Stormur - 28.07.1934, Síða 2
2
STORMUR
stokkinn og' hlotið það að launum fyrir fórn sína, að hann
myndi verða forsætisráðherra í hinni nýju stjórn rauðliða.
Hinir, sem altaf höfðu haft traust á Ásgeiri og haldið
því fram, að hann breytti æ eftir bestu vitund og mundi
því hvenær sem væri geta horft djörfum augum og föstum
framan í drottinn almáttugan, neituðu því nú ekki að vísu,
að hann hefði dálítið brugðist trausti sínu. — Þeir hefðu
haldið, að hann myndi aldrei ljá Jónasi eða hans mönnum
sitt lið — en þeir sögðu að hér mundi enn sem fyr vaka
gott eitt fyrir Ásgeiri og ígrunduð skynsemi mundi jafnt
liggja að baki þessum gerðum hans sem öðrum. Þeir sögðu,
að það væri gefið, að hann hefði aldrei skrifað undir nema
það væri öldungis víst að hann yrði forsætisráðherra. —
Gangur málsins mundi verða sá, að fyrir siðasakir yrði Jón-
ási Jónssyni og hans eigin flokki fyrst falið að mynda
stjórn, en. sú tilraun myndi stranda á nokkirum hluta
flokksmanna hans og jafnaðarmönnum, síðan myndi Her-
manni verða falið það, og myndi sú tilraun fara á sama
veg og hjá meistaranum — og þá væri ekki nema einn
möguleiki fyrir hendi, sá, að Ásgeiri Ásgeirssyni yrði falið
það og honum myndi takast það með fulltingi alls social-
istaflokksins og 4—5 þingmanna úr Framsóknarflokknum..
— Fyrir þessu fylgi sögðu þeir að Jónas yrði að beygja sig,
enda þótt vitanlegt væri, að hann kysi heldur að sjálfur
andskotinn yrði forsætisráðherra en Ásgeir Ásgeirsson.
Og svo bættu þessir menn við, að Ásgeir Ásgeirsson
myndi aldrei taka Hermann eða aðra slíka angurgapa og
heimskingja inn í stjórnina með sér, heldur einhvern gæt-
inn Framsóknarmann — og stjórnin myndi svo í raun og
veru verða hin sama og hún hefir verið að undanförnu —
róleg moðsuðustjórn, sem gerði ekki hundi mein, en líka
lítið til gagns — og ef til vill færi best á því að stjórnin
væri þannig á þeim tímum sem nú standa yfir — þegar
friðurinn væri fyrir öllu.
III.
En allir þessir bollaspádómar um kænsku Ásgeirs Ás-
geirssonar og stjórnarmyndun reyndust hégóminn eiaber.
Sá spádómur reyndist að vísu réttur, að Jónasi Jonssyni
tókst ekki að mynda stjórn. Hann fékk aðeins ít—10 atkv.
í flokki sínum, en 5—6 menn vildu ekki styðja hann og
jafnaðarmenn — eða a. m. k. flestir þeirra heldur ekki.
En svo kom það undarlega fyrirbrigði, að Hermanni
Jónassyni tókst að mynda stjórn, enda þótt vitað sé, að
hann er aðeins leþpur Jónasar og um flest lítilmótlegri og
ver gefinn en Jónas, þótt innrætið sé sennilega mjög líkt
í báðum.
En hvernig er þá þessu varið með Ásgeir, spyrja menn
og það að vonum, því að öll framkoma mannsins og örlög
eru næsta undarleg. Hafa Framsóknarmenn eða Jafnaðar
eða hvorir tveggja svikið Ásgeir Ásgeirsson eftir að þeir
voru búnir að teyma hann út í það að skrifa undir mál-
efnasambandið?
Lagði Jónas Jónsson svo mikið kapp á að Ásgeir mynd-
aði ekki stjórn, að hann hótaði því að kljúfa flokkinn og
láta nýjar kosningar fara fram og þorðu hinir ekki að
stofna til þeirrar áhættu?
