitringarnir og þeir sem heiina sitja — fjarri vig- velli og mannhætlu eiga þar líka sinn skerf. Haraldur konungur Sigurðsson var tíðuin liðfærri en andskotar hans, og hetja var hann eigi meiri en sumir þeirra og þó vann hann tíðasl sigur. Það var konungsgiftan sem þvi olli. — Sú gifta sem fylgir þeim, sem eru fjöld- anum höfði hærri að vitsmunum, þekk- ingu og áræði. Einn maður getur stundum gert það sem þúsundir og miljónir manna geta engu um þokað. — Og þetta á engu síður við í verklegum efnum heldur en andlegum, þótt það dyljist fremur. Jafnaðarmönnum kemur t. d. ekki til hugar að neita því, að miljónir verka- raanna, þótt þeir legðu saman, gætu al- drei skrifað Heimskringlu eða Pétur Gaut — en þeir neita þvi, sem er jafn- mikil fjarstæða af þeim að neita. — Þeir neita þvi, að til stjórnar á stóru og umsvifamiklu fyrirtæki, svo vel fari, þurfi oft og einatt miklu meiri hæfileika, en skipshöfn á heilum tog- ara hefir yfir að ráða, enda þótt úr heilum allrar skipshafnarinnar væri gerður einn stóreflis heili. Og vegna þessa þröngsýnis er það, að þeir meta verk hvers einstaks verka- manns, sem að einhverju fyrirtæki vinnur, eins mikils, ef ekki meira virði en verk þess, sem fyrirtækinu stjórn- ar, leggur fram fjármagnið og ber áhættuna. í þessu liggur hún villan, sem jafn- aðarinenn gera sig seka um, þegar þeir eru að leggja mælikvarða sinn á verð- mæti vinnunnar. Sannleikurinn er sá, að ómögulegl er með nákvæmu rjettlæti að ákveða hvað hvej' og einn á heimtingu á að fá í laun fyrir þann skerf sem hann leggur til aukning framleiðslunnar. Til þess að hægt væri að ákveða það með óyggjandi vissu, þyrfti Steingr. Arason eða Guðm. Finnbogason að hafa yfir að ráða þeiin undramæli eða vog, sem mælt gæti eða vegið, hve þýðing- armikið starfs hvers og eins er, sem að framleiðslunni vinnur. — Éri.þvi mið- ur hafa þessir góðu mælingamenn ekki þenna undragrip í fórum sínum. En eitt er víst, að ef hann væri til, þá ættu jafnaðarmenn örðugt með að krefjast þess í • réttlætisins nafni, að öllum verkamönnum sem í Dagsbrún eru, væri goldið sama kaup. — Þá mundi það sýna sig að einum verka- manninum bæri 10 kr. í kaup um klukkustundu, þegar annar á ekki skilið 10 aura. — Og hið sama gildir um alla verkamenn þjóðfélagsins, að hvaða starfi, sem þeir vinna og í hvaða stétt sem þeir eru. — En einmitt vegna þessa — vegna þessa ófullkomleika eða skorts á mæli- tækjum er það, sem ómögulegt er að leysa úr því, hvort verkamaðurinn ber skarðan hlut frá borði i launum sin-

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.