Stormur


Stormur - 19.07.1930, Page 1

Stormur - 19.07.1930, Page 1
STORMUR Ritstjóri Magnús Magfnússon VI. árg. Laugardaginn 19. júlí 19S0. 24. blað. Enn um tregðu. Athugasemdir og svar. i. I síðasta tölublaði Storms er 'rætt all- ítarlega um grein, er birtist eftir mig í síðasta hefti ,,Iðunnar“ og nefnd er „Um tregðu“. Eg er að sjálfsögðu rit- stjóranum þakkiátur fyrir þau lofsam- legu ummæli, sem hann notar um grein- ina, en hinsvegar virðist mér hann draga svo gjörólíkar ályktanir af máli mínu frá því, er mér finst eg hafa gef- ið tilefni til, að mig langar til að biðja um rúm fyrir fáeinar athugasemdir við þær ályktanir. Eins og þeir munu minnast, sem fylgst hafa með þessum skrifum, er það höfuðstaðhæfing mín í Iðunni, að af- staða „framsóknar“ og ,,tregðu“ væri miklu jákvæðari, bæði í líkamlegum og vitsmunalegum efnum, en þorri manna virtist að jafnaði gjöra sér grein fyr- ir. Færði eg fyrir því rök og líkur úr ýmsum áttum, að „tregða“ væri ekki óvinur eða andstaða „framsóknar“, heldur skilyrði þess, að henni yrði við komið. Benti eg á, að þetta væri næsta nauðsynlegt í líkamlegum efnum, því allir hefðu reynslu fyrir, að þeir fengju engu verulegu afli beitt við þau efni, sem lítil tregða væri í, en auk þess ætti þetta ekki síður við um vitsmunaleg efni, því að á því sviði yrði heldur engri framsókn við komið nema í huganum væri sú alvara, sá þungi, sú staðfesta, sú einlægni í glímunni við hið vits- munalega viðfangsefni, sem svaraði til tregðunnar í líkamlegum efnum. En nú hefir hér í blaðinu sú álykt- un verið dregin af þessum hugleiðing- um mínum, að í þessu fælist nokkurs- konar lofsöngur til þeirrar stefnu í stjórnmálum, sem kend er við íhald, og grein mín jafnvel talin meðmæli með sérstökum flokki manna hér á landi, sem fyrir skömmu kendi sig við þetta orð. Nú er sannleikurinn sá, að fyrir mín- um hugskotssjónum er svo verulegur munur á hugtökunum „íhaldi“ (í al-1 mennum pólitískum skilningi) og „tregðu“, að þau eiga næsta lítið sam- eiginlegt. Og um - íhaldsflokka í þeim löndum, sem eg hefi kynni af, á það ekki síst við, að þá hafi skort þau einkenni, spm eg hefi táknað með orð- inu tregða. Þetta stafar af því, að þeir eru í meiri hættu en aðrir við að gjör- ast hugsanalítið dýrkendur erfðavenju og vana. Þetta á ekkert síður við um íhaldssama menn á íslandi en annars- staðar. Og stundum er viðspyrnan, tregðan, svo lítil í leitinni að úrlausn- um, að niðurstöðurnar verða næsta kát- legar. Til skýringar vil eg aðeins minna á, að einn ígáfaðasti íhaldsmaður, sem nú er uppi á íslandi, hefir hvað eftir annað látið sig það henda í ritgjörðum sínum að andmæla andstæðingum sínum á þeim grundvelli, að þeir ætl- uðu sér að kollvarpa ]>ví félagslega lífi sem /cynþáttur vor hefir búiö við frá önclverðu. — Þetta er ágætt sýnishorn þess„ hve algjört mikilvægi menn eigna venjum síns eigin tíma og hve skamt íhald að jafnaði leitar skýringa. Því að vissulega eru þetta vanhugsuð ummæli um kynþátt, sem búið hefir við svo margvíslega félagslega kosti, að mi'" stöð valda og auðs hefir sveiflast öfg- anna á milli. Stundum hefir hún verið hjá konungsvaldi, höfðingjavaldi, í sveit, klerkavaldi, verslunarvaldi, iðn- aðarvaldi; stundum