Stormur


Stormur - 14.12.1934, Blaðsíða 3

Stormur - 14.12.1934, Blaðsíða 3
STOKMUR 3 Á útgefandinn hinar mestu þakkir skildar fyrir að hafa ráðist í þetta stórvirki, og er vonandi, að þjóðin kunni að meta það við hann. — Einar Ól. Sveinsson magister hefir bú- ið bókina undir prentun og þarf ekki að efa, að vel sé frá verkinu gengið, því að hvorutveggja er, að Einar er hinn vandvirkasti og samviskusamasti maður og hefir auk þess sérstaka þekkingu til brumís að bera í þeim efnum, sem bók- in fjallar um. Framhald. Hvað er að gerast? Stjórnarhjörðin talar mikið í blöðum sínum um kúgun •og þrælkun annars vegar, en frelsi og lýðræði hins vegar. Á máli þeirra er vitanlega öil kúgun og þrælkun, alt hið illa og f jandsamlega hjá Sjálfstæðismönnum. En frelsið og fórn. fýsin, hagsældin og hamingja lýðræðisins á hina hliðina. Dæmisaga. Þó hjörðin sé nú sarneinuð í eina sauðkind, vill höfuðið stanga afturpartinn, og afturfæturnir sparka í frampartinn. Markið er þó glögt, og fljótgert að draga í dilkana. Sauð- irnir allir annars vegar, en hafrarnir hins vegar. Ekki er heldur vandséð; hverjir hafa markað sauðina. Það eru Rússar, þeir hafa léð soramark sitt á þá alla. Eyrun sýna sig, og greinilegt er markið líka á dindli og klaufum afturfóta, þó reynt sé að dylja það. Aftari endinn hlýtur að fylgja hinum fremri. Og á þeim báðum má lesa ótakmarkaðar dásemdir um rússnesku stjórn- ina og sældarkjör alþýðunnar þar í landi. Dásemdir og að- dáun á þeim fáu mönnum — að tiltölu við allan fjöldann —, sem með miljóna morðum hafa gersamlega útrýmt einka- frjálsræði manna, og sjálfstæðri framkomu og yfirráðum mikils meiri hluta þjóðar sinnar. Dásemdir um þá menn, sem svifta meginþorra þjóðarinnar kosningarétti til íhlutunar um ríkisstjórnina, rétti verkamanna til þess að ráða kaupi sínu, og jafnvel rétti almennings til þess að fá sér keyptan matar- bita öðruvísi en með ærnum kostnaði, margföldu okurverði eða á ákveðnum stöðum, eftir ákveðnum sultarskamti og langa hungurs- og kuldatíð. Dásama mikið þá menn og hjörð- ina alla, sem elur sig ósparsamt á kostnað andstæðinga sinna og gerir þeim á allan hátt svo mikið ilt og óheiðarlegt, sem þeim er framast fært. Dásama máske allra mest þá hjörð, sem er í meira lagi lauslát, siðspilt og trúlítil á kærleiksríkt líf og góðdómleg yfirráð; en setur sér ekki æði'a markmið en -að lifa aðeins hér í heimi við yfirráð og allsnægtir, með hverj- um þeim ráðum og þvingunum, er þeim þóknast að beita. Sönn saga. Á þessa sveif falla þeir flokkarnir hér, sem nefna sig Kommúnista, Jafnaðarmenn og Framsóknarmenn. Og þessi íyrirmynd þeirra er meira en í orðum og gaspri blaða þeirra, — hún er nú komin á borð ríkisstjórnar og Al- þiingishússins. Aldrei fyr í sögu lands vors hefir nokkur ríkisstjórn — innlend eða útlend — eða nokkurt Alþingi hér á landi beitt annari eins hlutdrægni og ójöfnuði við þjóð sína. Svo langt er gengið, þegar mest liggur við, að rneiri hluti þjóðarinnar og nálega hálft þingið er kúgað til hlýðni við rússnesku stefnuna, með eins atkvæðis mun. Slíkt þing hefir eyðilagt heiður og markmið Alþingis. Það hefir fyrirgert rétti sínum til að nefnast Alþingi. En ætti að nefna