Stormur


Stormur - 28.07.1934, Síða 3

Stormur - 28.07.1934, Síða 3
STORM UR 3 og það er það, að Ásgeir Ásgeirsson hefir stigið stærsta skrefið sem íslenskur stjómmálamaður hefir stigið til þessa — og á honum hvílir þyngri ábyrgð en nokkrum öðrum. Skrefið, sem hann hefir stigið, er það, að hann hefir með undirskrift sinni, gert socialistum fært að mynda í fyrsta sinni stjóm á íslandi og með því lagt fyrsta hom- steininn að höll socialismans hér á Iandi. Og þær tilraunir og framkvæmdir, sem þessi socialistastjóm kann að gera hér á meðan að hún situr við völd, em allar á ábyrgð Ás- geirs Ásgeirssonar. — Verði þær til blessunar má þakka honum það og verði þær til bölvunar er það hans sök. Erlendar fréttir. Ægilegt morð. Fyrir skömmu var rússneskur herforingi myrtur í Tiflis í Kákasus á allóvenjulegan og voveiflegan hátt. Her- foringi þessi var í ætt við Stalin og var mjög hataður í Kákasus. Morgun einn, er hann kom inn í svefnherbergi sitt og háttaði í rúm sitt, eftir að hafa vakað um nóttina, skriðu tvær eiturslöngur út úr dýnunum, vöfðu sig um her- foringjann og bitu hann hér og þar. Læknir var sóttur, en eitrið hafði þá læst sig svo um hann að lífi hans varð ekki bjargað. Þoldi hann hinar hræðilegustu kvalir áður en hann dó. — Slöngunum höfðu morðingjarnir stolið úr dýragarðinum. Rottur sýkja menn. Á einu ári hafa sex menn í Stokkhólmi veikst af nokk- urskonar gulu. — Morbus ,Weil — og dóu þrír þeirra. Veiki þessi stafar frá eitri, sem verður til í rottusaur og kemst með honum í neysluvatn eða annað er menn leggja sér til munns. — í styrjöldinni miklu var sjúkdómur þessi allalgengur í skotgröfunum, en er annars fremur sjald- gæfur. Morðið á Schleicher. í erlendum blöðum hefir morðið á fyrverandi ríkis- kanslara Þýskalands, von Schleieher, vakið mest umtal og hlotið harðasta dóma. Von Schleicher var einn af glæsileg- ustu: stjórnmálamönnum Þýskalands, bæði andlega og lík- amlega og réði geysilega miklu um stjórnmál Þýskalands frá 1920 eða þar um bil og fram til ársins 1933, og honum átti Hitler að miklu leyti það að þakka, að hann komst til valda. — En undirróðursmaður (Intrigant) var hann allmikill og vera má því, að hann hafi ekki að ástæðulausu verið drepinn, en á engan hátt afsakar það, aðferðina sem höfð var til þess að ryðja honum úr vegi. Schleicher hafði grun um, að stjórnin teldi hann hættu- legan mann og ýmsir af vinum hans réðu honum til að flýja, en því svaraði hann svo, að prússneskur herforingi flýði ekki og sér gætu þeir ekkert gert, því að samviska sín væri hrein. Laugardaginn 30. júní ók bíll að „villu“ Schleichers, þar sem hann bjó með konu sinni og dóttur hennar af fyrra hjónabandi. Nokkrir vopnaðir ungir menn stukku út úr bílnum og hringdu dyrabjöllunni Gömul kona, er lengi hafði þjóna ðhonum með trú og dygð, kom til dyra °g opnaði. Er herforinginn heima, spurðu þeir aðkomnu. Gaml akonan áttaði sig ekki strax á því hvað var á seiði °g svaraði því játandi, og hleypti þeim inn. Hvar er herbergi hans, spurði einn. Gamla konan helt Schleicher og kona hans væri úti í garðinum og vísaði t*eim því á herbergið, en ætlaði á meðan að gera honum aðvart, því að nú var hana farið að gruna, að hér væri ekki alt með feldu. En hér skjátlaðist henni hrapallega, því að hjónin voru nýkomin inn, sat hann við skrifborðið sitt og las í dagblaði, en kona hans var að sýsla við föt af dótt- ur sinni, 12 ára gamalli, sem var ekki komin heim úr skól- anum, en átti að fara í sumarleyfi um morguninn. „Eruð þér Schleicher herforingi?" spurði einn mann- anna. Schleicher leit upp, en áður en hannfékknokkrusvar- að skutu morðingjarnir þrem skammbyssuskotum á hann og einnig á konu hans, og óku síðan burt. — Skömmu síðar kom barnið heim úr skólanum í sjöunda himni af gleði yfir því að' hafa fengið háa einkunn, en ekki þarf að lýsa því hvemig sú aðkoma var. Þungur dómur. 