Stormur


Stormur - 15.08.1935, Side 2

Stormur - 15.08.1935, Side 2
2 STORMUR yfirborðshátturinn og glamrandinn. Djúp rök og þung áttu ekki við Tryggva Þórhallsson, hvorki í riti eða ræðu. — Ólíkari menn á þessu sviði og raunar líklega öllum en þá Jón Þorláksson og hann, getur varla. Það veittist því ofur auðvelt að hnekkja greinum Tryggva. En það var þó þessi yfirborðsháttur, þessi vopnaglamr- andi og básúnuhljóð, sem nokkrum hluta þjóðarinnar líkaði vel óg lagði eyrun við, og um leið og hann gerði það, lokaði hann augum og eyrum fyrir rökum andstæð- inganna, svo að veilurnar hjá' Tryggva urðu þeim aldrei sýnilegar. Það undarlega var því, sem raunar ekki er neitt pinsdæmi, að það, sem raunverulega dró mest úr gildi Tryggva Þórhallssonar sem merks og góðs blaðamanns, veitti honum mesta lýðhyllina, og líklega má segja, að sama hafi gilt um alla stjórnmálastarfsemi þessa manns. Þótt hann væri sæmilegur- íslenskumaður og skrifaði fjorlega og röskt, var hann enginn afburðamaður á því sviði. Hann átti ekki í fórum sínum eldinn, sem gneist- aði úr penna Björns Jónssonar, og hann átti því síður yfir að ráða hinum ísmeygilega og sannfærandi stíl Ein- ars Hjörleifssonar. Og eins og getið er um hjer að fram- an, var honum ekki sýnt um að skrifa rökfast. En það var venjulega hressandi gustur, sem lagði frá greinum hans. Lesandinn gat sjeð fyrir hugskotssjónum sínum orustuglaðan mann og vopndjarfan, sem gekk ótrauður í hildarliekinn og hlífði sér hvergi. Þótt Tryggvi Þórhallsson væri óvæginn og harðleik- inn í ritdeilu og miðlungi vandaður, þá var þó vopna- burði hans á alt annan veg farið en samstarfsmanns hans við Tímann, Jónasar Jónssonar. Tryggvi Þórhalls- son átti ekki til rætni, hatur eða persónulegan illvilja til nokkurs manns, og því voru greinar hans aldrei per- sónulegar árásir á einkalíf manna, og því síður kom hon- um til hugar að blanda ættingjum eða vinum þess, sem hann átti í höggi við, inn í deiluna, svo framarlega sem málefnin, er um var deilt, snertu þá ekki. En hjá því gat auðvitað ekki farið, að hinar rætnu og óþokkalegu greinar Jónasar Jónssonar settu blett á ritstjórnarheiður Tryggva Þórhallssonar. Þótt greinar þessar hefðu altaf verið með fullu nafni, hefðu þær gert það, en því fremur gerðu þær það, er þær voru nafn- lausar. Sá, er þetta ritar, minnist þess, að skömmu á eftir að hann tók við ritstjórn Varðar, birti hann allsvæsna Att og ekkert. Undnafarið hafa birtst í Alþýðubjaðinu nokkrar greinar merktar „a X“- Sá sem greinar þessar ritar hef- ir það fram yfir hina vanalegu lygara, sem skrifa í það blað, að hann sýnist geta skýrt nokkurn veginn rétt frá því, sem fyrir augun ber og eyrun heyra. Myndi því margur, sem fyrnefnt blað kaupir og les, óska þess, að „aX“ taki við stjórninni á blaðgreyinu, því það er hörm- ung til þess að vita, að stórt blað, aðalblað öflugs stjórn- málaflokks og í raun og veru blað landsstjórnarinnar, skuli ekki geta skýrt satt og rétt frá einni einustu stað- reynd, að það skuli ekki geta sagt satt hvernig t. d. lykt- ar kaupdeilu, þar sem ágreiningurinn er ekki annar en 10 aura hækkun á eftirvinnukaupi og aðilar mætast á miðri leið og sættast — á fimm aura hækkun. Þetta og þvíumlíkt er orðið svo þreytandi, að við- brigðin verða ennþá meiri þess vegna, þegar greinar „ax“ faya að birtast, og maður rekur augun í það, að lygin er ekki aðalatriðið hjá þeim, sem greinarnar skrifar. Fyrsta grein „aX“ er um Hreimatrúboð leikmanna. Það tekur því nú varla að skrifa um þennan fámenna skammagrein um Tryggva