Stormur


Stormur - 14.12.1934, Blaðsíða 2

Stormur - 14.12.1934, Blaðsíða 2
2 s r O R M U R hendingu gjaldeyris og annað það, sem nefndin setur aS skilyrSi fyrir veitingu útflutningsleyfa samkvæmt lögum þessum . . .“. (Auðk. hér.) Grein þessari, sem í raun og veru sviftir útgerðarmenn öllu athafnafrelsi, reyndu þeir Jóhann Jósefsson og Jón Ólafs- son að fá breytt, en sú tillaga þeirra var feld af stjórnarlið- inu og Ásgeiri. Þá reyndu og sömu menn að fá felda í burtu 12. gr. frv. sem felur í sér einkasöluheimildina á saltfiski, en sú breyt- ingartillaga þeirra var einnig feld. Allar líkur eru því fyrir, eins og málið nú horfir, að fiskisölusamlagið leggist niður, sem gert hefir útveginum ómetanlegt gagn, en einkasala komist á á næsta ári eða svo á saltfiski, og verður þess þá sennilega elcki rnjög langt að bíða, að þessum landráðamönnum takist að fullu að koma f járhagslegu sjálfstæði þjóðarinnar á kné. F erðamannaskrifstofa ríkisins. Eitt af einokunarfyrirtækjum stjórnarinnar er ferða- mannaskrifstofa rekin af ríkinu. í hinu upphaflega frum- varpi var ekki gert ráð fyrir neinum f járframlögum til þess- arar framfærslustofnunar rauðliða, og mega þó allir vita, að ekki mundi þetta hafa orðið sérstaklega ódýrt fremur en annað í höndum þessara Hriflunga. Blöð hinna „sameinuðu" hafa nú í mörg ár tönlast á því, að útlendir ferðamenn hafi einatt verið féflettir af þeim, sem annast hafa móttöku þeirra, og svo oft eru þeir búnir að endurtaka ósannindi þessi, að jafnvel sumir sjálfstæðismenn — sem sumir hverjir virðast stundum gjarnir á að trúa lyg- um rauðliða — voru jafnvel farnir að halda, að þetta væri satt.--- Stormur sneri sér því til manns eins hér í bænum, sem mikla reynslu hefir í þessum efnum, og mæltist til þess, að hann í eitt skifti fyrir öll hnekti rógi þessum. Og birtist nú hér á eftir greinargerð hans: — Eg hefi aldrei hirt eða nent að svara geipi Alþbl., Nýja Dagbl., né annara hinna rauðu bleðla, þegar blöð þessi hafa verið að bera oss, þeim, er annast höfum móttöku er- lendra ferðamanna, á brýn, að vér okruðum á þeim. Til þess hafa mér þótt ásakanir þeirra Einars fyrv. ábyrgðarmanns Alþbl. og Vigfúsar Borgarness verts altof kjánaiegar og klaufalegar, en þegar sjálfstæðismenn fara — hálft um hálft — að leggja trúnað á rógburð hinna rauðu hunda, þá tel eg rétt að hnekkja illmælinu, svo góðum mönnum fari ekki eins og Haraldi hinum hárfagra, að þeir trúi rógi þess- ara nú-Tíma Iiildiríðarsona. Farþegarnir á hinum miklu skipum, sem hingað koma til íslands, frá Vesturálfu heims og frá hinum ýmsu löndum Norðurálfunnar, kaupa alls ekki farmiða sína til ferðalags- ins hér, né yfirleitt fyrir neinn hluta ferðarinnar að íslend- ingum, heldur kaupa þeir farmiða sína, bæði fyrir ferðina með skipinu og einnig fyrir smá landferðir á skrifstoíum ferðafélaganna (Tourist Bureaus), ýmist aðalskrifstofunum, útibúum þeirra eða þá hjá umboðsmönnum þeirra um borð í skipunum, áður en skipin koma hingað til lands. Óhætt er að segja: áður en skipin koma inn fyrir íslands landhelgi. Og þetta vita þeir ekki, Einar og Vigfús og þeirra félagar, þessir menn — ef menn skyldi kalla — sem þykjast hafa veitt forstöðu ferðamannaskrifstofu hér í höfuðstað lands- ins í þrjú sumur undanfarið. Er það nú fólk! Það er því auðsætt, að það er alls ekki á valdi nokkurs íslendings, að skamta þessum farþegum verðið á ferðum til Þingvalla eða annara staða hér á landi, sem þá kann að fýsa að sjá. Það er mál, sem þeir eigast einir um, farþegarnir og hinar erlendu ferðamannáskrifstofur, sem leigja skipin til ferðanna og sjá um farþegana, að öllu öðru leyti. Það mætti benda þeim rauðliðunum á