1 blöðum hér og í útvarpinu var allmikið sagt frá málaferlunum gegn hjónunum Alfred Nielsen og konu hans, miðlinum Emilíu Nielsen. sem bæði voru sökuð um að hafa dregið sér fé með ólöglegu móti og haft það af auðtrúa fólki, einkum af konu einni, frú Eckert að nafni, sem alls hafði „pundað út“ með 122 þúsund krónur, en af þeirri upphæð höfðu um 80 þús. kr. gengið til safnaðarins, sem þau hjónin veittu forstöðu, en hitt hafði farið til þeirra hjóna. Undirréttardómur er nú fallinn í þessu máli, og voru hjónin dæmd fyrir svik í 18 mánaða fangelsi og til þess að missa borgaraleg réttindi ævilangt. Ennfremur voru þau dæmd til þess að greiða dánarbúi frú Eckert 122 þús. kr. í skaðabætur og til þess að skila aftur ýmsum dýrum munum, sem frú Eckert hafði gefið þeim. Búist er við því að dóminum verði áfrýjað. Dauði fallbyssukóngsins. Menn verða frægir fyrir margt nú á dögum, og er sumt ekki sem þarflegast. Einn þessara frægu manna var Gaston Richard, sem lék sér að því árum saman að láta skjóta sér í gegnum fallbyssu, með þeim hætti, að hann féll niður í net, sem var þanið út, alllangt frá skotstaðnum. Hafði þetta altaf gengið slysalaust fyrir sig og var Gaston orðinn stór auðugur maður af þessari íþrótt sinni sem forsætisráðherra íslands mun tæpast þora að leika eftir honum, enda þótt hugaður sé sagður. Þar kom þó, að Gaston hugðist að hætta leik þessum, en fyrir þrábeiðni góðgerðafélags eins lét hann þó tilleið- ast að gera það í síðasta sinn. Var kona hans viðstödd til þess að sjá er hann gerði þetta í síðasta sinni, en annars hafði hún aldrei viljað horfa á þessar „kúnstir“ manns síns. En nú kom það fyrir, sem aldrei hafði áður við borið, að Gaston hitti ekki á netið og hlaut bana af. — Svo fór um „sjóferð“ þá. Snarráðir þorparar. Fyrir skömmu síðan tókst 4 föngum — höfðu tveir þeirra verið dæmdir fyrir morð — að sleppa úr fangelsi einu í Texas, og meira en það, því að þeir höfðu á brott með sér varaforseta First Nationalbankans og friðdómarann í borginni. 'Erlend blöð segja svo frá flótta þeirra, að þeim hafi tekist með þjöl, eða einhverju öðru áhaldi að opna hurðina að klefanum, sem þeir sátu allir í. Gengu þeir síðan út úr fangelsinu, en hittu fangavörðinn í garðinum, sem greip til skammbyssunar og ætlaði að hefta för þeirra. Honum varð þó ekki kápan úr því klæðinu, því að þeir slóu hann þegar niður og hirtu skammbyssuna. Hröðuðu þeir sér nú út á götuna og bar þá svo vel í veiði, að þeir hittu þar tóm- an bíl, sem þeir stukku upp í, en í sömu andránni bar þessa tvo heiðursmenn þar að, sem ætluðu að fara að skoða fang- elsið. — Þorpararnir beindu skammbyssunum að þessum tveim æruverðugu borgurum og skipuðu þeim að stökkva upp á fótpalla bifreiðarinnar og óku síðan af stað með þá og fóru hratt yfir. — Lögreglan varð þó þeirra vör og veitti þeim

x

Stormur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.