Þórhallsson. Var tilefni henn- ar nafnlaus grein, sem birst hafði í Tímanum nokkru áð- ur. Maðurinn, sem Varðar-greinina skrifaði, vissi að þessi nafnlausa Tímagrein var eftir Jónas en ekki Tryggva, en hann lét svo, sem Ti'yggvi hefði skrifað hana. Nokkru á eftir bar fundum okkar Tryggva saman á götu. Hann spurði mig, hvort ég virkilega héldi, að sá, sem greinina hafði skrifað í Vörð, að hann gæti skrifað jafn rætnislega og persónulega eins og þessa Tímagrein, og ef við héldum það ekki, því væri þá grein- inni beint að sér. Eg sagði, að greinin væri nafnlaus og því yrði hann sem ritstjóri blaðsins að bera alla ábyrgð á henni og taka þeim afleiðingum, sem slíkar greinar gætu haft í för með sér fyrir hann sjálfan. — Tryggvi neitaði þessu ekki, en honum sárnaði Varðargreinin mikið, en þó eink- um það, að greinarhöfundurinn skyldi bendla sig við annan eins óþverra og Tímagreinin var, sem Jónas Jóns- son var auðvitað höfundur að. En það var jafnt í þessu nábýli sem öðru með Jón- as Jónsson, sem Tryggvi Þórhallsson hlaut skemdir og áverka af. — Lyndiseinkunn hans var þann veg farið, að hann þurfti að styðjast við sterkan mann og góðan, en ekki gáfað, abnormalt illmenni. Hann var góðmenni og vildi vafalaust öllum vel, en skapstyrkurinn var ekki að sama skapi, og því var það, sem þessi pólitíski föru- nautur hans bæði í blaðamenskunni og síðar í lands- stjórninni fékk svo miklu áorkað. — Hann brast þrek- ið og þróttinn til þess ða standa gegn Jónasi Jónssyni og ýmsum öðrum sér verri mönnum, og því urðu afleið- ingarnar eins og þær urðu, af stjórn hans. III. Hér verður ekki rakin stjórnarsaga Tryggva Þór- hallssonar eða afskifti hans af einstökum þjóðmálum. En þess eins má geta, að þar, sem í blaðamenskunni, komu kostir hans og ókostir fram. Tryggvi Þórhallsson hafði margt til brunns að bera, sem flokksforinginn þarf að hafa. Hann var tilkomu- mikill maður að vallarsýn, en varð þó of feitur hin síð- ustu árin. Fríður yfirlitum, bjartur og góðmannlegur. Léttur í máli og reifur við hvern sem hann talaði og laus við yfirlæti. Hjálpsamur og ör á fé og vildi leysa hvers manns vandræði, er á fund hans leitaði. Snjallur flokk, sem telur ekki nærri því tuttugu meðlimi. En þó er saga þessa heimatrúboðs leikmanna í raun og veru saga allra sértrúar- og ofstækistrúarflokka hér á landi í fortíð og framtíð. íslenska þjóðin er yfirleitt þannig gerð, að hún aðhyllist engar öfgar í trúarefnum, hvort sem Ástvaldur éða aðrir standa að öfgunum. Yfirleitt má kalla það svo, að fólkið sé kristið, en meira er það nú ekki, og umbætur á þessu sviði, frá hverjum sem þær koma, eru yfirleitt illa þegnar; að komast sæmilega af í lífsbaráttunni er aðalatriðið hjá flestum, og að sú af- koma sé nokkuð bundin við sterka eða veika guðstrú, er óskiljanlegt almenningi. Aðalmaðurinn og æðsti presturinn í heimatrúboði leikmanna heitir Ármann Eyjólfsson. Var hann fyrir nokkrum árum velmetinn skósmiður, fær maður í sínu fagi, en alt í einu fær hann köllun, kastar plukkunum og sólaleðrinu, segist vera frelsaður og vill fara að frelsa aði-a. Þetta tilfelli er svo sem ekki neinn nýr sjúkdóm- ur; hann hefir komið fyrir í öllum löndum og álfum og hans hefir orðið vart í öllum stéttum allra þjóða; það er gamla sagan um hrossataðskögglana, sem héldu að þeir væru epli. Hvort sem þetta er ólæknandi veiki eða ekki, skiftir engu máli, hitt er meira um vert, að hér hjá okk- ur sýkjast aldrei margir í einu. Fyrst í stað sóttu margir

x

Stormur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.