Stormur - 19.07.1930, Page 4
4
S T O R M U R
Nafnið á langbesía
iólfáfmrðiiiiim er
ræst i öllum verslunum.
hans eru réttar, og að við séum því
sammála.
Magnús Magnússon.
Frá Finnlandi.
Nýkomin erlend blöð eru full af frá-
sögnum um hina ískyggilegu atburði,
sem nú eru að gerast í Finnlandi. —
Því miður er það svo um þessa at-
burði og aðra jafnmerkilega, að íslensk
blöð geta þeirra að litlu. Veldur þar
nokkru um smæð þeirra, en það þó
meira, að áhugann sýnist vanta hjá
þeim, sem yfir dagblöðunum hafa að
ráða, að birta glöggar yfirlitsgreinar
um merkustu viðburðina, svo að al-
menningur geti fylgst með því mark-
verðasta, sem í umheiminum gerist.
Símskeyti þau, sem öll blöðin birta
samhljóða, gera ekkert nema svala for-
vitnisfýsn manna í bili, og er ekki
einu sinni svo, að þau geti stundum
um það, sem mestu máli skiftir, held-
ur flytja þau í þess stað ómerkilegar
dægurflugufregnir.
Ef dagblöðin halda þessari venju
sinni áfram, væri hér í raun og veru
hin mesta þörf fyrir tímarit, sem
kæmi út vikulega, ein örk eða svo, er
flýtti nákvæmar og hlutlausar frásagn-
ir af öllum stórviðburðum, merkustu
uppgötvunum o. s. frv. — Mætti und-
arlegt virðast, ef slíkt tímarit þrifist
ekki hér í Reykjavík, ef vel væri
vandað til heimildanna.
„Alþýðublaðið" flutti fyrir nokkru
grein um Finnland, en mjög hlutdræga.
Hafa „Tíminn“ og Alþýðublalðið tekið
upp þann sið, ein allra íslenskra blaða,
að flytja litaðar frásagnir um menn
og málefni annara þjóða til styrktar
þeim pólitísku skoðunum, sem þau
halda fram. Var það um eitt skeið
háttur Hriflu-Jónasar að skrifa um
ýmislegt í fari erlendra íhaldsflokka og
draga líkinguna með þeim og íhalds-
flokknum hér, og hallaði sannleikur-
inn þá auðvitað undir flatt hjá hon-
um, eftir því sem best- hentaði í það
og það sinnið.
Fyrir nokkru flutti „Morgunblaðið"
einnig stutta en hlutlausa grein um
Finnland og atburði þá, sem þar eru
að gerast. og verður það ekki rifjað
upp hér, en bætt við einstöku atrið-
um, en fá geta þau aðeins orðið sök-
um smæðar blaðsins.
Fram að þessu hafa rósturnar í
Finnlandi staðið á millum Lappó-
mannanna svo nefndu, sem eru trúaðir
þjóðernissinnaðir bændur, og kommun-
istanna, sem að vísu eru ekki mjög
sterkir í Finnlandi, en hafa b.eitt sér
m.jög fyrir kenningum skoðanabræðr-
anna rússnesku og jafnvel gert'tilraun-
ir til þess að innlima Finnland öðru
sinni í Rússland. Bændaflokkurinn eða
Lappómennirnir hafa fyrir foringja
mann, sem Kosola heitir. Er hann
sagður maður einbeittur og viljafast-
ur og að s.umu leyti ekki ósvipaður
Mússólíni, en ekki mun hann talinn
jafnoki hans að gáfum.
Þessi flokkur hefir fyrst og fremst
sett það á stefnuskrá sína að útrýma
kommunismanum með öllu úr Finn-
landi. En margt bendir til, að leiðandi
menn flokksins hafi annað og jafnvel
meira fyrir augum, eða hvorki meira
né minna en það að koma á einvalds-
stjórn í landinu, en afnema þingræðið,
að minsta kosti „faktiskt“. Ennfremur
óttast sænsku Finnarnir, að þeir muni
leggja kapp á að má burtu áhrif þeirra,
því að bændur þessir eru Finnar í húð
og hár og vilja engin erlend frumefni
hafa.
í fyrstunni var þessi flokkur fá-
ménnur, en hann er vel „organiserað-
ur“ og hefir á skömmum tíma aukið
fylgi sitt stórkostlega og Svinhufvud-
stjórnin, sem nú situr að völdum í
Finnlandi, er hliðholl flokknum, og
verður að beygja sig fyrir honum,
jafnvel meira en henni gott þykir. —
Forsetinn, Relander, og frelsishetja
Finnanna, Mannerheim hershöfðingi,
sem Finnar eiga sjálfstæði sitt jafn-
vel meira að þakka en nokkrum öðr-
um, standa einnig nálægt flokknum og
hafa tjáð sig samþykka ýmsum aðgerð-
um hans. Frh.
Naínið á langbesta
skóábnrðinnm er
Fæst í öllum verslunum.
OOOOOOOOOOOOOOOO<OO<OOO<
0
HUDDENS
FINE
V
$
0
Gamall og góður g
o
kunningi margra S
reykingarmanna. g
Huddens cigarettur g
fást alstaðar.
Kaupið þær í næstu búð.
Gleymið ekki ísl.
landslagsmyndunm
sem fylgja með
hverjum pakka.
Kaupendur
blaðsins í Hafnarfirði eru hér
eftir beðnir að vitja blaðsins
til hr. kaupm. Þorvalds Bjarna-
sonar og greiða það til hans.
Kosningin.
Úrslit þessarar landskjörskosningar
eru nú kunn orðin. 1 næstu blöðum
Storms verða nokkrar ályktanir af
henni dregnar og drepið á sumt, sem
nú stendur næst fyrir dyrum hjá Sjálf-
stæðisflokknum.
ísafoldarprentsmiðja h.f.
4