sig eftir verðleikum: Rauða þingið, Rússneska þingið eða Flokksþingið. Fornmenn þjóðar vorrar háðu baráttu aðeins við fáa andstæðinga venjulega, og oftast með heiðarlegum hætti, að þeirra alda sið. Jafnvel á örgustu Sturlungaöldinni var frem- ur barist um yfirráð meiri eða minni í héruðum, en yfir öllu landinu. Einveldi og einoltun Dana náði svo að segja jafnt til allr- ar þjóðarinnar, en skifti henni ekki í sauði og hafra, eða engla og ára, eins og nú er stofnað til. Ekki var það eins manns meiri hluti, þeirra, sem Alþingi sóttu árið 1000, er réði úrslitum í trúarsiðum þjóðar vorrar, heldur játaði þingheimur að hlíta þar um forsjá Þorgeirs goða og annara bestu manna, er þar voru saman komnir. Þá, og alt til æfiloka Jóns Loftssonar — já, meirá að segja fram yfir síðustu aldamót — var alþýða hér á landi voru enn svo óspilt og vitur, að hún kaus sína elstu og reyncl- nstu, þektustu og bestu menn, til þess að ráða fyrir og stjórna málefnum sínum. Þá var enn fylgt og farið eftir fyrrihlutanum af úr- skurði vitra mannsins Ólafs pá, í hafvillunni: „Þat vil ek, at þeir ráði, sem hyggnari eru“. Nú er farið meira eftir niður- lagi úrskurðarins: „Því verr þykki mér, sem oss muni duga heimskra manna ráð (eða brögð), er þau koma fleiri saman“. Nú lætur fávís fjöldinn þá menn ráða á Alþingi og í ríkisstjórn (2 a. m. k.), sem eru ungir og óvitrir, ráðríkir en ráðlitlir, valdaþyrstir og fjársjúkir, og fram úr öllu hófi hlutdrægir til alira gæða handa sér og sínum flokki, en til ásælni, óvirðingar og áníðni við alla aðra. Af sögðum ástæðum lenda vitanlega nálega allir roskn- ustu, reyndustu og bestu menn þjóðarinnar í andstöðu við rauðu flokksstjórnina. Það eru þeir, sem meta meira þjóðar heill og hamingju, en auðmýkt við stjórnarvöld og þýlyndi við þjóðmálaskúma. Þeir hrynja nú unnvörpum, þessir gömlu, gætnu menn, og hlakka víst margir yfir því. En hamingjan hjálpi þjóð vorri, þegar þeir eru horfnir. Að vísu munu þeir samt, og eigi síður, reyna að senda frá sér ljósgeisla. En ljós og líf þeirra geisla kemst einungis þar inn, sem ekki verður fyrir þeim gluggalaust myrkur. F. G. Afengísfrtímvarpíð. Það er nú komið frá Neðri-deild og er komið til Efri- deildar og í nefnd. Mjög miklar tilraunir voru gerðar í Neðri-deild til þess að stórskemma það, og stóðu þar fremstir í flokki Stefán Jóhann, Héðinn og Pétur Ottesen. — Geklc hræsni ein til fyrir hinum tveim fyi-sttöldu, en öfgablandin einfeldni hjá þeim síðast nefnda. Minstu munaði, að þessum óþurftarmönnum tækist .að fá það samþykt, að vínútsölunni skyldi lokað frá því á föstudagskvöldi og.til mánudagsmorguns. Hefði leynsöl- unum með þessu ákvæði, ef að lögum hefði orðið, verið gerður ágætur greiði, og hefðu þeir stærstu vafalaust haft 5—600 kr. upp úr þessu á mánuði og jafnvel meira. — Eftir frv., eins og það er nú, skal vínbúðum lokað kl. 12 á laugardögum, eins og nú er, og má búast við ao svo verði í lögunum. Eru það þá 45 tímar, sem sprúttsölunum er ætl- að að verða umboðsmenn og útsölumenn ríkisins og taka í umboðslaun 3—5 kr. af hverri flösku. Þá er og í frv. vendilega um það búið, að leynisala og

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.