það, að Rússar skifta sér ekkert af þessu máli, enda kemur þeim það auðvitað ekkert við, en þeir eru það andlega stálpaðri en okkar kommúnistar, að þeir vita þetta. Því er það, að ef núverandi stjórn íslands og þeir, sem hennar flokk fylla, ætla sér að fá nokkru ráðið um það við hvaða verði hinar útlendu ferðaskrifstofur selja far- miða sína mönnum þeim, er ferðast hér á landi eða annars- staðar á þeirra vegum, þá verða hinir íslensku Rauðar og ráðgjafar þeirra allir fyrst að „leggja undir sig allan heim- inn“, sbr. heilaga ritningu. En líklega verður það nú fyrir eitthvað annað en það, að þeir leggi undir sig allan heiminn, að þeir „bíði tjón á sálu sinni“. Ef þ eir þá hafa hana nokkra. Vel veit eg það, að fyrir ekki mun koma að færa fram rök fyrir þessu máli. Stjórnarliðar munu fastráðnir í því, að stofna skrifstofu þessa. Þeir munu og telja sig þurfa þess við, til þess að geta veitt framfærslu sem allra flestum af þessum alkunnu þurfalingum sínum, sem enginn maður hef- ir hingað til getað notað til nokkurs ærlegs starfa. Og ekki hefi eg geð, eða réttara sagt geðleysi, til þess að ræða þetta mál frekar — síst við þá sótrauðu stjórnardindla. Grettir Ásmundarson sagði einhverntíma, að hann hefði lagt niður að rjá. Eins gæti eg sagt, að eg hefi nú að mestu lagt niður að annast um móttöku ferðamanna útlendra, þeirra er hirjjað koma til lands. Af þessum sökum kemur mér ekki svo mjög við persónulega, hversu um þetta brölt þeirra stjórn. arþurflalinganna fer. En sem Islendingur hefi eg fullan rétt til þess, að láta mér ekki í léttu rúmi liggja, hvort helstefna hins tvíeina stjórnarflokks sigrar eða eigi. Bókaútgáfan. Það einkennilega fyrirbrigði hefir skeð, bæði nú og í fyrra, að þrátt fyrir það, þótt öll skepnan stynji eins og þar stendur undir heljarþunga kreppunnar, þá hefir samt aldrei verið meira um bókaútgáfu í þessu landi. — Má fagna þessu og þó einkum þess vegna, að allmikill hluti þessara bóka, eru góðar bækur, og yfirleitt má segja, að frágangur allur á hinum betri bókunum a. m. k. sé hinn vandaðasti og á sumum svo prýðilegur, að úr sker. Stormur mun nú minnast í þessu blaði og hinum næstu nokkurra þeirra bóka, og þá einkum þeirra, sem hann telur að erindi eigi til þjóðarinnar. En það skal' tekið fram, að ritdómar verða þetta ekki, í orðsins rétta skilningi, og veld- ur þar um bæði rúmleysi blaðsins og eins hitt, að blaðið hef- ir engum gagnrýnanda eða listdómara á að skipa, eins og þau hin stærri blöðin hafa. ísafoldarprentsmiðja er nú sem fyr stórtæk í bókaút- gáfunni, og gefur nú út tvö stórverk, auk smærri bóka. Er frágangur allur á bókunum hinn prýðilegasti og þær furðu ódýrar. — Annað þessara stórverka er Ljóðasafn Guðmundar heit- ins Guðmundssonar í þrem stórum bindum, heildarútgáfa, um 850 blaðsíður. — Munu margir fagna þessari bók, því að Guðmundur heitinn var einn mesti bragsnillingur, sem vér Islendingar höfum nokkru sinni átt — og alt var fallegt, sem hann kvað. Hitt verkið er íslenskir þjóðhættir eftir sr. Jónas heitinn Jónasson frá Hrafnagili. Er þetta mikil bók — um 500 blaðsíður að stærð í stóru broti, og fleiri hundruð myndir eru í bókinni. Mun ekki of djúpt tekið í árinni þótt sagt sé, að þetta muni vera ein hin merkasta bók, sem gefin hefir verið út hér á síðari árum, og hefir stórmikið menningarsögulegt gildi. — Var sr. Jónas hinn mesti fræðimaður og ritsnilling- ur um leið. Safnaði hann til bókar þessarar svo áratugum skifti og dró föng til hennar hvaðanæva að af landinu, og hefir með þessu verki sínu bjargað frá gleymsku fjölmörgu einkennilegu og merkilegu í þjóðlífi voru.

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.