hefir . undirstaða ])jóðlífsins verið ])rælahald; stundum hefir einskis gætt nema starfsemi borga, á öðrum tímum og öðrum stöðum hef- ir ])eirra verið að litlu getið; afstaða þjóðfélagsins til hjúskaparbanda hefir verið hin margvíslegasta o. si frv. Bylt- ingarnar í sögu hins hvíta kynþáttar hafa verið margvíslegri en svo, að tal- að verði um eina tegund þjóðfélagslífs, er hann hafi búið við frá öndverðu. En þessi trú á erfðavenjur er ná- skyld því, sem eg hefi nefnt vitsmuna- legt tregðuleysi. Öll alvai-leg rannsókn byggist á tregðu í huganum — alvör- unni, með að láta ekki yfirborð hlut- anna villa sér sýn — yfirborðsstraum- inn sópa sér með. Fyrir þá sök er orð- ið tregða að mun skyldara öðru orði en íhaldi, en sem einnig er notað í póli- tísku málsambandi. Það er vitanlega orðið róttækni. Róttækir eru þeir menn nefndir, sem þá tregðu hafa til að bera, að þeir sætta sig ekki við neitt minna en að komast fyrir rætur hvers máls. En eins og kunnugt er, hafa róttækir menn og íhaldssamir ekki þótt eiga samleið. Um sjálfan mig er svo farið, að þótt eg hafi gjört mér far um að lesa rit hinna ágætustu íhaldsmanna ýmsra landa, þá hefi eg minna getað af ]>eim numið, en máli verulegra róttækra manna. Og eg er sannfærður um, að oss íslendingum er holt að temja oss háttu hins róttæka. manns — manns- ins, sem metur íhaldið við venjur, við skoðunarháttu, við félagslegt skipulag, eftir niðurstöðum tregðuríki'ar rann- sóknar á verðmæti þess, en ekki eftir huglægum hleypidómum sínum. Eg vona að þessar athugasemdir nægi til að sýna lesandanum, að að svo miklu leyti sem ályktanir verði dregn- ar um pólitísk efni af ritgjörð minni í Iðunni, þá séu það að mun ólíkar ályktunum þeim, sem ritstjóri Storms gjörði í síðasta tölublaði. Ragnar E. Kvaran. „Stormur“ birtir með ánægju þessar athugasemdir Ragnars E. Kvaran og það því fremur, sem hann fær eigi séð, að þær hreki í neinu þær ályktanir, sem dregnar voru af grein hans í 22. tbl. Storms. En sökum þess að hér er bæði um merkilegt mál að ræða og merkilegan rithöfund, vill sá, sem þetta ritar, ekki sýna það „tregðu“leysi, að láta alger- lega útrætt um það með þessum at- hugasemdum Ragnars Kvaran, úr því að honum finst, að ályktanirnar, sem dregnar voru af grein hans.'séu á ann- an veg en hún gaf tilefni til. En sökum ])ess, að hlutskifti blað- anna er venjulega það að vera elds- matur að lestri afloknum eða þæginda- blað, sem sparar vissa pappírstegund hjá aðgætnum og sparsömum húsmæðr- um, þá þorir Stormur ekki að vísa les- endum sínum til ])ess blaðs, sem grein- in „um tregðu“' birtist í, og mun því rifja upp nokkur atriði, sem helst skifta máli, til þess að sýna, að aðrar álykt- anir voru ekki dregnar af grein Ragn- ars Kvaran en beinast lágu fyrir, úr því að hún á annað borð var tekin til hliðsjónar eða athugunar, í sambandi við ]>á pólitísku baráttu, sem h(ið hef- ir verið hér að undanförnu og háð er enn. II. í greininni: Framsókn — tregða. í 22. tbl. Storms, var fyrst dregið fram, hverjar orustuaðferðir andstæðingar Sjálfstæðisflokksins, Jafnaðarmenn og Tímamenn, hefðu beitt í hinni pólitísku

x

Stormur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.