Stormur - 14.12.1934, Blaðsíða 4
31 JRMUR
bruggun geti þrifist í kauptúnum, þorpum og sveitum,
eins og nú, því að stórmikill meirihluti kjósenda þarf að
vera með því, að frjáls áfengissala sé leyfð á þessum stöð-
um. — Ýms önnur afglapaleg ákvæði eru og í frv. eins og
neðri-deild skildi við það, og í raun og veru lítið unnið frá
því, sem nú er annað en það, að innflutningur sterkra
drykkja er leyfður. — Þó er ekki fyrir það girt, að allmikil
breyting verði til bóta, ef stjórnin og löggjafinn verður svo
skynsamur að hafa verðið á sterku drykkjunum, einkum
brennlvíninu, hóflegt, 5—7 kr. flöskuna. — Er nokkur von
til, að brennivínið geti, ef það verður ekki dýrara en þetta,
útrýmt landanum og cogesdrykkjunni, sem hefir farið stór-
um. vaxandi í seinni tíð.
Eru dæmi til þess nú, að einstöku smákaupmenn hér í
Reykjavík selji svo tugum lítra skifti á mánuði hverjum, og
fuíiyrða kunnugustu menn, að langsamlega mestur hlutinn
auðpsprittinu sé drukkian, og kváðu neytendurnir sumir
vera fínar frúr, sem klæðast dýrindis pelsum á götum bæj-
arins. — Væri sennilega vel til fallið, að einhverjar þessar
frúr vildu blása anda sínum framan í Ingvar Pálmason og
Sigurjón áður en endanlega verður frá frv. gengið í efri-
deild, því að þeir sækja það nú fastast, að það hneykslis-
ástand haldist sem nú er, og munu án efa gera ítrekaðar til-
raunir til þess að stórskemma frumvarpið, ef þeir sjá sér
eíxki fært að fella það.
Það skemtilega atvik kom fyrir í neðri-deild um leið og
málið var afgreitt þaðan, að séra Sigurður Einarsson greiddi
atkvæði gegn frumvarpinu. — Hræsnin ríður ekki við ein-
teyming hjá Flateyjarklerkinum fyrverandi. —
Er alþýða þessa lands ekki á flæðiskeri stödd á meðan
hýn á slíka málsvara á Alþingi íslendinga, sem liinn hóf-
sama bindindismann, sr. Sigurð Einarsson.
líllBlBllt!—]ðllfl|sfir!
Krisíallsvörur allskosiar — Posíulínsvörur'
ýmiskonar — Keramikvörur nýtísku — Silf-
urplettvörur mikið úrval - Silfurpostulíns-
kaffistell.
Ávaxtahnífar - Ávaxtastell og skálar ýmis-
konar - Klukkur - Reykelsi - Buddur - Vas-
ar - Skrýn - Stjakar - Burstasett - Mani-
cure - Dömutöskur - Herraveski - Sjálf-
blekungar - Kerti og ótal tegundir af ýmis-
konar Spilum fyrir börn og íullorðna
Þurkuð jólatrje.
Barnaleikföng og Jólatrjesskraut í afar
miklu úrvali.
Allar vörur seldar með lægsta verði sem
unt er.
LHMISSOIKBÍÖIIKSOI
Bankastræti 11.
Jónas svívirðir Hermann.
Allir vita, að við fáa menn er Jónasi nú ver en Hermann,
þótt hann láti lítið á því bera. Þessi heipt Jónasar til Her-
mahns stafar auðvitað fyrst og fremst af því, að Hermanni
tókst að mynda stjórn, sem Jónas varð að gefast upp við, því
að hvorki sósíalistar eða þriðjungur af Framsóknarflokknum
vildi líta við honum sem forsætisráðherra. Þá hefir og Her-
mann lítt farið að ráðum Jónasar og meðal annai’s þver-
tekið fyrir að gera Halldór Júlíusson að lögreglustjóra, en
á það hefir Jónas lagt hið mesta kapp. Lét Jónas Nýja-Dag-
blaðið flytja skammagrein um Gústaf Jónasson lögreglustj.
fyrir skömmu, af því að Gústaf dæmdi ekki eins og Jónas
vildi og kvað upp réttan dóm.
‘ Þá hefir og Hermann ekki látið Jónas siga sér í það að
víkja Helga Tómassyni dr. úr embætti, og yfirleitt hefir
Hermann ekki farið eftir hvísli hans í öllu, og má telja hann
meiri mann fyrir.
Er Jónas nú mjög valdalítill í flokki sínum, þótt formað-
ur hans eigi að heita, og gott er ef flokksmenn hans hýddu
liann ekki, ef Héðinn Valdimarsson skipaði þeim það, a. m. k.
myndu þeir alls ekki fara að leysa hann undan þeirri refs-
ingu, ef Héðinn byði sínum flokksmönnum að gera það.
Þegar þessa alls er gætt, er því ekki að undra, þótt
manni með Jónasar skapsmunum sé ekki rótt innan brjósts,
og.gremjan gegn valdamönnum flokks hans brjótist stundum
út, þótt hann reyni að leyna henni svo sem hann getur, til
þeks að fremur dyljist, hvernig komið er fyrir honum.
1 Efri deild á dögunum varð honum það þó ofurefli, að
hít.Ida niðri í sér gremjunni til Hermanns. Sagði hann í um-
rjeðum, sem fóru fram um mjólkurfrumvarpið, að Tryggvi
Þórhallsson hefði eingöngu fallið fyrir Hermanni á Strönd-
um vegna þess, að Tryggvi hefði hvikað frá þeirri stefnu
sinni, að alt væri betra en íhaldið.
Er auðsætt á þessum orðum, að hann telur mannamun
þeii’ra Tryggva og Hermamis mikinn.
Karlmannaföt,
blá og mislii.
Rykfrakkar,
mikið úrval.
Manchester.
Laugaveg 40. Aðalstræti 6..
Eriiidl
um mesta réttarfars-
hneyksli síðustu ára
(Móakotsmálið), flytur
ritstjóri þessa blaðs
sunnud. 16. þ. m. kl. 4
í Varðarhúsinu.
Nánar auglýst síðar.
ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA H.F.