Stormur - 28.09.1928, Síða 3
STORMUR
3
Mun honum fmnast nú til um ráð-
herrann »íslendinganna í landinu« sem
sleppir breskum veiðiþjófi, enda þótt
sönnuð sé á hann sök, svo skýrt sem
verða má?
Nei, það er áreiðanlegt, að ef hann
er ^gamalk þessi skipstjóri og ef hann
er »merkur« þá hefir hann fallið i
stafi yfir lítilmensku og ræfilshætti
ráðherrans, sem til þess að þóknast
erlendri þjóð, — sem auðvitað í hjarla
sínu fyrirlítur þenna verknað ráðherr-
ans — lét ekki undir höfuð leggjast
að svivirða hæstarétt sinnar eigin þjóð-
ar og auglýsti það fyrir öllum heim-
inum, að Islendinga brysti manndóms-
þrek og karlmensku til þess að verja
landhelgi sina og láta rétta dóma ganga
um brot erlendra ofbeldismanna.
III.
En »gamli«, »merki« skipstjórinn er
án efa undrandi á fleiru i framferði
framsóknarflokksmanna, sem að dómi
hans eru »lslendingarnir í landinu«, að
sögn Jónasar Jónssonar. Mun hann
ekki lika vera undrandi á þvi, að
þessi flokkur skuli hafa gert þann
mann, að dóms- og kirkjumálaráð-
herra, sem liggur undir þyngstu áfell-
isorðunum, sem sögð hafa verið um
nokkurn íslending, og hagað hefir sér
óheiðarlegar i vopnaviðskiftum, en
verstu siðleysingjar Sturlungaaldarinn-
ar gerðu. — Manninn sem hvað eftir
annað og þráfaldlega hefir ekki látið
sér fyrir brjósti brenna, að ráðast á
þann garðinn sem er lægstur — dæmda
ólánsmenn — eða menn undir ákæru
— til þess að svala hefnigirni sinni á
mönnum sem hann hefir átt í höggi
við. Manninn, sem þráfaldlega hefir
ekki skirst við það, að svívirða börn
og foreldra og frændur þeirra, sem
hann hefir deilt við og lapið hefir upp
hverja slúðursögu — sanna og ósanna
— sem hið æfða og hljóðnæma eyra
hans hefir getað greint.
— Og mun hann ekki »gamli« og
»merki« skipstjórinn vera undrandi á
þvi, að þessi íslenskl flokkur i land-
inu. sem að mestu leyti er samansett-
ur af bændum, skuli nú styðjast við
þann stjórnmálaflokk, sem er óþjóð-
legastur allra stjórnmálaflokka í hverju
landi sem er, en hefir auk þess það
sér til ágætis, að hafa um mörg ár
lifað á dönsku gulli, sem hann hefir
snýkt hjá flokksbræðrum sínum í sam-
bandslandi voru. — Því landinu, sem
vér allra hluta vegna þurfum að vera
sem sjálfstæðastir gegn, sökum binna
ströngu ákvæða Sambandslaganna og
hættunnar, sem af jafnréttinu getur
leitt.
IV.
Jónas Jónsson er fyrsti ráðherrann
og verður vonandi sá siðasti, sem i
skiftum sínum við aðrar þjóðir hefir
ekkl þorað að halda fram sjálfsögðum
rétti þjóðar sinnar. — Og fyrir það
hefir hann hlotið nafnið »Tervani-
ráðherrann«.
9
©
©
oi verai
©
©
©
©
miklar birgðir nýkomnar. - Eldri birgðir verða seldar meðlækkuðu verði t.d.
Karlmannafatnaöur, sem kostaði
áður kr. 68.00
— — 88.00
— — 110.00
nú kr. 38.00
— — 68.00
— — 84.00
Vetrarfrakkar, sem kostuðu
áður kr. 50.00
— — 85.00
— — 118.00
nú kr. 22.00
------62.00
— — 78.00
Hér eru aðeins nefnd nokkur verð.
Unglingafrakkar og regnkápur mjög ódýrar.
Lítið í gluggana!
VORUHÚSIÐ.
©
©
©
©
©
©
©
©
©
©
. Fyrsta sendingin af
Karlmanna-, unglinga- og
fermingarfötum,
blá og mislit, ev komin, ásamt
KARLMANNA REGNFROKKUM
með nýjasta sniði (sport).
I/erð frá 25 krónum.
Eftir viku fáum við mjög stóra senditijgu af
KARLMANNA og DRENGJAFOTUM
allar stærðir (hentug skó/aföt). — Yfir 20 ára reynsla ætti að vera
næg sönnun þess að við seljum að eins hentugar og ödýrar vörur,
því reynslan er sannleikur.
Ásg. G. Gunnlaugsson & Co.
Austurstæti 1.
jjrr 7&|3 EBXEB0
HnmWc taHxHfp 9BHHB
En Jónas Jónsson er líka fyrsti ráð-
herrann, sem hefir vítt á sér heimild-
ir og gerst flugumaður þeirra manna,
sem kaupa daglegt brauð sitt fyrir er-
lent málagull, sem ættlandi þeirra staf-
ar ófyrirsjáanleg hætta af.
— Og það er Framsóknarflokkurinn
— nokkur hluti íslensku bændanna —
sem ber ábyrgð á þessum Tervani,
sem breitt hefir yfir nafn og númer
frá því að hann hröklaðist frá Askov
og fram til þessa dags.
verða allir hamingju-
samir, sem kaupa trúlof-
unarhringana hjá
SIGURÞÓR JÓNSSVNI
Aðalstræti 9.
Sendi gegn p&atkröfu hvert á landsem
Kaupiö og útbreiöiö
„STORM“.