Stormur - 17.02.1934, Blaðsíða 3
i
STORM UR
Happdrætti Háskóla
íslands.
Með því að fá hæsta vinning á sama númer í
hverjum flokki er hægt að vinna á einu ári
185000 krónur.
Fjórðungsmiði kostar 1 kr. 50 au. í hverjum
flokki.
Á fjórðungsmiða er hægt að vinna á einu ári
46250 krónur.
tfinningsrnii nru skatt og dtsvirsfrjaisir.
AFGREIÐSLA
S T O R M S — einnig fyrir söludrengi — er aftur flutt á
NorSurstíg 5. — Duglegustu drengirnir fá happdrættis-
miða í verðlaun og geta því orðið ríkir menn, ef hepnin
er með.
Næsta blað kemur út á laugardaginn.
I NÆSTA BLAÐI
kemur grein með fyrirsögninni:
Er innflutningur Spánarvfna öllum heimill og hefir hann
verið það frá 1923?
Um alheiminn.
Þegar Vetrarbraut kom út keypti eg hana og þótti
mér hún besta bók, sem eg hafði séð næst Biblíunni, enda
hefi eg enga vísindabók séð eða lesið áður, en í fyrra-
vetur keypti eg bók eftir James Jeans um alheiminn. —
Þessi bók var eins og ný opinberun fyrir mig til að hjálpa
mér til rétts skilnings á tilverunni; eg varð hugfanginn
af gleði og hrifinn. Til þess að finna orðum mínum stað,
leita eg sönnunar í guðs opinberaða orði. I fyrstu línum
Biblíunnar er sagt: „Myrkur grúfði yfir djúpinu, þá sagði
guð, verði ljós, og það varð ljós“. Hér er með berum orð-
um sagt, að áður en guð skapaði hina fyrstu vetrarbraut
var djúpið, sem sé geimurinn, til áður en guð skapaði
heiminn. Hér er því ekki nema um tvent að tala, það sem
guð hefir skapað Og það sem hann hefir ekki skapað, —
með öðrum orðum það sem er og það sem ekki er. Það
sem er, er guð og allt, sem hann hefir skapað andlegt og
efnislegt. Það sem ekki er, það er geimdjúpið. Mótsetn-
ing alls þess sem er, er það, sem ekkert er, og það, sem
ekkert er, hefir engin takmörk og það er vel skiljanlegt
að svo er. Tíminn og rúmið hefir ekkert gildi fyrir andann
og þann, sem eilíflega lifir. Fyrsta meinlokan úr Einstein
er það, að það, sem ekkert er, segir hann sé efni, sem sé
rúmið eða geimurinn, — önnur meinlokan, að hann setur
. rúminu takmörk, sem er vel skiljanlegt að hefir engin
takmöik. - Þriðja meinlokan, að bein lína sé sama og
hiingui, og fjórða meinlokan er, að hinar tröllauknu
hringþokur fjarlægist okkur í allar áttir, með ógurlegum
hraða, með því að þenja út alheiminn. Einhver skrifar í
Lögréttu, að einfaldasta skýringin á þessu sé sú, að himin-
geimurinn sé ekki einungis endanlegur, heldur þenjist
hann sífellt út. Rúmið sjálft verður stærra og stærra. —
Þetta er ekki rétt hugsað, því eyðist það, sem af er tekið.
Hann hefir verið búinn að gleyma gaflaðinu, sem Einstein
var búinn að setja í rúmið, því að það er ekki neinn smá-
ræðis ,,blokkade“, sem hann hefir sett þar upp fyrir guð
og menn.
Það einfaldasta og sjálfsagðasta hefði verið að heimta
af Einstein heilbrigðisvottorð áður en þessi vaðall og vit-
leysa úr honum var prentuð, sem getur orðið til tjóns fyrir
mannkynið, því að það er augljóst, að hann hefir tapað
vitinu, því mörg eru manna meinin.
Það, sem við sjáum nú, eru sólirnar í öllum þeiro
vetrarbrautum, sem guð hefir skapað frá upphafi, og ut-
an við allan þann stjörnuskara sjáum við vetrarbraut,
sem er í smíðum; það eru sveipþokur, í þeim er efnið svo
geisilega heitt, að það er líkast stormstraum og fjarlæg-
ist okkur í allar áttir, með geisilegum hraða út í geim-
inn. Þetta er vel skiljanlegt, því að það þurfti að komast
svo langt út í geiminn, að þessi verðandi vetrarbraut ald-
rei rækist á þá næstu. Frá þessum hringþokum koma ósýni-
legir geislar til jarðar vorrar, sem nýskeð hafa fundist,
og er það ekkert furðulegt, því að þeir koma frá áminnst-
um þokum, sem ekki eru örðnar að sólum. Eg sé því, að
guð getur haldið áfram að skapa til eilífðar. Þetta veit
eg eins vel, eins og það, að eg er til og að eg hugsa.
Presthólum 24. nóv. 1933.
Halldór Bjarnason.
Kollumálið.
Inngangsorð.
Eins og eðlilegt er býður nú allur landslýður með mik-
illi eftirvæntingu eftir því, að fá einhverjar fréttir af þessu
merkilega máli. Varpeigendur um land allt langar til að
vita, hvort það er satt, að lögreglustjórinn í Reykjavík
sé í frístundum sínum í raun og veru að drepa bústofninn
þeirra, að eyðileggja eign þeirra; hvort hann sé með því
að drepa æðarfuglinn — sem reitir af sér dúninn varp-
eigendunum til lífsframdráttar — að eyðileggja afkomu
þeirra og afkomenda þeirra. Þessi eftirvænting fólksins,
þessar og þvílíkar spurningar, eru nú ósköp eðlilegar,
hvernig svo sem á þær er litið. Það er alveg sama, þó að
liðin séu þrjú ár síðan æðarkollan var drepin. Spursmál-
ið er einungis þetta: Var hún drepin? Eða var hún það
ekki? Verður nú ekki úr þeirri spurningu leyst hér, enda
er málið undir rannsókn og ekki hætt við öðru en sann-
leikurinn komi í ljós, eins og börnin segja, en skraflað
verður hér um málið fram og aftur í þeim dúr, sem al-
menningur gerir nú hér í bænum.
Óheilladagurinn.
1. desember 1930 var vonsku veður, vestan stórviðri,
mikill sjógangur og gekk yfir Grandagarðinn um flóðið.
í þvílíku veðri er það vanalegt, að æðarfuglinn dragi sig
í stórhópum alveg upp í land, í varið, — er það því hálf-
gerð slysni að drepa ekki nema einn í skoti, ef í hópinn er
skotið á annað borð.
Hermann Jónasson er sagður vera út í eyju þennan dag
og í þessu veðri, hann gengur fram á hóp af æðarfugli,
sem kúrir þarna í skjólinu lúpulegur og saklaus, og á sér
einskis ills von. Fuglahópurinn verður var við manninn
og flögrar nokkra faðma frá landi, sem styttst til að
missa ekki alveg af skjólinu og þurfa ekki að fara út í
ofstopann og ölduganginn, en í því ríður skotið af. Það
er einum lifandi fugli færra; dauða fuglinn rekur í land,
hinir fuglarnir halda lengra frá landi; miskunarleysi
mannanna hefir hrakið þá úr landvarinu út á ólgandi og