Stormur - 15.08.1935, Blaðsíða 1
STORMUR
XI. árg.
ravsgon inagniusQn
Fimtudaginn 15. júlí 1935.
23. blað.
Dómur andstæðings
i.
„Ennþá er fjandinn hliðhollur Hriflu-Jónasi og ár-
um hans“, varð einum sniðugum manni að orði, er hann
frétti lát Tryggva Þórhallssonar, bankastjóra Búnaðar-
bankans.
Ekki er ósennilegt, að við eitthvað hafi þetta að
styðjast hjá manninum, — Framsóknar og sócíalista-
flokkunum verði styrkur að því, að pólitískur foringi
Bændaflokksins, og auk þess aðalbankastjóri Búnaðar-
bankans og formaður Búnaðarfélags íslands skyldi falla
í valinn, a. m. k. hafa þeir þarna ráð á einni vellaunaðri
stöðu handa einhverjum flokksmanni sínum, sem er
gráðugur og heimtar mikið fyrir sannfæringu, sína og
samvisku. — Aðgætandi er þó, að síðustu árin var
Tryggvi Þórhallsson hættur að mestu leyti að hafa opin-
ber afskifti af pólitík, og innan flokksins mun hann
heldur ekki hafa látið mjög mikið til sín taka. Er senni-
legt, að pólitísku lífi Tryggva Þórhallssonar hafi að fullu
eða því sem næst verið lokið, er hinn jarðneska dauða
hans bar að höndum, og að þar hefði aldret orðið um
neina upprisu að ræða.
En vinsældir Tryggva Þórhallssonar og aðstaða
hans sem bankastjóra hlaut auðvitað ávalt að vera nokk-
ur styrkur fyrir lítinn flokk, sem lítil völd hefir og fáa
atkvæðamenn innan sinna vébanda.
Þeim, er þetta ritar, þykir þó ólíklegt, að þetta
dauðsfall verði banamein Bændaflokksins. Sumir þeirra
manna, er þar standa fremstir eða framarlega, eru ól-
seigir menn og sauðþráir, undirhyggjufullir, kappsamir
og ófyrirleitnir, ef því er að skifta. Auk þess eygja svo
þessir menn í bjarma byltingarinnar þann möguleika, að
þeir verði miðflokkur þingsins, sem með 2—5 mönnum
geti ráðið, hverir skipi stjórnina, og hafi í raun og veru
þungamiðju valdsins í sínum höndum. — Þess er og
enn gætandi, að þessi flokkur er hreinn stéttaflokkur,
hreinni og óblandaðri en nokkur hinna flokkanna og
hreinni en þeir nokkru sinni geta orðið. — Sjálfstæðis-
flokkurinn hefir lýst yfir því, eins og kunnugt er, að
hann væri flokkur allra stétta í landinu og taki ekki
hagsmuni einnar fram yfir aðra. Jafnaðarmenn telja sig
að vísu fyrst og fremst flokk verkamannanna, þeirra er
laun taka hjá atvinnurekendum, en ef þeim á að vaxa
verulega fiskur um hrygg, verða þeir að látast bera um-
hyggju fyrir fleirum, ,,kokettera“ framan í smábændur
o. s. frv.
Framsóknarflokkurinn er í raun og veru pólitískt
viðrini og stefnuskrá hans, enda er hann líka eins og
vændiskonan á gatnamótum, sem rennir augunum í all-
ar áttir til þeirra, sem fram hjá ganga, í von um að ein-
hver þeirra ánetjist, og gjaldi henni hvílutollinn.
Bændaflokkurinn er hinsvegar hreinn stórbænda-
flokkur, flokkur þeirra bænda, sem hafa stór bú og
mikla framleiðslu. Hagsmunir þessara manna rekast því
ekki aðeins á hagsmuni verkalýðsins í ýmsum mikils-
verðum atriðum, heldur og hagsmuni smábændanna,
eða þeirra, sem vinna einir að búum sínum, eða því sem
næst. — Fyrir stórbóndann, sem hefir mjög mikla fram-
leiðslu og heldur margt fólk, sem hann launar, er lág
íslensk króna gróði; en fyrir smábóndann, sem lítið
framleiðir, getur hún verið tap, og fyrir verkamanninn
verður hún altaf tap. — Það er því ekki nema eðlilegt,
að það sé fyrst og fremst á stefnuskrá þessa stórbænda-
flokks að fella íslensku krónuna í verði.
En það er einmitt þetta þrönga sjónarmið flokks-
ins, sem gerir hann sterkan innávið, en varnar því hins-
vegar, að hann geti nokkru sinni orðið fjölmennur
flokkur.
II.
Um það verður ekki deilt, að Tryggvi Þórhallsson
hefir átt mikinn þátt í stjórnmálasögu Islands síðustu
12—15 árin, og má þó að vísu sleppa tveim þeim síð-
ustu. — Áhrif Tryggva Þórhallssonar byrja, er hann
tekur við ritstjórn Tímans. I höndum hans og að nokkru
leyti vegna hans aðgerða og hæfileika varð Tímnin um
langt skeið í raun og veru mestalla ritstjórnartíð
Tryggva, áhrifamesta blaðið í íslenskum stjórnmálum.
Og af hverju stöfuðu svo þessi áhrif Tímans?
Var Tryggvi Þórhallsson mikill blaðamaður?
I raun og veru var hann það ekki.
Hann var að vísu áhlaupamaður og skjótur að sjá
hvar óvinurinn var veikastur fyrir.
Nægilega ófyrirleitinn var hann og hafði engar
skruplur af því, þótt gengið væri bæði af honum sjálf-
um og öðrum, sem í blaðið skrifuðu, á snið við sannleik-
ann, og það var jafnvel ekki hikað við að ryðja honum
úr veginum, ef svo reyndist, að lyginni yrði heldur
þröngt að smjúga fram hjá honum.
Stíll hans var fjörugur, söguþekking mikil, og gerði
hún oft greinar hans skemtilegar og gaf honum saman-
burð, sem oft gat orðið andstæðingunum ónotalegur.
Þekking hans á sumum greinum landsmálanna var
sæmileg. En hér með munu líka kostir Tryggva Þórhalls-
sonar sem stjórnmálaritstjóra og blaðamanns vera taldir,
ef slept er þeim persónulegu eiginleikum, sem hann hafði
til að bera.
En það sem olli því, að Tryggvi varð aldrei mikill
blaðamaður, náði ekki einu sinni Birni heitnum Jónssyni
í öxl, var margt. Þótt hann væri snöggur í áhlaupunum
og sæi oft vel, hvar víggirðingar og varnarvirki óvin-
anna voru ótraustust, þá var um leið öllum hans vopna-
burði og herklæðum mjög ábótavant. — Og hann lá alt-
af sjálfur mjög vel fyrir höggi. I höndum sæmilega víg-
fimra manna urðu ætíð greinar hans sjálfs besfcu vopnin
á hann sjálfan, málefni hans og flokk.
Það, sem gerði þetta fyrst og fremst að verkum, var