Getur það hugsast, að forsætisráðherra íslands, Ás-
geir Ásgeirsson, hafi látið kaupa fylgi sitt og fái feitt em-
bætti eða góðan bitling með fræðslumálastjóra-stöðunni?
Er þetta ,,diplómati“ hjá Ásgeiri. Ætlar hann að láta
þessa stjórn sýna hversu óhæf hún er og láta hana komast
í öngþveiti og koma síðan til eins og frelsandi engill, sem
greiðir úr öllum vandamálum og flækjum líkt eins og þegar
hann myndaði samsteypustjórnina?
Þetta síðasta úk'ræði væri tiltölulega auðvelt fyrir
hann, því að eftir því sem Morgunblaðið hefir eftir honum
s.l. þriðjudag, er hann ekki stuðningsmaður hinnar tilvon-
andi stjórnar, þótt hann sé í málefnasambandi við stuðn-
ingsflokka hennar. Ekkert er því léttara fyrir jafn slung-
inn mann og Ásgeir hefir verið talinn, en að gera ýmis-
THULE
Það er ekki spurning, heldur staðreynd, að öllum
er nauðsynlegt AÐ VERA LÍFTRYGÐIR.
En það er spurning, sem krefur svars, í hvaða lífs-
ábyrgðarfélagi tryggingin skuli tekin.
Hér skulu merkustu atriðin athuguð :
1) Hvaða lífsábyrgðarfélag er hér á
íslandi starfar, er ódýrast rekið ?
2) Hvaða félag getur og lætur hina
trygðu njóta ágóðans í svo ríkum
mæli, að bónus þess verði hæst-
ur, og veitir þannig ódýrastar
tryggingar?
3) Hvaða félag hefir hlotið mesta
viðurkenningu með því að hafa
fengið mestar tryggingar alls?
U) Hvaða félag hefir mestar trygg-
ingar á Islandi?
5) Hvaða félag ávaxtar íslenzkt
tryggingarfé sitt á íslandi ?
THULE
THULE
THULE
THULE
THULE
Og að endingu: Hvaða félag uppfyllir eitt allra félag-
anna öll þessi meginatriði?
THULE
Kynnið yður öll framangreind atriði gaumgæfilega,
og líftryggið yður síðan þar, er þér teljið hag yðar
bezt borgið.
konar ágreining út af „málefnunum" þegar á þing er kom-
ið. — Fella sig ekki við orðalag, segja, að svona hafi hann
aldrei ætlast til að framkvæmdir yrði á „áætluninni“ o.s.frv.
Gæti hann með þessu móti eyðilagt alt fyrir sambands-
mönnum sínum, því að án hans geta þeir ekki verið í annari
hvorri deildinni, ef þeir eiga að geta komið málum sínum
fram og „socialiseringu“.
Yrðu þeir þá nauðbeygðir til þes sað gera eitt af
þrennu, rjúfa þing og efna til nýrra kosninga, fela Ásgeiri
Ásgeirssyni stjórnarmyndun og veita honum fullan stuðn-
ing, — eða að stjórna landinu upp á sitt einræði með stjórn-
arfyrirskipunum og bráðabirgðalögum.
En ef þetta síðasta væri ætlun Ásgeirs, því — mun þá
margur spyrja — var hann að binda sig með því að ganga í
málefnasambandið. Hann gat þetta alt auðveldara og
drengilegar með því að vera utanflokka og láta velta á at-
kvæði sínu framgang mála og jafnvel líf stjórnarinnar.
Þessari spurningu skal ekki svarað hér, fremur en hin-
um. Sá er þetta rita þekkir ekki hjörtun og nýrun og því
síst í jafn diplomatiskum mönnum, sem Ásgeir Ásgeirsson
vafalaust er. Endanleg niðurstaða af þessum hugleiðingum
um Ásgeir Ásgeirsson, áform hans og það sem að baki
hans liggur í viðskiftum hans við sambandsmenn sína,
verður því ámóta einsog hugleiðingar hans og niðurstaða
um „kreppuna, sem er einsog vindurinn, sem enginn veit
hvaðan kemur eða hvert hann fer“.
En einu skal slegið föstu í niðurlagi þessarar greina^