Stormur - 08.02.1928, Page 3
STORMUR
3
neinn baggi, því að þær voru lánaðar
banka og goldnar aftur. — Vafalaust er
að margir hafa orðið til þess að trúa
þessari lýgi og ekkert er sennilegra en
að sú trú hafi ráðið um atkvæði þeirra.
Ólafur Thórs benti því „verði sið-
gæðis laga og réttar" á það, að hann
skyldi líta með dálítilli miskunsemi á
smáu afbrotin — og bera þau saman
við þenna verknað, sem líklegur væri
til þess að fá fjölda manna til þess að
greiða atkvæði öðruvísi en þeir myndu
gert hafa, ef þeiin hefði ekki vísvitandi
verið vilt sjónir af þessari tegund „at-
kvæðafalsara".
Má hiklaust segja, að aldrei hafi
nokkur ráðherra á íslandi orðið að
þola önnur eins litilsvirðingarorð og
jafnþungar ásakanir fyrir fortíð sína
eins og Jónas Jónsson varð að þola á
Alþingi föstudaginn 27. jan. 1928.
Ekkert gerði þetta Jónasi Jónssyni
til, ef orðin hefðu verið ómaklega
mæld, þá hefðu þau orðið þeim einum
til hneysu, sem mæltu þau. — En sú
er ekki raunin á. Hvert litilsvirðingar-
orð, hvert skammarorð var sannleikur.
— Sannleikur, sem hvert mannsbarn á
landinu veit að er satt.
Og svo ömurleg er tilvera þessa
vesalings manns, að enginn flokks-
manna hans leitaðist við að bera blalc
af honum. — Þeir fundu eins og aðr-
ir, að alt var satt, og þeir hvorki vildu
leggja virðingu sína í það að reyna til
þess að verja hann og treystust heldur
ekki til þess að halda uppi vörnum
gegn svo auðsæjum sannindum.
Svo hamramt jafnvel var það, að
forseti sameinaðs þings, Magnús Torfa-
son ávítaði ekki einu sinni þótt óþing-
leg orð væri viðhöfð um ráðherrann. —
Honum hefir fundist, að hann gæti ekki
samvisku sinnar vegna, ávítað menn
fyrir að segja sannleikann, þótt þeir
gerðu það í öðru formi en þinglegt
þykir. — Ráðherrann sjálfur gekk líka
á undan með óþinglega orðbragðið,
svo að réttlætistilfinning forseta sam-
einaðs þings, sem er mjög þroskuðt
hefir hannað honum að grípa fram í.
III.
Allur þessi skrípaleikur um kosn-
ingu Jóns Auðuns, sem jafnaðarmenn
og nokkur hluti framsóknarflokksins
hefir Ieikið til þessa, hefir einungis
verið gerður í þeim tilgangi að reyna
með þvi að svala sér á þessum þing-
manni og andstæðingum sínum —
íhaldsmönnum.
Það hefir verið hefndarleikur og hin-
um svivirðilegustu vopnum hefir verið
beitt i þessum leik.
Jafnvel forsætisráðherrann sjálfur
hefir viðhaft þá dæmafáu strákslegu
aðferð, að drótta því að Magnúsi Guð-
mundssyni, fyrverandi dómsmálaráð-
herra, að hann muni hafa vitað um
falsaða atkvæðið í Strandasvslu og
fémútur á ísafirði.
Magnús Guðmundsson gerði það
eina sem rétt var. Hann skoraði á for-
0'''0 O^OiO^O
On\Ö D)iiQ!0;hQ!0m0 O/ivQ OmQtOmQ
r.wíi
O'Ú o
ö
Kaupstefnan í Leipzig verður haldin að
þessu sinni 4.—14. marz n. k. Aðsókn að
vörusýningu þessari hefur aldrei verið eins
mikil og á haustkaupstefnunni síðastliðið ár.
Þangað komu:
160,000
kaupsýslumenn frá 44 löndum.
Þetta er stærsta vörusýning heimsins og
t
ættu kaupmenn að gera innkaup sín þar,
þar eð allar þær vörur eru þar samankomn-
ar, sem vér íslendingar þurfum að nota. Nú
eru skipaferðir svo greiðar við Hamborg
héðan að menn eru fljótir að bregða sér til
Leipzig og með því gerið þér innkaup yÖar
- á réttum stað. -
Upplýsingar um sýninguna
fást hjá undirrituðum:
Hjalti Björnsson 6tCo.
Sími: 720. Reykjavík. Pósthólf 658.
°V/0|0
Omolö